Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Jón Þór Stefánsson skrifar 9. desember 2024 22:06 Konan var ekin niður á bílastæði skólans. Myndin er úr safni. Getty Tryggingafélagið VÍS, Vátryggingafélag Íslands, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu konu sem fór fram á að félagið myndi greiða henni tæplega 6,5 milljónir króna, auk vaxta, vegna slyss sem hún varð fyrir. Konan vildi raunar fá tæplega ellefu milljónir, en hafði þegar fengið 4,6 milljónir greiddar. Slysið sem málið varðar átti sér stað í byrjun marsmánaðar 2019 á bílastæði skóla þar sem konan stundaði nám í bílamálun og bifreiðasmíði. Bíl skólafélaga hennar var ekið á hana. Hún fór upp á vélarhlíf bílsins og féll síðan af honum á götuna. Konan fékk högg á hné og áverka á mjóbaki og mjöðm. Óumdeilt var í málinu að hún hafði hlotið áverka í slysinu sem hafa valdið varanlegu líkamstjóni og það hafi skert getu hennar til að afla tekna til framtíðar. En samkvæmt matsgerð var varanleg örorka hennar sjö prósent. Í matsgerðinni var lagt til grundvallar að hefði konan ekki lent í slysinu hefði hún lokið náminu og nýtt sér þá menntun til að afla tekna. Þegar matgerðin var gerð hafði konan ekki komist á samning eftir að hafa lokið bóklegu námi. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykajvíkur.Vísir/Vilhelm Matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að vegna skerðingar á álagsgetu og úthaldsþoli gæti starf við bílamálun og bifreiðasmíði verið erfitt þar sem það getur verið líkamlega krefjandi. Í stefnu konunnar vildi hún fá greiðslur bóta fyrir varanlega örorku en útreikningur bótafjárhæðarinnar var miðaður við meðaltekjur iðnmenntaðra við blikksmíði og plötusmíði árið 2019. Hún sagði rétt að taka mið af þessu þar sem námslök hennar í faginu voru fyrirsjáanleg. VÍS taldi svo ekki vera. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konan hafi verið búin með 118 einingar af 129 í bóklegum hluta námsins í bifreiðasímiði, en hún hafði ekki hafið starfsþjálfun sem telur níutíu einingar. Hún var því í heildina búin með 54 prósent tilskilinna eininga. Það var niðurstaða héraðsdóms að námslok konunnar hefðu ekki verið fyrirsjáanleg á slysdegi. Því var VÍS sýknað af kröfum konunnar. Dómsmál Tryggingar Skóla- og menntamál Bílar Bílastæði Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Slysið sem málið varðar átti sér stað í byrjun marsmánaðar 2019 á bílastæði skóla þar sem konan stundaði nám í bílamálun og bifreiðasmíði. Bíl skólafélaga hennar var ekið á hana. Hún fór upp á vélarhlíf bílsins og féll síðan af honum á götuna. Konan fékk högg á hné og áverka á mjóbaki og mjöðm. Óumdeilt var í málinu að hún hafði hlotið áverka í slysinu sem hafa valdið varanlegu líkamstjóni og það hafi skert getu hennar til að afla tekna til framtíðar. En samkvæmt matsgerð var varanleg örorka hennar sjö prósent. Í matsgerðinni var lagt til grundvallar að hefði konan ekki lent í slysinu hefði hún lokið náminu og nýtt sér þá menntun til að afla tekna. Þegar matgerðin var gerð hafði konan ekki komist á samning eftir að hafa lokið bóklegu námi. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykajvíkur.Vísir/Vilhelm Matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að vegna skerðingar á álagsgetu og úthaldsþoli gæti starf við bílamálun og bifreiðasmíði verið erfitt þar sem það getur verið líkamlega krefjandi. Í stefnu konunnar vildi hún fá greiðslur bóta fyrir varanlega örorku en útreikningur bótafjárhæðarinnar var miðaður við meðaltekjur iðnmenntaðra við blikksmíði og plötusmíði árið 2019. Hún sagði rétt að taka mið af þessu þar sem námslök hennar í faginu voru fyrirsjáanleg. VÍS taldi svo ekki vera. Fram kemur í dómi héraðsdóms að konan hafi verið búin með 118 einingar af 129 í bóklegum hluta námsins í bifreiðasímiði, en hún hafði ekki hafið starfsþjálfun sem telur níutíu einingar. Hún var því í heildina búin með 54 prósent tilskilinna eininga. Það var niðurstaða héraðsdóms að námslok konunnar hefðu ekki verið fyrirsjáanleg á slysdegi. Því var VÍS sýknað af kröfum konunnar.
Dómsmál Tryggingar Skóla- og menntamál Bílar Bílastæði Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira