Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 76-75 | Bikarmeistararnir úr leik Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 7. desember 2024 18:00 Brittany Dinkins kláraði leikinn fyrir Njarðvík gegn sínu gamla félagi. vísir Njarðvík vann 76-75 og sló ríkjandi bikarmeistara Keflavíkur úr leik í sextán liða úrslitum VÍS bikars kvenna. Brittany Dinkins reyndist hetja Njarðvíkur, hún kom liðinu yfir með vítaskoti þegar aðeins 5,1 sekúnda var eftir og stal svo boltanum í lokasókn Keflavíkur. Njarðvík tók uppkastið og Emilie Hesseldal setti fyrstu stig leiksins á töfluna fyrir Njarðvík. Það var einkennandi fyrstu mínúturnar mikil barátta milli liðana og ljóst að ekkert var gefið eftir. Njarðvík leiddi eftir fyrsta leikhluta 18-15. Það má segja að það sama var uppi á teningnum í öðrum leikhluta hvað varðar alla baráttu í þessum leik. Bæði lið voru föst fyrir og leyfðu engar auðveldar körfur. Mikið jafnræði var með liðunum og skiptust liðin á því að leiða þegar leið á leikhlutann. Njarðvík fór þó inn í hálfleikinn með yfirhöndina og leiddu með minnsta mun 37-36. Keflavík mættu sprækar út í seinni hálfleikinn og náði upp flottum varnarleik sem hægði vel á Njarðvíkurliðinu. Keflavík náði að snúa leiknum sér í vil og náði að komast skrefinu á undan Njarðvík fyrir fjórðaleikhluta og leiddi 52-55. Eins og við mátti búast var fjórði leikhluti mikil barátta. Keflavík var með yfirhöndina lengst af en undir lok leikhlutans fór aðeins að hitna undir Njarðvík sem gerðu frábærlega í að klóra sig til baka og höfðu að lokum sigur með minnsta mun 76-75. Atvik leiksins Ekki hægt að nefna annað en blokkið sem Ena Viso á undir lok leiks og Njarðvík fara upp og fá tvö víti. Brittany Dinkins klikkaði á fyrra en setur seinna sem reyndist vera stigið sem skildi á milli. Ena Viso átti einnig stórar þriggja stiga körfur í resina en þetta blokk er það sem situr eftir. Stjörnur og skúrkar Hjá Njarðvík var Brittany Dinkins sú sem bar liðið á herðum sér og var lang stigahæst með 30 stig. Ena Viso og Bo Guttormsdóttir-Frost áttu líka góð móment seint í leiknum sem voru ómetanleg fyrir Njarðvík. Jasmine Dickey var mögnuð í liði Keflavíkur með 27 stig og þá reif hún einnig niður fjórtán fráköst. Dómarar Get ekki sagt að ég muni eftir einhverjum dómi eða slíku sem mér fannst ekki eiga rétt á sér. Auðvitað alltaf hægt að finna eitthvað ef maður leitar nógu lengi en heilt yfir þá var þetta bara ágætlega dæmdur leikur að mínu viti. Leyfðu smá baráttu og hörku. Stemning og umgjörð Nágrannaslagur og það var ágætlega vel mætt í stúkuna í dag. Myndaðist flott stemning eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Umgjörðin hér í IceMar-höllinni er alltaf upp á 10,5! Viðtöl „Fannst við sjálfum okkur verstar“ „Ömurleg. Við erum búnar að tapa í bikar og þetta er bara hræðilegt.“ Sagði Agnes María Svansdóttir leikmaður Keflavíkur svekkt eftir tap og aðspurð út í tilfinningarnar eftir leik. Keflavík er þekkt sem félag sem hefur það að markmiði öll ár að vinna alla þá titla sem eru í boði. Það eru þá gríðarleg svekkelsi að falla úr leik í 16-liða úrslitum. „Bara mjög. Við ætluðum okkur að komast í næstu umferð og stefnan er alltaf sett á að vinna allt.“ Það var mikil barátta sem einkenndi leikinn í dag og engar körfur voru auðveldar. „Þetta var mjög „physical“ leikur og mér fannst dómararnir leyfa það sem er bara fínt. Þetta er bikar,tvö góð lið og mikil stemning.“ Keflavík var í góðri stöðu seint í leiknum en misstu leikinn frá sér alveg í lokin. Hvað var það sem gerðist? „Mér finnst við vera sjálfum okkur verstar. Það var þetta að það vantaði alltaf smá upp á að við stingum af en við náum aldrei að stinga af. Þær eru með mjög gott lið en mér fannst við geta gert betur.“ Svekkjandi niðurstaða fyrir Keflavík sem falla úr leik en hvernig er best að svara eftir svona? „Við þurfum eitthvað að skoða okkar mál aðeins. Auðvitað förum við í alla leiki til að vinna þá.“ Það er stutt í að þessi lið mætist aftur í deildinni og mun Keflavík mæta með blóð á tönnum fyrir þann leik. „Að sjálfsögðu. Við ætlum að taka hann.“ Sagði Agnes María Svansdóttir. VÍS-bikarinn Körfubolti
Njarðvík vann 76-75 og sló ríkjandi bikarmeistara Keflavíkur úr leik í sextán liða úrslitum VÍS bikars kvenna. Brittany Dinkins reyndist hetja Njarðvíkur, hún kom liðinu yfir með vítaskoti þegar aðeins 5,1 sekúnda var eftir og stal svo boltanum í lokasókn Keflavíkur. Njarðvík tók uppkastið og Emilie Hesseldal setti fyrstu stig leiksins á töfluna fyrir Njarðvík. Það var einkennandi fyrstu mínúturnar mikil barátta milli liðana og ljóst að ekkert var gefið eftir. Njarðvík leiddi eftir fyrsta leikhluta 18-15. Það má segja að það sama var uppi á teningnum í öðrum leikhluta hvað varðar alla baráttu í þessum leik. Bæði lið voru föst fyrir og leyfðu engar auðveldar körfur. Mikið jafnræði var með liðunum og skiptust liðin á því að leiða þegar leið á leikhlutann. Njarðvík fór þó inn í hálfleikinn með yfirhöndina og leiddu með minnsta mun 37-36. Keflavík mættu sprækar út í seinni hálfleikinn og náði upp flottum varnarleik sem hægði vel á Njarðvíkurliðinu. Keflavík náði að snúa leiknum sér í vil og náði að komast skrefinu á undan Njarðvík fyrir fjórðaleikhluta og leiddi 52-55. Eins og við mátti búast var fjórði leikhluti mikil barátta. Keflavík var með yfirhöndina lengst af en undir lok leikhlutans fór aðeins að hitna undir Njarðvík sem gerðu frábærlega í að klóra sig til baka og höfðu að lokum sigur með minnsta mun 76-75. Atvik leiksins Ekki hægt að nefna annað en blokkið sem Ena Viso á undir lok leiks og Njarðvík fara upp og fá tvö víti. Brittany Dinkins klikkaði á fyrra en setur seinna sem reyndist vera stigið sem skildi á milli. Ena Viso átti einnig stórar þriggja stiga körfur í resina en þetta blokk er það sem situr eftir. Stjörnur og skúrkar Hjá Njarðvík var Brittany Dinkins sú sem bar liðið á herðum sér og var lang stigahæst með 30 stig. Ena Viso og Bo Guttormsdóttir-Frost áttu líka góð móment seint í leiknum sem voru ómetanleg fyrir Njarðvík. Jasmine Dickey var mögnuð í liði Keflavíkur með 27 stig og þá reif hún einnig niður fjórtán fráköst. Dómarar Get ekki sagt að ég muni eftir einhverjum dómi eða slíku sem mér fannst ekki eiga rétt á sér. Auðvitað alltaf hægt að finna eitthvað ef maður leitar nógu lengi en heilt yfir þá var þetta bara ágætlega dæmdur leikur að mínu viti. Leyfðu smá baráttu og hörku. Stemning og umgjörð Nágrannaslagur og það var ágætlega vel mætt í stúkuna í dag. Myndaðist flott stemning eins og alltaf þegar þessi lið mætast. Umgjörðin hér í IceMar-höllinni er alltaf upp á 10,5! Viðtöl „Fannst við sjálfum okkur verstar“ „Ömurleg. Við erum búnar að tapa í bikar og þetta er bara hræðilegt.“ Sagði Agnes María Svansdóttir leikmaður Keflavíkur svekkt eftir tap og aðspurð út í tilfinningarnar eftir leik. Keflavík er þekkt sem félag sem hefur það að markmiði öll ár að vinna alla þá titla sem eru í boði. Það eru þá gríðarleg svekkelsi að falla úr leik í 16-liða úrslitum. „Bara mjög. Við ætluðum okkur að komast í næstu umferð og stefnan er alltaf sett á að vinna allt.“ Það var mikil barátta sem einkenndi leikinn í dag og engar körfur voru auðveldar. „Þetta var mjög „physical“ leikur og mér fannst dómararnir leyfa það sem er bara fínt. Þetta er bikar,tvö góð lið og mikil stemning.“ Keflavík var í góðri stöðu seint í leiknum en misstu leikinn frá sér alveg í lokin. Hvað var það sem gerðist? „Mér finnst við vera sjálfum okkur verstar. Það var þetta að það vantaði alltaf smá upp á að við stingum af en við náum aldrei að stinga af. Þær eru með mjög gott lið en mér fannst við geta gert betur.“ Svekkjandi niðurstaða fyrir Keflavík sem falla úr leik en hvernig er best að svara eftir svona? „Við þurfum eitthvað að skoða okkar mál aðeins. Auðvitað förum við í alla leiki til að vinna þá.“ Það er stutt í að þessi lið mætist aftur í deildinni og mun Keflavík mæta með blóð á tönnum fyrir þann leik. „Að sjálfsögðu. Við ætlum að taka hann.“ Sagði Agnes María Svansdóttir.