Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2024 14:16 Upphaflega stóð til að framkvæmdir myndu hefjast vorið 2023 ,en þeim var fyrst frestað til haustsins 2023 og svo vorsins 2024. Nú lítur út fyrir að þær hefjist í fyrsta lagi 2031. Vísir/Vilhelm Ekki verður hafist handa við endurbætur á innilaug Sundhallar Reykjavíkur fyrr en í fyrsta lagi árið 2031. Upphaflega stóð til að endurbætur hæfust vorið 2023 og átti þeim að vera lokið 2025. Fram kemur í nýju svari skrifstofu stjórnsýslu Reykjavíkurborgar við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um endurhönnun á sundlaugarbakka innilaugarinnar. Í svarinu segir að að undanförnu hafi verið í vinna í gangi milli Reykjavíkurborgar, VA arkitekta og Minjastofnun um betri útfærslu á laugarbökkum Sundhallarinnar. „Sú vinna hefur skilað sér í lausn sem fellur betur að þeim athugasemdum sem fram hafa komið, þó án þess að gefa afslátt á öryggismálum. Samkvæmt langtímafjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar, verður ekki hafist handa við endurbætur á innilaug Sundhallar fyrr en árið 2031. Frekari útfærsla og endanleg hönnun bíður því þess tíma,“ segir í svarinu. Mikið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar breytingar á innilauginni, enda er Sundhöll Reykjavíkur eitt sögufrægasta hús Íslands. Höllin var hönnuð árið 1929 af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekin í notkun átta árum síðar. Hún var friðuð árið 2004 og nær hún til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Gert er ráð fyrir að núverandi laugarker verði endurgert og hannað en um er að ræða upphaflega kerið frá 1937. Endurgert laugarker verður áfram tvískipt og verður samskonar yfirfallskantur notaður og er á útilauginni. Þá Stendur til að bæta gufuaðstöðu og bæta við pottum uppi á svölum. Búið væri að samþykkja byggingarleyfisumsókn. Ekki að finna í fimm ára plani Í Græna planinu svokallaða, sem finna á má vef borgarinnar, er sérstaklega fjallað um framkvæmdirnar sem fela í sér endurgerð sundlaugarbakkans og laugarkersins í innilaug sem komið sé til ára sinna. Upphaflega hafi staðið til að hefja framkvæmdir vorið 2023, en þeim var fyrst frestað til haustsins 2023 og svo vorsins 2024. Þar segir svo að um síðustu áramót hafi verið vonast er til að haustið 2024 yrðu framkvæmdir byrjaðar og að þær myndi standa yfir allt árið 2025 og hluta árs 2026. Ekkert er minnst á endurbæturnar í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025–2029, sem kynnt var fyrr í mánuðinum. Framkvæmdir hefjst því í fyrsta lagi 2031. Sundlaugar og baðlón Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Fram kemur í nýju svari skrifstofu stjórnsýslu Reykjavíkurborgar við fyrirspurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um endurhönnun á sundlaugarbakka innilaugarinnar. Í svarinu segir að að undanförnu hafi verið í vinna í gangi milli Reykjavíkurborgar, VA arkitekta og Minjastofnun um betri útfærslu á laugarbökkum Sundhallarinnar. „Sú vinna hefur skilað sér í lausn sem fellur betur að þeim athugasemdum sem fram hafa komið, þó án þess að gefa afslátt á öryggismálum. Samkvæmt langtímafjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar, verður ekki hafist handa við endurbætur á innilaug Sundhallar fyrr en árið 2031. Frekari útfærsla og endanleg hönnun bíður því þess tíma,“ segir í svarinu. Mikið hefur verið fjallað um fyrirhugaðar breytingar á innilauginni, enda er Sundhöll Reykjavíkur eitt sögufrægasta hús Íslands. Höllin var hönnuð árið 1929 af Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins og tekin í notkun átta árum síðar. Hún var friðuð árið 2004 og nær hún til ytra og innra borðs laugar, búningsklefa og sturtuklefa. Gert er ráð fyrir að núverandi laugarker verði endurgert og hannað en um er að ræða upphaflega kerið frá 1937. Endurgert laugarker verður áfram tvískipt og verður samskonar yfirfallskantur notaður og er á útilauginni. Þá Stendur til að bæta gufuaðstöðu og bæta við pottum uppi á svölum. Búið væri að samþykkja byggingarleyfisumsókn. Ekki að finna í fimm ára plani Í Græna planinu svokallaða, sem finna á má vef borgarinnar, er sérstaklega fjallað um framkvæmdirnar sem fela í sér endurgerð sundlaugarbakkans og laugarkersins í innilaug sem komið sé til ára sinna. Upphaflega hafi staðið til að hefja framkvæmdir vorið 2023, en þeim var fyrst frestað til haustsins 2023 og svo vorsins 2024. Þar segir svo að um síðustu áramót hafi verið vonast er til að haustið 2024 yrðu framkvæmdir byrjaðar og að þær myndi standa yfir allt árið 2025 og hluta árs 2026. Ekkert er minnst á endurbæturnar í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025–2029, sem kynnt var fyrr í mánuðinum. Framkvæmdir hefjst því í fyrsta lagi 2031.
Sundlaugar og baðlón Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira