Innlent

Fer úr Efsta­leiti yfir til SFS

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hann tekur við starfinu af Laufeyju Rún Ketilsdóttur sem hætti í haust.
Hann tekur við starfinu af Laufeyju Rún Ketilsdóttur sem hætti í haust. Benedikt Sigurðsson

Benedikt Sigurðsson sagði skilið við fréttastofu RÚV og hefur nú verið ráðinn aftur til starfa hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar starfaði hann áður sem upplýsingafulltrúi.

Hann staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en greint var frá því í vikunni að Benedikt hefði ákveðið að yfirgefa Efstaleitið eftir að hafa starfað þar á fréttadeildinni í tæplega tvö ár.

Það var ekki í fyrsta sinn sem Benedikt kvaddi Ríkisútvarpið en hann starfaði þar upp úr aldamótum áður en hann færði sig yfir til Kaupþings fyrir hrun. Seinna var hann aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um tíma, sem formanns Framsóknarflokksins og svo forsætisráðherra.

Benedikt vildi ekki tjá sig sérstaklega um ástæður vistaskiptanna en Laufey Rún Ketilsdóttir hætti sem upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir fáum mánuðum og hóf störf hjá Miðflokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×