„Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2024 13:28 Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, telur ósanngjarnt að 22 þúsund kjósendur fái ekki fulltrúa á þingi. Um tíu prósent atkvæða duttu dauð niður í nýafstöðnum kosningum. Vísir/Vilhelm Stjórnmálafræðingur segir ósanngjant að 22 þúsund kjósendur eigi sér ekki fulltrúa á þingi. Fráfarandi forseti Alþingis segir ekki um ósanngirnismál að ræða, mestu máli skipti að niðurstaða kosninga endurspegli vilja þjóðarinnar og stuðli að starfhæfum meirihluta. Kristján Kristjánsson fékk þá Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing, Birgi Ármannsson fráfarandi þingmann og Hauk Arnþórsson stjórnsýslufræðing til sín í Sprengisand í morgun til að ræða nýafstaðnar kosningar og íslenskt kosningakerfi. Kristján hóf umræðuna á dauðum atkvæðum og spurði hvort úrslitin endurspegluðu vilja kjósenda. „Ef við byrjum á jákvæðum nótum þá endurspegla þau að minnsta kosti vilja kjósenda skár heldur en til dæmis í Bretlandi í síðustu kosningum,“ sagði Ólafur. Þar hafi Verkamannaflokkurinn fengið þriðjung atkvæða en tvo þriðju þingmanna. Íslendingar voru lengi með einmenningskjördæmi og versta dæmið um ójafnvægi milli atkvæða og úrslita var árið 1931 þegar „Framsóknarflokkurinn fékk ríflega þriðjung atkvæða og fékk meirihluta atkvæði.“ Þröskuldar lægri á Norðurlöndunum „Hins vegar held ég að við hljótum að staldra við þegar atkvæði 22 þúsund kjósenda falla dauð í þeim skilningi að þessir kjósendur eiga enga fulltrúa á þinginu,“ sagði Ólafur. Það sé til dæmis meira en Framsóknarflokkurinn fékk í heild sinni í kosningunum. Er þetta sanngjarnt? „Það er náttúrulega matsatriði hvað er sanngjarnt. Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt,“ sagði Ólafur. En það fari líka eftir því við hvað Íslendingar vilja miða. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að vegna kerfisins fái um 20 þúsund kjósendur, sem búa allir yfir sambærilegum skoðunum, enga fulltrúa á þingi.Vísir/Vilhelm „Mér finnst að ýmsu leyti eðlilegast að við miðum við Norðurlöndin. Ef við skoðum þau eru þar mismunandi þröskuldar, fjögur prósent þröskuldur í Noregi og Svíþjóð, það er tvö prósent í Danmörku og í Finnlandi er enginn þröskuldur enda eru þar engin jöfnunarsæti.“ Dauðu atkvæðin Í Danmörku, Svíþjóð og Noregi séu tiltölulega fá og þau hafi líka verið það lengst af á Íslandi. Eina skiptið sem álíka atkvæði féllu dauð niður var 2013 þegar þau voru tólf prósent. „En almennt talað frá fjórða áratugnum hefur fjöldi dauðra atkvæða verið eitt til sex prósent, oftast tvö til fjögur, en í Finnlandi er töluvert af dauðum atkvæðum af því þar eru engin jöfnunarsæti en kjördæmakerfið býr til innbyggðan þröskuld,“ sagði Ólafur. Ekki sérstakt ósanngirnismál Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks til tuttugu ára og fyrrverandi forseti Alþingis, greip þá orðið til að svara Ólafi. Birgir Ármannsson finnst ekki ósanngjarnt hver mörg atkvæði duttu dauð niður.Stöð 2/Arnar „Þegar verið er að tala um dauð atkvæði þá verðum við að horfa á það að þarna var um að ræða ekki eina blokk atkvæða sem ekki fékk sinn fulltrúa kosinn heldur marga flokka sem ákváðu að bjóða hver í sínu lagi og tóku þar með áhættuna á því að lenda undir þessu marki,“ sagði Birgir. „Forystumenn allra þessara flokka vissu fyrir kosningar hvernig kerfið var. Þeir gátu vitað að þeir gætu verið nálægt þessum mörkum en þeir ákveða engu að síður að bjóða hver fram í sínu lagi,“ bætti hann við. „Mér finnst það að flokkar sem fá lítið fylgi eigi ekki fulltrúa á þingi ekkert sérstakt ósanngirnismál.“ Kerfið hafi virkað ágætlega í meginatriðum Tvö sjónarmið skipti mestu máli þegar kemur að kosningakerfinu í heild að mati Birgis. „Annars vegar að þjóðþingið á að endurspegla vilja kjósenda, svona allavega í meginatriðum. Hins vegar eru öll kosningakerfi með einhverja innbyggða fítusa sem hafa það að markmið að stuðla að einhvers konar starfhæfum meirihluta eða starfhæfu þingi,“ sagði Birgir. Öfgakenndasta dæmið um slíkt kerfi sé það breska. Birgir segist ekki vera sérstakur aðdáandi breytinganna sem gerðar voru á íslenska kosningakerfinu um aldamótin síðustu. Hins vegar telur hann að kerfið hafi virkað „ágætlega í öllum meginatriðum.“ Haukur Arnþórsson nefndi síðan færslu á atkvæðum milli framboða í þeim tilvikum sem framboð komast ekki yfir þröskuldinn. Ákvæði um slíkt sé að finna í stjórnarskránni en hafi ekki verið nýtt nema að litlu leyti. Félagarnir ræddu síðan töluvert lengur áfram um þessi mál og mögulegar breytingar á kerfinu en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sprengisandur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Kristján Kristjánsson fékk þá Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræðing, Birgi Ármannsson fráfarandi þingmann og Hauk Arnþórsson stjórnsýslufræðing til sín í Sprengisand í morgun til að ræða nýafstaðnar kosningar og íslenskt kosningakerfi. Kristján hóf umræðuna á dauðum atkvæðum og spurði hvort úrslitin endurspegluðu vilja kjósenda. „Ef við byrjum á jákvæðum nótum þá endurspegla þau að minnsta kosti vilja kjósenda skár heldur en til dæmis í Bretlandi í síðustu kosningum,“ sagði Ólafur. Þar hafi Verkamannaflokkurinn fengið þriðjung atkvæða en tvo þriðju þingmanna. Íslendingar voru lengi með einmenningskjördæmi og versta dæmið um ójafnvægi milli atkvæða og úrslita var árið 1931 þegar „Framsóknarflokkurinn fékk ríflega þriðjung atkvæða og fékk meirihluta atkvæði.“ Þröskuldar lægri á Norðurlöndunum „Hins vegar held ég að við hljótum að staldra við þegar atkvæði 22 þúsund kjósenda falla dauð í þeim skilningi að þessir kjósendur eiga enga fulltrúa á þinginu,“ sagði Ólafur. Það sé til dæmis meira en Framsóknarflokkurinn fékk í heild sinni í kosningunum. Er þetta sanngjarnt? „Það er náttúrulega matsatriði hvað er sanngjarnt. Mér finnst þetta mjög ósanngjarnt,“ sagði Ólafur. En það fari líka eftir því við hvað Íslendingar vilja miða. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að vegna kerfisins fái um 20 þúsund kjósendur, sem búa allir yfir sambærilegum skoðunum, enga fulltrúa á þingi.Vísir/Vilhelm „Mér finnst að ýmsu leyti eðlilegast að við miðum við Norðurlöndin. Ef við skoðum þau eru þar mismunandi þröskuldar, fjögur prósent þröskuldur í Noregi og Svíþjóð, það er tvö prósent í Danmörku og í Finnlandi er enginn þröskuldur enda eru þar engin jöfnunarsæti.“ Dauðu atkvæðin Í Danmörku, Svíþjóð og Noregi séu tiltölulega fá og þau hafi líka verið það lengst af á Íslandi. Eina skiptið sem álíka atkvæði féllu dauð niður var 2013 þegar þau voru tólf prósent. „En almennt talað frá fjórða áratugnum hefur fjöldi dauðra atkvæða verið eitt til sex prósent, oftast tvö til fjögur, en í Finnlandi er töluvert af dauðum atkvæðum af því þar eru engin jöfnunarsæti en kjördæmakerfið býr til innbyggðan þröskuld,“ sagði Ólafur. Ekki sérstakt ósanngirnismál Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks til tuttugu ára og fyrrverandi forseti Alþingis, greip þá orðið til að svara Ólafi. Birgir Ármannsson finnst ekki ósanngjarnt hver mörg atkvæði duttu dauð niður.Stöð 2/Arnar „Þegar verið er að tala um dauð atkvæði þá verðum við að horfa á það að þarna var um að ræða ekki eina blokk atkvæða sem ekki fékk sinn fulltrúa kosinn heldur marga flokka sem ákváðu að bjóða hver í sínu lagi og tóku þar með áhættuna á því að lenda undir þessu marki,“ sagði Birgir. „Forystumenn allra þessara flokka vissu fyrir kosningar hvernig kerfið var. Þeir gátu vitað að þeir gætu verið nálægt þessum mörkum en þeir ákveða engu að síður að bjóða hver fram í sínu lagi,“ bætti hann við. „Mér finnst það að flokkar sem fá lítið fylgi eigi ekki fulltrúa á þingi ekkert sérstakt ósanngirnismál.“ Kerfið hafi virkað ágætlega í meginatriðum Tvö sjónarmið skipti mestu máli þegar kemur að kosningakerfinu í heild að mati Birgis. „Annars vegar að þjóðþingið á að endurspegla vilja kjósenda, svona allavega í meginatriðum. Hins vegar eru öll kosningakerfi með einhverja innbyggða fítusa sem hafa það að markmið að stuðla að einhvers konar starfhæfum meirihluta eða starfhæfu þingi,“ sagði Birgir. Öfgakenndasta dæmið um slíkt kerfi sé það breska. Birgir segist ekki vera sérstakur aðdáandi breytinganna sem gerðar voru á íslenska kosningakerfinu um aldamótin síðustu. Hins vegar telur hann að kerfið hafi virkað „ágætlega í öllum meginatriðum.“ Haukur Arnþórsson nefndi síðan færslu á atkvæðum milli framboða í þeim tilvikum sem framboð komast ekki yfir þröskuldinn. Ákvæði um slíkt sé að finna í stjórnarskránni en hafi ekki verið nýtt nema að litlu leyti. Félagarnir ræddu síðan töluvert lengur áfram um þessi mál og mögulegar breytingar á kerfinu en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sprengisandur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira