Innlent

Mögu­lega tíðindi fyrir jól

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Formenn Samfylkingar, Flokks fólksins og Viðreisnar halda spilunum þétt að sér í stjórnarmyndunarviðræðum en þó er búist við tíðindum á næstu dögum.
Formenn Samfylkingar, Flokks fólksins og Viðreisnar halda spilunum þétt að sér í stjórnarmyndunarviðræðum en þó er búist við tíðindum á næstu dögum. Vísir

Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda áfram í dag. Mögulega er búist við að formenn flokkanna kynni stjórnarsáttmála fyrir jól, jafnvel strax á laugardag.

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda í dag áfram vinnu við að skrifa stjórnarsáttmála flokkanna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu gengur vel og samstarf formannanna heldur áfram að styrkjast. Þær hafa enn ekki boðið til fundar með þingflokkum sínum til að kynna áherslurnar en búist er að það verði á næstu dögum. Þá sé jafnvel  búist við að þær kynni nýjan stjórnarsáttmála fyrir jól.

 Í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup kemur fram að langflestir svarendur vilja sjá ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins eða ríflega tveir af hverjum fimm. Fjórtán prósent vilja stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins og tólf prósent stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Framsóknarflokks.


Tengdar fréttir

Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um

Ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er það sem langflestir svarendur í þjóðarpúlsi Gallups segjast vilja sjá. Meirihluti svarenda er sáttur við úrslit alþingiskosninganna í síðasta mánuði.

Sterkt samband formanna gott veganesti

Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins halda eftir hádegi áfram vinnu við að skrifa stjórnarsáttmála flokkanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segist enn bjartsýn á að það takist að mynda nýja ríkisstjórn fyrir áramótin.

Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið

„Þetta slær mig alveg hrikalega illa ef þetta er satt. Þetta er alveg með ólíkindum ef satt er. Vörn Bjarna byggðist öll á því þegar hann var gagnrýndur í fjölmiðlum að þetta væri  allt hefðbundið, þetta væri bara það sama, þetta væri augljóst og hefði alltaf gerst hvort sem var.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×