Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Jakob Bjarnar skrifar 12. desember 2024 14:47 Katrín í sínu fyrsta viðtali eftir forseta- og alþingiskosningar. Henni þykir Vinstri græn, sú hreyfing sem hún leiddi um árabil, verða býsna hart dæmd í nýliðnum alþingiskosningum. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra og forsetaframbjóðandi veitti sitt fyrsta viðtal eftir forseta- og alþingiskosningar í Samtalinu hjá Heimi Má í dag sem sýnt verður á Stöð 2 klukkan 19:05 í kvöld. Hún segist hafa upplifað djúpa sorg þegar úrslit nýafstaðinna alþingiskosninga lágu fyrir. Katrín var lengi vinsælasti stjórnmálamaður landsins og 2016 var þrýst á hana að gefa kost á sér í forsetaframboð. Hún lét hins vegar slag standa á þessu ári, sagði af sér sem forsætisráðherra óvinsællrar ríkisstjórnar en tapaði fyrir Höllu Tómasdóttur. Segir Vinstri græn hart dæmd Heimir Már spurði Katrínu hvort það hlyti ekki að vera sárt fyrir hana að sjá hvernig komið væri fyrir þeirri hreyfingu sem hún fór fyrir í ellefu ár; þegar Vinstri græn féllu af þingi. „Ég ætla ekkert að ljúga neinu um það að sunnudaginn eftir kosningar upplifði ég verulega djúpa og mikla sorg. Ég ætla líka að segja að mér fannst við hart dæmd, satt að segja.“ Katrín segist standa á því fastar en fótunum að 25 ár sem Vinstri hreyfingin grænt framboð var á þingi hafi sá flokkur haft alveg ótrúleg áhrif á landsmálin. „Bæði í stjórnarandstöðu fyrir hrun, í ríkisstjórninni sem sinnti endurreisnarstarfi eftir hrun, sem flokkur í stjórnarandstöðu sem ávallt var á vaktinni bæði hvað varðar ýmis mannréttindamál og umhverfisvernd og auðvitað fyrir gildi félagshyggjunnar. Og svo á síðustu sjö árum í ríkisstjórn þar sem ég tel að við höfum náð miklum árangri þó auðvitað hafi ekki allt náðst í gegn,“ sagði Katrín. Katrín segir það athyglisvert að rótttækir flokkar á borð við Vinstri græn, Sósíalista og Pírata hafi ekki náð inn á þing. En það væri tilhneiging um alla Evrópu. Synirnir höfnuðu því að Katrín setti upp ráðuneyti heima Katrín, sem nú starfar meðal annars sem sérlegur sendifulltrúi Hringborðs norðurslóða, sagði það vera spennandi verkefni. Hún væri fegin að vera komin úr hringiðu stjórnmálanna. Hinu pólitíska argaþrasi. Henni þætti vissulega ýmislegt um menn og málefni og það væri nokkuð um að fjölmiðlafólk óskaði eftir því að hún gæfi álit sitt. En hún hafi sagt að þeir væru margir fyrrverandi stjórmálamennirnir sem væru örugglega til í að veita sitt álit. Hún hefði gefið allt sitt og fundið undir lokin að það væri að minnka á tankinum. Klippa: Upplifði djúpa sorg eftir kosningarnar „Mér finnst alls konar en er sátt við að þurfa ekki að taka afstöðu til þess,“ sagði Katrín. Hún hafi áður en forsetakosningarnar komu til verið ákveðin í að bjóða sig ekki aftur fram til Alþingis. Katrin sagðist hafa orðið grautfúl að tapa forsetakosningunum, hún hafi vitanlega stefnt á sigur í þeim kosningum. Hún hafi tekið þá afstöðu að vera heima en orðið um og ó þegar synir hennar voru farnir að spyrja hvort hún þyrfti ekki að fara að fá sér vinnu. Hún hafi verið búin að setja upp hálfgildings ráðuneyti heima fyrir og var farin að skipa þeim fyrir. „Ráðuneytinu heima var hafnað,“ sagði Katrín. Samtalið er í opinni dagskrá að loknum fréttum og annál á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld. Samtalið Alþingiskosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Hringborð norðurslóða Vinstri græn Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira
Katrín var lengi vinsælasti stjórnmálamaður landsins og 2016 var þrýst á hana að gefa kost á sér í forsetaframboð. Hún lét hins vegar slag standa á þessu ári, sagði af sér sem forsætisráðherra óvinsællrar ríkisstjórnar en tapaði fyrir Höllu Tómasdóttur. Segir Vinstri græn hart dæmd Heimir Már spurði Katrínu hvort það hlyti ekki að vera sárt fyrir hana að sjá hvernig komið væri fyrir þeirri hreyfingu sem hún fór fyrir í ellefu ár; þegar Vinstri græn féllu af þingi. „Ég ætla ekkert að ljúga neinu um það að sunnudaginn eftir kosningar upplifði ég verulega djúpa og mikla sorg. Ég ætla líka að segja að mér fannst við hart dæmd, satt að segja.“ Katrín segist standa á því fastar en fótunum að 25 ár sem Vinstri hreyfingin grænt framboð var á þingi hafi sá flokkur haft alveg ótrúleg áhrif á landsmálin. „Bæði í stjórnarandstöðu fyrir hrun, í ríkisstjórninni sem sinnti endurreisnarstarfi eftir hrun, sem flokkur í stjórnarandstöðu sem ávallt var á vaktinni bæði hvað varðar ýmis mannréttindamál og umhverfisvernd og auðvitað fyrir gildi félagshyggjunnar. Og svo á síðustu sjö árum í ríkisstjórn þar sem ég tel að við höfum náð miklum árangri þó auðvitað hafi ekki allt náðst í gegn,“ sagði Katrín. Katrín segir það athyglisvert að rótttækir flokkar á borð við Vinstri græn, Sósíalista og Pírata hafi ekki náð inn á þing. En það væri tilhneiging um alla Evrópu. Synirnir höfnuðu því að Katrín setti upp ráðuneyti heima Katrín, sem nú starfar meðal annars sem sérlegur sendifulltrúi Hringborðs norðurslóða, sagði það vera spennandi verkefni. Hún væri fegin að vera komin úr hringiðu stjórnmálanna. Hinu pólitíska argaþrasi. Henni þætti vissulega ýmislegt um menn og málefni og það væri nokkuð um að fjölmiðlafólk óskaði eftir því að hún gæfi álit sitt. En hún hafi sagt að þeir væru margir fyrrverandi stjórmálamennirnir sem væru örugglega til í að veita sitt álit. Hún hefði gefið allt sitt og fundið undir lokin að það væri að minnka á tankinum. Klippa: Upplifði djúpa sorg eftir kosningarnar „Mér finnst alls konar en er sátt við að þurfa ekki að taka afstöðu til þess,“ sagði Katrín. Hún hafi áður en forsetakosningarnar komu til verið ákveðin í að bjóða sig ekki aftur fram til Alþingis. Katrin sagðist hafa orðið grautfúl að tapa forsetakosningunum, hún hafi vitanlega stefnt á sigur í þeim kosningum. Hún hafi tekið þá afstöðu að vera heima en orðið um og ó þegar synir hennar voru farnir að spyrja hvort hún þyrfti ekki að fara að fá sér vinnu. Hún hafi verið búin að setja upp hálfgildings ráðuneyti heima fyrir og var farin að skipa þeim fyrir. „Ráðuneytinu heima var hafnað,“ sagði Katrín. Samtalið er í opinni dagskrá að loknum fréttum og annál á Stöð 2 klukkan 19:10 í kvöld.
Samtalið Alþingiskosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Hringborð norðurslóða Vinstri græn Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sjá meira