Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Lovísa Arnardóttir skrifar 11. desember 2024 13:39 Árásin átti sér stað í október á þessu ári. Vísir/Vilhelm Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni þar til 10. janúar á næsta ári. Það staðfestir Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari. Maðurinn hefur verið í varðhaldi frá því í október þegar hann var handtekinn. Rannsókn lögreglunnar á málinu lauk í síðasta mánuði og sent til héraðssaksóknara. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið hjá héraðssaksóknara en lögreglan rannsakaði málið sem tilraun til manndráps og til vara sem stórfellda líkamsárás. Fyrrverandi sambýliskona mannsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram í viðtali við Kastljós í vikunni og lýsti þar alvarlegu ofbeldi mannsins gegn henni. Hún sagði réttarkerfið hafa brugðist henni og nefndi í því samhengi höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann réðst svo á hana. Þar sagði hún einnig manninn hafa ráðist að sér með járnkarli. Í greinargerð lögreglunnar sem fylgdi gæsluvarðhaldsúrskurði í málinu segir að talið sé að árásin hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálf sjö um kvöldið 16. október síðastliðinn. Maðurinn hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Í úrskurðinum er einnig haft eftir vitni að það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu eftir að maðurinn var farinn. Hún hafi þá sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Alvarlegri en gert var ráð fyrir Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur jafnframt fram að árásin hafi reynst alvarlegri en upphaflega var gert ráð fyrir. Tveimur dögum eftir árásina hafi borist skýrsla sem lögreglan á Norðurlandi eystra tók af konunni, en konan var á sjúkrahúsi í umdæmi hennar. Þar hafi mjög alvarlegri líkamsárás verið lýst sem hefði getað leitt til dauða konunnar. Hún væri með mikla áverka víðs vegar um líkamann. Meðal annars væri hún tilfinningalaus og máttlaus í annarri hendinni. Svo virðist sem manninum hafi verið sleppt lausum eftir fyrri handtökuna, en eftir að þessi skýrsla barst var hann handtekinn á ný. Vopnafjörður Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Ofbeldi á Vopnafirði Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar líkamsárásar á Vopnafirði Héraðsdómur Austurlands hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um gæsluvarðhald yfir sakborningi sem grunaður er um líkamsárás gegn fyrrum sambýliskonu á Vopnafirði á miðvikudag. 19. október 2024 19:04 Grunaður um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu Einstaklingur var handtekinn á Vopnafirði síðastliðinn miðvikudag grunaður um alvarlega líkamsárás gegn fyrrum sambýliskonu. 19. október 2024 12:41 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á málinu lauk í síðasta mánuði og sent til héraðssaksóknara. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið hjá héraðssaksóknara en lögreglan rannsakaði málið sem tilraun til manndráps og til vara sem stórfellda líkamsárás. Fyrrverandi sambýliskona mannsins, Hafdís Bára Óskarsdóttir, steig fram í viðtali við Kastljós í vikunni og lýsti þar alvarlegu ofbeldi mannsins gegn henni. Hún sagði réttarkerfið hafa brugðist henni og nefndi í því samhengi höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann réðst svo á hana. Þar sagði hún einnig manninn hafa ráðist að sér með járnkarli. Í greinargerð lögreglunnar sem fylgdi gæsluvarðhaldsúrskurði í málinu segir að talið sé að árásin hafi átt sér stað milli klukkan sex og hálf sjö um kvöldið 16. október síðastliðinn. Maðurinn hafi reynt að stinga konuna í kviðinn með járnkarli og reynt að kyrkja hana með verkfærinu með þeim afleiðingum að hún sá hvítt. Í úrskurðinum er einnig haft eftir vitni að það hafi komið að konunni liggjandi á gólfinu eftir að maðurinn var farinn. Hún hafi þá sagt manninn hafa ætlað að drepa sig. Maðurinn var handtekinn í kjölfarið en hann viðurkenndi á vettvangi að hafa ráðist á konuna. Alvarlegri en gert var ráð fyrir Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur jafnframt fram að árásin hafi reynst alvarlegri en upphaflega var gert ráð fyrir. Tveimur dögum eftir árásina hafi borist skýrsla sem lögreglan á Norðurlandi eystra tók af konunni, en konan var á sjúkrahúsi í umdæmi hennar. Þar hafi mjög alvarlegri líkamsárás verið lýst sem hefði getað leitt til dauða konunnar. Hún væri með mikla áverka víðs vegar um líkamann. Meðal annars væri hún tilfinningalaus og máttlaus í annarri hendinni. Svo virðist sem manninum hafi verið sleppt lausum eftir fyrri handtökuna, en eftir að þessi skýrsla barst var hann handtekinn á ný.
Vopnafjörður Heimilisofbeldi Dómsmál Lögreglumál Ofbeldi á Vopnafirði Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar líkamsárásar á Vopnafirði Héraðsdómur Austurlands hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um gæsluvarðhald yfir sakborningi sem grunaður er um líkamsárás gegn fyrrum sambýliskonu á Vopnafirði á miðvikudag. 19. október 2024 19:04 Grunaður um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu Einstaklingur var handtekinn á Vopnafirði síðastliðinn miðvikudag grunaður um alvarlega líkamsárás gegn fyrrum sambýliskonu. 19. október 2024 12:41 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar líkamsárásar á Vopnafirði Héraðsdómur Austurlands hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um gæsluvarðhald yfir sakborningi sem grunaður er um líkamsárás gegn fyrrum sambýliskonu á Vopnafirði á miðvikudag. 19. október 2024 19:04
Grunaður um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu Einstaklingur var handtekinn á Vopnafirði síðastliðinn miðvikudag grunaður um alvarlega líkamsárás gegn fyrrum sambýliskonu. 19. október 2024 12:41