„Snappaði“ eftir að snjóbolti hafnaði á bílrúðunni Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2024 13:49 Maðurinn sagðist sjá mjög eftir háttsemi sinni. Myndin er úr safni. Vísir/Sigurjón Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að brjóta barnaverndarlög vegna framkomu sinnar gagnvart tveimur ellefu ára drengjum. Manninum er þó ekki gerð refsing í málinu. Málið varðar atvik sem átti sér stað við gatnamót Borgartúns og Kringlumýrarbrautar þann 22. nóvember í fyrra. Honum var gefið að sök að veitast að drengjunum, ýta öðrum þeirra upp við vegg. Síðan hafi hann snúið sér að hinum drengnum og sparkað í hjól hans og tekið það og sett í bílinn sinn. Maðurinn sagði að hann hafi „snappað“ þegar snjóbolta hafi verið kastað í bílrúðu bíls hans. Drengirnir tveir hafa hins vegar hafnað því alfarið frá því að málið kom upp að hafa kastað umræddum snjóbolta. Í ákæru segir að með þessu hafi maðurinn ógnað drengjunum, sýnt þeim vanvirðandi háttsemi, yfirgang og ruddalegt athæfi. „Hvað voruð þið að spá?“ Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hafi verið að keyra Borgartún og beygt suður Kringlumýrarbraut þegar snjóbolta hafi verið kastað í framrúðu bíls hans. Vegna þess hafi hann hrokkið við og næstum því misst stjórn á bílnum. Hann hafi síðan séð drengi hlaupa í burtu, fyllst reiði og elt þá. Hann hafi síðan stöðvað bílinn fyrir framan drengina, farið úr bílnum og gengið upp að þeim og öskrað: „Hvað voruð þið að spá?“ Drengirnir höfnuðu því að hafa kastað snjóboltanum í bílrúðuna. Svo hafi hann rifið í úlpu annar drengsins, sparkað að hinum og sagt þeim að hann vildi tala við foreldra þeirra. Í reiði sinni hafi hann svo tekið hjólið af öðrum þeirra og sett inn í bílinn. Hann sagðist ekki hafa ætlað að stela hjólinu, heldur hafi hann viljað tala við foreldrana. Sér mjög eftir þessu Maðurinn sagði að hann ætti erfitt með að útskýra þessa hegðun sína. Hann hefði „snappað“ og væri ekki stoltur af þessu, og sjá mjög eftir gjörðum sínum. Að mati héraðsdóms var atlaga mannsins ruddaleg. Ógnandi framkoma hans hafi verið til þess fallin að valda ótta hjá drengjunum. Hann var ákærður fyrir líkamsárás en að mati dómsins var ekki hægt að fallast á að hann hefði ráðist á þá. Hins vegar væri um barnaverndarlagabrot að ræða. Fram kemur að maðurinn hefði samið við drengina um bætur. Og í ljósi þess að hann hefði gengist við háttseminni og sýnt iðrun var ákveðið að fresta ákvörðun um refsingu hans. Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira
Málið varðar atvik sem átti sér stað við gatnamót Borgartúns og Kringlumýrarbrautar þann 22. nóvember í fyrra. Honum var gefið að sök að veitast að drengjunum, ýta öðrum þeirra upp við vegg. Síðan hafi hann snúið sér að hinum drengnum og sparkað í hjól hans og tekið það og sett í bílinn sinn. Maðurinn sagði að hann hafi „snappað“ þegar snjóbolta hafi verið kastað í bílrúðu bíls hans. Drengirnir tveir hafa hins vegar hafnað því alfarið frá því að málið kom upp að hafa kastað umræddum snjóbolta. Í ákæru segir að með þessu hafi maðurinn ógnað drengjunum, sýnt þeim vanvirðandi háttsemi, yfirgang og ruddalegt athæfi. „Hvað voruð þið að spá?“ Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hafi verið að keyra Borgartún og beygt suður Kringlumýrarbraut þegar snjóbolta hafi verið kastað í framrúðu bíls hans. Vegna þess hafi hann hrokkið við og næstum því misst stjórn á bílnum. Hann hafi síðan séð drengi hlaupa í burtu, fyllst reiði og elt þá. Hann hafi síðan stöðvað bílinn fyrir framan drengina, farið úr bílnum og gengið upp að þeim og öskrað: „Hvað voruð þið að spá?“ Drengirnir höfnuðu því að hafa kastað snjóboltanum í bílrúðuna. Svo hafi hann rifið í úlpu annar drengsins, sparkað að hinum og sagt þeim að hann vildi tala við foreldra þeirra. Í reiði sinni hafi hann svo tekið hjólið af öðrum þeirra og sett inn í bílinn. Hann sagðist ekki hafa ætlað að stela hjólinu, heldur hafi hann viljað tala við foreldrana. Sér mjög eftir þessu Maðurinn sagði að hann ætti erfitt með að útskýra þessa hegðun sína. Hann hefði „snappað“ og væri ekki stoltur af þessu, og sjá mjög eftir gjörðum sínum. Að mati héraðsdóms var atlaga mannsins ruddaleg. Ógnandi framkoma hans hafi verið til þess fallin að valda ótta hjá drengjunum. Hann var ákærður fyrir líkamsárás en að mati dómsins var ekki hægt að fallast á að hann hefði ráðist á þá. Hins vegar væri um barnaverndarlagabrot að ræða. Fram kemur að maðurinn hefði samið við drengina um bætur. Og í ljósi þess að hann hefði gengist við háttseminni og sýnt iðrun var ákveðið að fresta ákvörðun um refsingu hans.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira