Fótbolti

Ronaldo fékk sömu jóla­gjöf og liðsfélagarnir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo er fyrirliði Al Nassr og langlaunahæsti leikmaður félagsins en enginn knattspyrnumaður í heiminum fær jafnhá laun.
Cristiano Ronaldo er fyrirliði Al Nassr og langlaunahæsti leikmaður félagsins en enginn knattspyrnumaður í heiminum fær jafnhá laun. Getty/Al Nassr

Sádi-arabíska félagið Al Nassr gerði ekki upp á milli leikmanna sinna þegar félagið úthlutaði jólagjöfum sínum í ár. Það kostaði líka sitt.

Cristiano Ronaldo leikur með félaginu en hann fékk sömu gjöf og allir hinir leikmenn liðsins.

Það var samt enginn að kvarta því allir leikmenn liðsins fengu glæsilega BMW bifreið í jólagjöf. Ronaldo lét mynda sig við bílinn fyrir samfélagsmiðla félagsins.

Þetta er nýjasta módelið af BMW og hver bíll kosar 155 þúsund evrur eða 22,5 milljónir íslenskra króna.

Hvað fékkst þú frá fyrirtækinu þínu í jólagjöf?

Ronaldo gæti nú keypt sér ansi marga svona bíla fyrir launin sen hann fær hjá Al Nassr. Ronaldo er að fá 213 milljónir Bandaríkjadala á ári eða meira en 29,5 milljarða króna.

Ronaldo er að fá 24,4 þúsund dollara í laun á klukkutímann eða um 3,4 milljónir í íslenskum krónum. Það tekur hann því tæpa sjö klukkutíma að vinna fyrir bílnum þótt að BMW-inn sé vissulega rándýr.

Cristiano Ronaldo lék 39 leiki með Al Nassr í öllum keppnum á árinu og var með 36 mörk og 5 stoðsendingar í þeim. Það liðu 94 mínútur á milli marka hjá honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×