Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2024 13:07 Benedikta varð fyrir miklum vonbrigðum með tillögu MAST og setur ennfremur spurningamerki við tímasetninguna. Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum. Á heimasíðu MAST í gær birtist tillaga stofnunarinnar að rekstrarleyfi í Seyðisfirði vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að tíu þúsund tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að sex þúsund og fimm hundruð tonn. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, félags um verndun fjarðar, hefur ásamt félögum sínum barist gegn þessum áformum í fjögur ár. „Þetta er bara mikið áfall fyrir okkur sem höfum verið að berjast fyrir hönd meirihluta íbúa á Seyðisfirði gegn þessum áformum, mjög vont að fá þetta núna á meðan starfsstjórn er við völd og rétt fyrir jól þegar allir eru bara á leiðinni í jólafrí og aðventuna og vi höfum til 20. janúar til að bregðast við og við erum í miklu samtali við stofnanir sem hafa með leyfið að gera því við sjáum marga ágalla á því þannig að það er mjög mikið áfall að það þurfi að drífa svona í þessu og maður veltir fyrir sér af hverju þurfið þið að drífa svona i þessu núna og af hverju þessi tímapunktur er valinn.“ Henni finnst sem sjónarmið Seyðfirðinga séu virt að vettugi og að meirihluti sveitarstjórnar Múlaþings hafi ekki talað máli íbúanna. „Það næsta sem tók við var haf- og strandsvæðiskipulag og þar var lofað samráði við íbúa, hagaðilar og íbúar áttu að komast að borðinu áður en haf- og strandsvæðisskipulag var samþykkt, þá liggur fyrir skoðanakönnun sveitarfélagsins Múlaþings sem sýndi að 75% íbúa Seyðisfjarðar voru á móti áformunum og á þetta hefur ekki verið hlustað og þetta er auðvitað algjörlega óásættanlegt.“ „Það á auðvitað að hlusta á íbúana. Það vita allir að þetta er ekki rétt og ég veit að landsmenn standa með Seyðfirðingum og það er mikilvægt að íbúarnir fái að stýra framtíð síns bæjarfélags,“ segir Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar. Sjókvíaeldi Skoðanakannanir Múlaþing Fiskeldi Tengdar fréttir Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42 Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. 22. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Sjá meira
Á heimasíðu MAST í gær birtist tillaga stofnunarinnar að rekstrarleyfi í Seyðisfirði vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að tíu þúsund tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að sex þúsund og fimm hundruð tonn. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, félags um verndun fjarðar, hefur ásamt félögum sínum barist gegn þessum áformum í fjögur ár. „Þetta er bara mikið áfall fyrir okkur sem höfum verið að berjast fyrir hönd meirihluta íbúa á Seyðisfirði gegn þessum áformum, mjög vont að fá þetta núna á meðan starfsstjórn er við völd og rétt fyrir jól þegar allir eru bara á leiðinni í jólafrí og aðventuna og vi höfum til 20. janúar til að bregðast við og við erum í miklu samtali við stofnanir sem hafa með leyfið að gera því við sjáum marga ágalla á því þannig að það er mjög mikið áfall að það þurfi að drífa svona í þessu og maður veltir fyrir sér af hverju þurfið þið að drífa svona i þessu núna og af hverju þessi tímapunktur er valinn.“ Henni finnst sem sjónarmið Seyðfirðinga séu virt að vettugi og að meirihluti sveitarstjórnar Múlaþings hafi ekki talað máli íbúanna. „Það næsta sem tók við var haf- og strandsvæðiskipulag og þar var lofað samráði við íbúa, hagaðilar og íbúar áttu að komast að borðinu áður en haf- og strandsvæðisskipulag var samþykkt, þá liggur fyrir skoðanakönnun sveitarfélagsins Múlaþings sem sýndi að 75% íbúa Seyðisfjarðar voru á móti áformunum og á þetta hefur ekki verið hlustað og þetta er auðvitað algjörlega óásættanlegt.“ „Það á auðvitað að hlusta á íbúana. Það vita allir að þetta er ekki rétt og ég veit að landsmenn standa með Seyðfirðingum og það er mikilvægt að íbúarnir fái að stýra framtíð síns bæjarfélags,“ segir Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar.
Sjókvíaeldi Skoðanakannanir Múlaþing Fiskeldi Tengdar fréttir Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42 Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. 22. nóvember 2024 15:06 Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Sjá meira
Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42
Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. 22. nóvember 2024 15:06