Jólin verða rauð í Manchesterborg Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2024 18:31 Leikmenn United trylltust þegar Amad Diallo skoraði sigurmarkið. Vísir/Getty Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum. Fjörið hófst strax þegar liðsuppstillingarnar voru birtar fyrir leik en þá kom í ljós að hvorki Marcus Rashford né Alejandro Garnacho voru í leikmannahópi Manchester United. Ruben Amorim sagðist vega inn alla mögulega þætti þegar hann veldi leikmenn í leiki og að ákvörðunin að skilja þá félaga eftir hefði verið hans ákvörðun. 🚨⚠️ Rúben Amorim: “I don't want to send a message [to Rashford and Garnacho]. It's simply an evaluation, and they know it”.“The players are really, really smart. Everybody understands my decision. I have to choose. It's just simple selection”. pic.twitter.com/wfkQK905Df— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 15, 2024 Þegar leikurinn sjálfur hófst var hins vegar lítið um fjör til að byrja með. Liðin spiluðu bæði varfærnislega og var lítið sem ekkert um opin færi. Manchester United átti ekki alvöru marktilraun allan fyrri hálfleikinn og heimamenn í Manchester City voru lítið skárri. City nær forystunni Á 36. mínútu tókst Josko Gvardiol hins vegar að koma City í 1-0 þegar hann skoraði með skalla eftir sendingu frá Kevin De Bruyne. Eilítill heppnisstimpill var yfir markinu því sending De Bruyne fór af varnarmanni og skrúfaðist yfir varnarmenn United og datt beint á kollinn á Gvardiol. Strax eftir markið sauð upp úr á milli Kyle Walker og Rasmus Höjlund. Walker braut þá á Dananum sem var allt annað en sáttur og hljóp í átt að enska landsliðsmanninum. Þeir stungu saman nefjum í skamma stund áður en Walker henti sér í jörðina með miklum tilþrifum. Dómarinn Anthony Taylor gaf báðum leikmönnum gult spjald og er óhætt að segja að Walker hafi fengið holskeflu neikvæðra viðbragða yfir sig á samfélagsmiðlum fyrir leikaraskapinn sem hann sýndi. 🗣️ Roy Keane: "How can Walker go down like that? He must be embarrassed. I don't know the guy, but I'm embarrassed for him. It's embarrassing."🗣️ Micah Richards: "He's better than that."🗣️ Roy Keane: "I'm not so sure." pic.twitter.com/KixlYd60hq— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) December 15, 2024 Staðan í hálfleik var 1-0 og fyrstu mínútur síðari hálfleiksins voru álíka rólegar og megnið af fyrri hálfleik. Á 62. mínútu náði Manchester United loksins að ógna marki heimamanna þegar Ederson þurfti að hafa sig allan við að verja góðan skalla Amad Diallo. Gestirnir í United léku betur í síðari hálfleiknum en þeim fyrri. Á 74. mínútu fékk Bruno Fernandes síðan dauðafærið sem beðið var eftir. Hann komst einn gegn Ederson eftir góða sendingu frá Höjlund en vippaði boltanum framhjá markinu. Ótrúlegur viðsnúningur Tíu mínútum síðar gerði Matheus Nunes leikmaður City sig hins vegar sekan um hræðileg mistök. Amad Diallo komst inn í sendingu hans til baka á Ederson, færið virtist vera að renna út í sandinn en þá kom Nunes á sprettinum til baka og braut klaufalega á Diallo og vítaspyrna dæmd. Bruno Fernandes skoraði örugglega úr vítaspyrnunni og staðan orðin 1-1. Bruno Fernandes jafnaði metin fyrir United úr vítaspyrnu.Vísir/Getty Krísa Manchester City kristallaðist síðan tveimur mínútum síðar þegar Amad Diallo fékk sendingu innfyrir vörn City. Hann fór framhjá Ederson sem var í skógarferð og náði að koma boltanum í netið í gegnum klofið á Gvardiol sem náði ekki að hreinsa frá. Diallo kórónaði frábæran síðari hálfleik sinn en hann var besti maður United í leiknum. Ótrúlegar senur og hola Manchester City og Pep Guardiola gerir ekkert nema dýpka. Lið City reyndi hvað það gat að skapa færi til að jafna metin en tókst ekki. Lokatölur 2-1 fyrir Manchester United sem lyftir sér upp í 12. sæti deildarinnar með sigrinum en Manchester City er áfram í 5. sæti og níu stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Enski boltinn
Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum. Fjörið hófst strax þegar liðsuppstillingarnar voru birtar fyrir leik en þá kom í ljós að hvorki Marcus Rashford né Alejandro Garnacho voru í leikmannahópi Manchester United. Ruben Amorim sagðist vega inn alla mögulega þætti þegar hann veldi leikmenn í leiki og að ákvörðunin að skilja þá félaga eftir hefði verið hans ákvörðun. 🚨⚠️ Rúben Amorim: “I don't want to send a message [to Rashford and Garnacho]. It's simply an evaluation, and they know it”.“The players are really, really smart. Everybody understands my decision. I have to choose. It's just simple selection”. pic.twitter.com/wfkQK905Df— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 15, 2024 Þegar leikurinn sjálfur hófst var hins vegar lítið um fjör til að byrja með. Liðin spiluðu bæði varfærnislega og var lítið sem ekkert um opin færi. Manchester United átti ekki alvöru marktilraun allan fyrri hálfleikinn og heimamenn í Manchester City voru lítið skárri. City nær forystunni Á 36. mínútu tókst Josko Gvardiol hins vegar að koma City í 1-0 þegar hann skoraði með skalla eftir sendingu frá Kevin De Bruyne. Eilítill heppnisstimpill var yfir markinu því sending De Bruyne fór af varnarmanni og skrúfaðist yfir varnarmenn United og datt beint á kollinn á Gvardiol. Strax eftir markið sauð upp úr á milli Kyle Walker og Rasmus Höjlund. Walker braut þá á Dananum sem var allt annað en sáttur og hljóp í átt að enska landsliðsmanninum. Þeir stungu saman nefjum í skamma stund áður en Walker henti sér í jörðina með miklum tilþrifum. Dómarinn Anthony Taylor gaf báðum leikmönnum gult spjald og er óhætt að segja að Walker hafi fengið holskeflu neikvæðra viðbragða yfir sig á samfélagsmiðlum fyrir leikaraskapinn sem hann sýndi. 🗣️ Roy Keane: "How can Walker go down like that? He must be embarrassed. I don't know the guy, but I'm embarrassed for him. It's embarrassing."🗣️ Micah Richards: "He's better than that."🗣️ Roy Keane: "I'm not so sure." pic.twitter.com/KixlYd60hq— Football Tweet ⚽ (@Football__Tweet) December 15, 2024 Staðan í hálfleik var 1-0 og fyrstu mínútur síðari hálfleiksins voru álíka rólegar og megnið af fyrri hálfleik. Á 62. mínútu náði Manchester United loksins að ógna marki heimamanna þegar Ederson þurfti að hafa sig allan við að verja góðan skalla Amad Diallo. Gestirnir í United léku betur í síðari hálfleiknum en þeim fyrri. Á 74. mínútu fékk Bruno Fernandes síðan dauðafærið sem beðið var eftir. Hann komst einn gegn Ederson eftir góða sendingu frá Höjlund en vippaði boltanum framhjá markinu. Ótrúlegur viðsnúningur Tíu mínútum síðar gerði Matheus Nunes leikmaður City sig hins vegar sekan um hræðileg mistök. Amad Diallo komst inn í sendingu hans til baka á Ederson, færið virtist vera að renna út í sandinn en þá kom Nunes á sprettinum til baka og braut klaufalega á Diallo og vítaspyrna dæmd. Bruno Fernandes skoraði örugglega úr vítaspyrnunni og staðan orðin 1-1. Bruno Fernandes jafnaði metin fyrir United úr vítaspyrnu.Vísir/Getty Krísa Manchester City kristallaðist síðan tveimur mínútum síðar þegar Amad Diallo fékk sendingu innfyrir vörn City. Hann fór framhjá Ederson sem var í skógarferð og náði að koma boltanum í netið í gegnum klofið á Gvardiol sem náði ekki að hreinsa frá. Diallo kórónaði frábæran síðari hálfleik sinn en hann var besti maður United í leiknum. Ótrúlegar senur og hola Manchester City og Pep Guardiola gerir ekkert nema dýpka. Lið City reyndi hvað það gat að skapa færi til að jafna metin en tókst ekki. Lokatölur 2-1 fyrir Manchester United sem lyftir sér upp í 12. sæti deildarinnar með sigrinum en Manchester City er áfram í 5. sæti og níu stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða.