Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Magnús Jochum Pálsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. desember 2024 19:51 Nemendur hlusta á kennara sinn í Muhammad bin al-Qasim Al-Thaqafi-skólanum í Damaskus. Getty Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir sýrlensk skotmörk í tugatali í nótt og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra tilkynnti í dag að hann hygði á frekari landtöku í Golanhæðum milli Ísraels og Sýrlands, þar sem Ísraelsmenn tóku um daginn yfir skilgreint hlutlaust svæði. Ísraelsmenn bera því fyrir sig að aðgerðirnar séu nauðsynlegar þar sem ástandið í Sýrlandi sé ótraust. Ahmed al-Sharaa, áður þekktur sem al-Jolani, leiðtogi sýrlenskra uppreisnarmanna ítrekaði þó í dag að hann hefði engan áhuga á átökum við Ísrael. Ísraelsmenn stæðu í sínum loftárásum undir fölsku yfirskini - það væri ekki forsvaranlegt að nokkurt erlent ríki réðist á Sýrland. Brjóstmynd af Bashar al-Assad sem búið er að eyðileggja.Getty Ætla að koma Austin Tice heim Utanríkisráðherrar frá Bandaríkjunum, Arabalöndum, Tyrklandi og Evrópu funduðu í Jórdaníu um helgina - og þar fékkst í fyrsta sinn staðfest að Bandaríkin hefðu sett sig í samband við samtök áðurnefnds al Sharaa, sem leiddu uppreisnina. „Í fyrsta lagi, já, við höfum verið í sambandi við HTS og við aðra aðila. Við höfum brýnt fyrir öllum sem við höfum verið í sambandi við mikilvægi þess að finna Austin Tice og að koma honum heim,“ sagði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tice er bandarískur blaðamaður sem rænt var í Sýrlandi fyrir tólf árum og ekkert hefur spurst til síðan. Börnin mættu í skólann í fyrsta skiptið Í Damaskus er lífið smám saman að færast í eðlilegt horf, viku eftir að Assad-stjórnin féll. Líflegt var um að litast á skólalóð Nahla Zaidan-skólans í Damaskus í dag, þegar nemendur mættu í fyrsta sinn frá falli stjórnarinnar. „Í dag er fyrstu kennsludagurinn, viku eftir að stjórnin féll. Í dag erum við í frjálsu Sýrlandi. Sýrland leitar alltaf að hinu góða. Við erum að reyna að byggja upp þetta land með þessum börnum sem komu, þótt sum þeirra séu hrædd. Þau komu til að byggja upp Sýrland og lifa sigra þess lands,“ sagði Maysoun al-Ali, skólastjóri Nahla Zaidan-barnaskólans. „Með Guðs vilja verður meiri þróun, meira öryggi og meiri uppbygging í okkar ástkæra landi,“ bætti hún við. Sýrland Bandaríkin Ísrael Tengdar fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir sýrlensk skotmörk í tugatali í nótt og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra tilkynnti í dag að hann hygði á frekari landtöku í Golanhæðum milli Ísraels og Sýrlands, þar sem Ísraelsmenn tóku um daginn yfir skilgreint hlutlaust svæði. Ísraelsmenn bera því fyrir sig að aðgerðirnar séu nauðsynlegar þar sem ástandið í Sýrlandi sé ótraust. Ahmed al-Sharaa, áður þekktur sem al-Jolani, leiðtogi sýrlenskra uppreisnarmanna ítrekaði þó í dag að hann hefði engan áhuga á átökum við Ísrael. Ísraelsmenn stæðu í sínum loftárásum undir fölsku yfirskini - það væri ekki forsvaranlegt að nokkurt erlent ríki réðist á Sýrland. Brjóstmynd af Bashar al-Assad sem búið er að eyðileggja.Getty Ætla að koma Austin Tice heim Utanríkisráðherrar frá Bandaríkjunum, Arabalöndum, Tyrklandi og Evrópu funduðu í Jórdaníu um helgina - og þar fékkst í fyrsta sinn staðfest að Bandaríkin hefðu sett sig í samband við samtök áðurnefnds al Sharaa, sem leiddu uppreisnina. „Í fyrsta lagi, já, við höfum verið í sambandi við HTS og við aðra aðila. Við höfum brýnt fyrir öllum sem við höfum verið í sambandi við mikilvægi þess að finna Austin Tice og að koma honum heim,“ sagði Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tice er bandarískur blaðamaður sem rænt var í Sýrlandi fyrir tólf árum og ekkert hefur spurst til síðan. Börnin mættu í skólann í fyrsta skiptið Í Damaskus er lífið smám saman að færast í eðlilegt horf, viku eftir að Assad-stjórnin féll. Líflegt var um að litast á skólalóð Nahla Zaidan-skólans í Damaskus í dag, þegar nemendur mættu í fyrsta sinn frá falli stjórnarinnar. „Í dag er fyrstu kennsludagurinn, viku eftir að stjórnin féll. Í dag erum við í frjálsu Sýrlandi. Sýrland leitar alltaf að hinu góða. Við erum að reyna að byggja upp þetta land með þessum börnum sem komu, þótt sum þeirra séu hrædd. Þau komu til að byggja upp Sýrland og lifa sigra þess lands,“ sagði Maysoun al-Ali, skólastjóri Nahla Zaidan-barnaskólans. „Með Guðs vilja verður meiri þróun, meira öryggi og meiri uppbygging í okkar ástkæra landi,“ bætti hún við.
Sýrland Bandaríkin Ísrael Tengdar fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11 Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Sjá meira
„Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Uppreisnarmenn sem tekið hafa stjórn á Sýrlandi standa frammi fyrir ærnu verkefni þegar kemur að því að mynda nýja ríkisstjórn og halda ríkinu sameinuðu. Sýrlenska ríkið er í mikilli niðurníðslu og sjóðir ríkisins tómir, samkvæmt starfandi forsætisráðherra. Þá þurfa uppreisnarmennirnir að sannfæra þjóðina og heiminn um að þeir ætli sér ekki að skipta út einni alræðisstjórn fyrir aðra. 12. desember 2024 14:11
Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Leiðtogar uppreisnarmanna sem nú eru við stjórnvölinn í Sýrlandi segja engin grið verða gefin þeim sem báru ábyrgð á pyntingum og morðum í alræmdu fangelsiskerfi stjórnar Bashar al-Assad. 12. desember 2024 07:12