Áfram bendir Hareide á Solskjær Aron Guðmundsson skrifar 9. desember 2024 11:02 Age Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands hefur miklar mætur á Ole Gunnar Solskjær Vísir/Getty Norska úrvalsdeildarfélagið í fótbolta, Molde, er í leit að þjálfara eftir að Erling Moe var sagt upp störfum í kjölfar taps gegn Frederikstad í úrslitaleik norska bikarsins. Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands vill að Ole Gunnar Solskjær taki við norska liðinu. Mark Júlíusar Magnússonar úr fimmtu vítaspyrnu Frederikstad í vítaspyrnukeppni gegn Molde í úrslitaleiknum reyndist síðasti naglinn í kistu Erlings en auk þess að missa af bikarnum endaði Molde í 5.sæti sem getur ekki talist ásættanlegur árangur hjá þessu sigursæla félagi. Hareide stýrði nú Molde sjálfur á sínum tíma og var einnig leikmaður félagsins. Hann er með skýra sýn á það hver ætti að taka við félaginu á þessum krefjandi tímum. Engin annar en Ole Gunnar Solskjær. Solskjær er vel þekktur í knattspyrnuheiminum eftir tíma sinn sem leikmaður Manchester United og norska landsliðsins. Þá hefur hann stýrt Molde áður á sínum þjálfaraferli en einnig verið knattspyrnustjóri Manchester United. En það var akkúrat Erling sem tók við af honum hjá Molde árið 2019. „Hann hefur spilað fyrir félagið og hefur náð árangri sem þjálfari liðsins áður. Þar að auki býr hann yfir mikilli reynslu frá tíma sínum í ensku úrvalsdeildinni,“ segir Hareide um Solskjær í samtali við NRK. Undir stjórn Solskjær varð Molde Noregsmeistari árið 2011 og 2012. Liðið vann svo norska bikarinn árið 2013. Solskjær býr nú í Kristiansund og hefur verið orðaður við fjölmörg störf undanfarna mánuði. „Ég myndi keyra beinustu leið til Kristiansund og ræða við hann,“ bætir Hareide við. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands mælir með Solskjær sem þjálfara í lausa stöðu. Hareide lét hafa það eftir sér í október síðastliðnum að danska knattspyrnusambandið ætti að ráða hann sem þjálfara karlalandsliðs síns. Þá vildi hann einnig að Manchester United myndi ráða Solskjær aftur sem knattspyrnustjóra eftir að Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn. Norski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Sjá meira
Mark Júlíusar Magnússonar úr fimmtu vítaspyrnu Frederikstad í vítaspyrnukeppni gegn Molde í úrslitaleiknum reyndist síðasti naglinn í kistu Erlings en auk þess að missa af bikarnum endaði Molde í 5.sæti sem getur ekki talist ásættanlegur árangur hjá þessu sigursæla félagi. Hareide stýrði nú Molde sjálfur á sínum tíma og var einnig leikmaður félagsins. Hann er með skýra sýn á það hver ætti að taka við félaginu á þessum krefjandi tímum. Engin annar en Ole Gunnar Solskjær. Solskjær er vel þekktur í knattspyrnuheiminum eftir tíma sinn sem leikmaður Manchester United og norska landsliðsins. Þá hefur hann stýrt Molde áður á sínum þjálfaraferli en einnig verið knattspyrnustjóri Manchester United. En það var akkúrat Erling sem tók við af honum hjá Molde árið 2019. „Hann hefur spilað fyrir félagið og hefur náð árangri sem þjálfari liðsins áður. Þar að auki býr hann yfir mikilli reynslu frá tíma sínum í ensku úrvalsdeildinni,“ segir Hareide um Solskjær í samtali við NRK. Undir stjórn Solskjær varð Molde Noregsmeistari árið 2011 og 2012. Liðið vann svo norska bikarinn árið 2013. Solskjær býr nú í Kristiansund og hefur verið orðaður við fjölmörg störf undanfarna mánuði. „Ég myndi keyra beinustu leið til Kristiansund og ræða við hann,“ bætir Hareide við. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands mælir með Solskjær sem þjálfara í lausa stöðu. Hareide lét hafa það eftir sér í október síðastliðnum að danska knattspyrnusambandið ætti að ráða hann sem þjálfara karlalandsliðs síns. Þá vildi hann einnig að Manchester United myndi ráða Solskjær aftur sem knattspyrnustjóra eftir að Erik ten Hag var látinn taka pokann sinn.
Norski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Sjá meira