Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. desember 2024 11:56 Inga Sæland, Guðmundur Ingi og Áshildur Lóa voru í stuði á kosningavöku Flokks fólksins liðna helgi. Vísir/Vilhelm Stjórnarmyndunarviðræður þriggja flokka halda áfram eftir hádegi dag og er góður taktur sagður í viðræðunum. Þingflokkar Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins hafa allir fundað um gang viðræðnanna en gefa lítið upp um það hvaða málefni eru helst til umræðu. Þingflokkar Viðreisnar og Samfylkingarinnar funduðu hvor um sig síðdegis í gær þar sem formenn flokkanna upplýstu þingmenn um gang viðræðnanna. Ekki hefur náðst í þingflokksformenn né varaþingflokksformenn flokkanna tveggja í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði hins vegar í samtali við fréttastofu í morgun að góður taktur sé í viðræðunum og að samtalið gangi vel. Formenn flokkanna muni funda á ótilgreindum stað nú eftir hádegið. Ræða „allan pakkann“ Þá kom þingflokkur Flokks fólksins kom saman til fundar klukkan ellefu í morgun til að ræða stöðu mála. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður flokksins sagðist fyrir fundinn vera bjartsýnn um framhaldið. „Mér heyrist bara takturinn vera góður, ég veit ekki annað og ég er bjartsýnn,“ segir Guðmundur Ingi. Áttu von á að þið munið ræða einhver ákveðin málefni ykkar í milli í þingflokknum? „Við munum ræða þetta allt saman. Ég held að það sé bara ekkert um annað að ræða en að taka allan pakkann og mér lýst bara mjög vel á þetta eins og ég segi. Eins og ég hef alltaf sagt, góðir hlutir koma hægt og rólega.“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í gær að formennirnir þrír hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og sem og ágreiningsefni. Aðspurður vill hann lítið tjá sig um hvað hann telur að helst gæti valdið ágreiningi í viðræðunum. „Nei ég held að það sé ekki tímabært að tala neitt um það. Við bara látum þetta ganga,“ svarar Guðmundur Ingi. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira
Þingflokkar Viðreisnar og Samfylkingarinnar funduðu hvor um sig síðdegis í gær þar sem formenn flokkanna upplýstu þingmenn um gang viðræðnanna. Ekki hefur náðst í þingflokksformenn né varaþingflokksformenn flokkanna tveggja í morgun. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði hins vegar í samtali við fréttastofu í morgun að góður taktur sé í viðræðunum og að samtalið gangi vel. Formenn flokkanna muni funda á ótilgreindum stað nú eftir hádegið. Ræða „allan pakkann“ Þá kom þingflokkur Flokks fólksins kom saman til fundar klukkan ellefu í morgun til að ræða stöðu mála. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður flokksins sagðist fyrir fundinn vera bjartsýnn um framhaldið. „Mér heyrist bara takturinn vera góður, ég veit ekki annað og ég er bjartsýnn,“ segir Guðmundur Ingi. Áttu von á að þið munið ræða einhver ákveðin málefni ykkar í milli í þingflokknum? „Við munum ræða þetta allt saman. Ég held að það sé bara ekkert um annað að ræða en að taka allan pakkann og mér lýst bara mjög vel á þetta eins og ég segi. Eins og ég hef alltaf sagt, góðir hlutir koma hægt og rólega.“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í gær að formennirnir þrír hafi þegar rætt ýmis málefni, bæði sameiginlega fleti og sem og ágreiningsefni. Aðspurður vill hann lítið tjá sig um hvað hann telur að helst gæti valdið ágreiningi í viðræðunum. „Nei ég held að það sé ekki tímabært að tala neitt um það. Við bara látum þetta ganga,“ svarar Guðmundur Ingi.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Sjá meira