Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2024 12:47 Víkingar eiga sér rosa góðan draum um að komast áfram í Sambandsdeild Evrópu. Þeir gætu þá mögulega mætt liði á borð við Real Betis í umspilsleikjum í febrúar, um sæti í 16-liða úrslitum. Vísir/Ernir Víkingar þurfa stig gegn LASK í Austurríki í kvöld til þess að þurfa ekki að treysta á nein önnur úrslit, í lokaumferð deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta. Þeir eiga þó ágæta von um að komast á næsta stig keppninnar. Allir átján leikir kvöldsins hefjast á sama tíma, eða klukkan 20 á Íslandi, og verður leikur Víkings í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Víkingar eru sem stendur í 19. sæti af 36 liðum, með sjö stig. Sá stigafjöldi gæti dugað liðinu til vera í hópi þeirra 24 liða sem komast áfram, og hafa verið taldar yfirgnæfandi líkur á að Víkingar nái því. Sigur kæmi Víkingi í efri flokk Liðin sem enda í 1.-8. sæti komast beint í 16-liða úrslit (sá möguleiki er úr sögunni fyrir Víkinga) en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil í febrúar. Ef Víkingar vinna í dag tryggja þeir sér sæti í efri styrkleikaflokki fyrir umspilið. Umspilið Dregið verður í umspil um sæti í 16-liða úrslitum á morgun klukkan 12. Í umspilinu eru átta einvígi þar sem spilað er heima og að heiman. Liðin sem enda í 9.-16. sæti verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður og liðin í 17.-24. sæti í neðri flokknum. Liðunum er skipt enn frekar niður og munu liðin í 9.-10. sæti geta dregist gegn liðum í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti gegn 21.-22. sæti, liðin í 13.-14. sæti gegn 19.-20. sæti, og liðin í 15.-16. sæti gegn 17.-18. sæti. Úr því að Víkingar eru í 19. sæti mega þeir því í mesta lagi missa fimm lið upp fyrir sig, svo þeir komist í umspilið. Ef þeir tapa í kvöld munu úrslit í níu öðrum leikjum ráða örlögum þeirra. Leikina níu má sjá neðar í greininni. Hér má sjá stöðuna í deildinni en séu lið jöfn að stigum ræður markatala hvort liðanna er ofar (og svo skoruð mörk séu lið enn jöfn, og svo skoruð mörk á útivelli, og svo sigrar og útivallarsigrar): St Lið Le S J T MS MÁ MT St Framhald 1 Chelsea 5 5 0 0 21 4 +17 15 Komast í 16-liða úrslit 2 Vitória de Guimarães 5 4 1 0 12 5 +7 13 3 Fiorentina 5 4 0 1 17 6 +11 12 4 Legia Warsaw 5 4 0 1 12 2 +10 12 5 Lugano 5 4 0 1 9 5 +4 12 6 Shamrock Rovers 5 3 2 0 11 4 +7 11 7 Cercle Brugge 5 3 1 1 13 6 +7 10 8 Jagiellonia Białystok 5 3 1 1 10 5 +5 10 9 Rapid Wien 5 3 1 1 8 5 +3 10 Komast í umspil (efri styrkleikaflokkur) 10 APOEL 5 3 1 1 7 4 +3 10 11 Djurgårdens IF 5 3 1 1 8 6 +2 10 12 Pafos 5 3 0 2 9 5 +4 9 13 Gent 5 3 0 2 8 7 +1 9 14 Olimpija Ljubljana 5 3 0 2 7 6 +1 9 15 1. FC Heidenheim 5 3 0 2 6 6 0 9 16 Copenhagen 5 2 2 1 8 6 +2 8 17 Real Betis 5 2 1 2 5 5 0 7 Komast í umspil (neðri styrkleikaflokkur) 18 Panathinaikos 5 2 1 2 6 7 −1 7 19 Víkingur Reykjavík 5 2 1 2 6 7 −1 7 20 Borac Banja Luka 5 2 1 2 4 7 −3 7 21 Omonia 5 2 0 3 7 7 0 6 22 Mladá Boleslav 5 2 0 3 4 6 −2 6 23 Heart of Midlothian 5 2 0 3 4 7 −3 6 24 İstanbul Başakşehir 5 1 2 2 8 11 −3 5 25 Celje 5 1 1 3 10 11 −1 4 26 Molde 5 1 1 3 6 8 −2 4 27 TSC 5 1 1 3 6 10 −4 4 28 Astana 5 1 1 3 3 7 −4 4 29 HJK 5 1 1 3 3 8 −5 4 30 St. Gallen 5 1 1 3 9 17 −8 4 31 Noah 5 1 1 3 3 12 −9 4 32 The New Saints 5 1 0 4 3 7 −4 3 33 Dinamo Minsk 5 1 0 4 4 9 −5 3 34 LASK 5 0 2 3 3 13 −10 2 35 Petrocub Hîncești 5 0 1 4 2 11 −9 1 36 Larne 5 0 0 5 2 12 −10 0 Það sem stuðningsmenn Víkings ættu helst að vonast eftir er til að mynda að Borac og Omonia geri ekki jafntefli í kvöld, því þá komast bæði upp fyrir Víkinga ef þeir tapa, og að Celje, Hearts, Basaksehir, Astana og TSC vinni ekki sína leiki. Hér eru leikirnir sem skipta Víkinga máli, ef Víkingur nær ekki í stig í Austurríki í kvöld: Borac – Omonia: Annað liðið upp fyrir Víking með sigri, bæði ef jafntefli. Molde – Boleslav: Annað liðið upp fyrir Víking en ekki bæði. Celje – The New Saints: Celje þarf sigur til að komast upp fyrir Víking. Hearts – Petrocub: Hearts þarf sigur til að fara upp fyrir Víking, jafntefli nóg ef Víkingur tapar með +3 marka mun. Cercle Brugge – Basaksehir: Basaksehir þarf sigur til að fara upp fyrir Víking. APOEL – Astana: Astana þarf sigur og að minnsta kosti þriggja marka sveiflu í markatölu (t.d. 2-3 sigur Astana og 2-0 tap Víkings), til að fara upp fyrir Víking. Real Betis – HJK: HJK þarf sigur og að minnsta kosti fjögurra marka sveiflu í markatölu, til að fara upp fyrir Víking. Heidenheim – St. Gallen: Gallen þarf sigur og að minnsta kosti sjö marka sveiflu í markatölu, til að fara upp fyrir Víking. TSC – Noah: Annað liðið þarf að vinna til að komast upp fyrir Víking. TSC þarf að minnsta kosti þriggja marka sveiflu en Noah átta marka. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Í beinni: Aston Villa - PSG | Brött brekka fyrir heimamenn Í kvöld: Dortmund - Barcelona | Óvinnandi verk eða hvað? Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Sjá meira
Allir átján leikir kvöldsins hefjast á sama tíma, eða klukkan 20 á Íslandi, og verður leikur Víkings í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Víkingar eru sem stendur í 19. sæti af 36 liðum, með sjö stig. Sá stigafjöldi gæti dugað liðinu til vera í hópi þeirra 24 liða sem komast áfram, og hafa verið taldar yfirgnæfandi líkur á að Víkingar nái því. Sigur kæmi Víkingi í efri flokk Liðin sem enda í 1.-8. sæti komast beint í 16-liða úrslit (sá möguleiki er úr sögunni fyrir Víkinga) en liðin í 9.-24. sæti fara í umspil í febrúar. Ef Víkingar vinna í dag tryggja þeir sér sæti í efri styrkleikaflokki fyrir umspilið. Umspilið Dregið verður í umspil um sæti í 16-liða úrslitum á morgun klukkan 12. Í umspilinu eru átta einvígi þar sem spilað er heima og að heiman. Liðin sem enda í 9.-16. sæti verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður og liðin í 17.-24. sæti í neðri flokknum. Liðunum er skipt enn frekar niður og munu liðin í 9.-10. sæti geta dregist gegn liðum í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti gegn 21.-22. sæti, liðin í 13.-14. sæti gegn 19.-20. sæti, og liðin í 15.-16. sæti gegn 17.-18. sæti. Úr því að Víkingar eru í 19. sæti mega þeir því í mesta lagi missa fimm lið upp fyrir sig, svo þeir komist í umspilið. Ef þeir tapa í kvöld munu úrslit í níu öðrum leikjum ráða örlögum þeirra. Leikina níu má sjá neðar í greininni. Hér má sjá stöðuna í deildinni en séu lið jöfn að stigum ræður markatala hvort liðanna er ofar (og svo skoruð mörk séu lið enn jöfn, og svo skoruð mörk á útivelli, og svo sigrar og útivallarsigrar): St Lið Le S J T MS MÁ MT St Framhald 1 Chelsea 5 5 0 0 21 4 +17 15 Komast í 16-liða úrslit 2 Vitória de Guimarães 5 4 1 0 12 5 +7 13 3 Fiorentina 5 4 0 1 17 6 +11 12 4 Legia Warsaw 5 4 0 1 12 2 +10 12 5 Lugano 5 4 0 1 9 5 +4 12 6 Shamrock Rovers 5 3 2 0 11 4 +7 11 7 Cercle Brugge 5 3 1 1 13 6 +7 10 8 Jagiellonia Białystok 5 3 1 1 10 5 +5 10 9 Rapid Wien 5 3 1 1 8 5 +3 10 Komast í umspil (efri styrkleikaflokkur) 10 APOEL 5 3 1 1 7 4 +3 10 11 Djurgårdens IF 5 3 1 1 8 6 +2 10 12 Pafos 5 3 0 2 9 5 +4 9 13 Gent 5 3 0 2 8 7 +1 9 14 Olimpija Ljubljana 5 3 0 2 7 6 +1 9 15 1. FC Heidenheim 5 3 0 2 6 6 0 9 16 Copenhagen 5 2 2 1 8 6 +2 8 17 Real Betis 5 2 1 2 5 5 0 7 Komast í umspil (neðri styrkleikaflokkur) 18 Panathinaikos 5 2 1 2 6 7 −1 7 19 Víkingur Reykjavík 5 2 1 2 6 7 −1 7 20 Borac Banja Luka 5 2 1 2 4 7 −3 7 21 Omonia 5 2 0 3 7 7 0 6 22 Mladá Boleslav 5 2 0 3 4 6 −2 6 23 Heart of Midlothian 5 2 0 3 4 7 −3 6 24 İstanbul Başakşehir 5 1 2 2 8 11 −3 5 25 Celje 5 1 1 3 10 11 −1 4 26 Molde 5 1 1 3 6 8 −2 4 27 TSC 5 1 1 3 6 10 −4 4 28 Astana 5 1 1 3 3 7 −4 4 29 HJK 5 1 1 3 3 8 −5 4 30 St. Gallen 5 1 1 3 9 17 −8 4 31 Noah 5 1 1 3 3 12 −9 4 32 The New Saints 5 1 0 4 3 7 −4 3 33 Dinamo Minsk 5 1 0 4 4 9 −5 3 34 LASK 5 0 2 3 3 13 −10 2 35 Petrocub Hîncești 5 0 1 4 2 11 −9 1 36 Larne 5 0 0 5 2 12 −10 0 Það sem stuðningsmenn Víkings ættu helst að vonast eftir er til að mynda að Borac og Omonia geri ekki jafntefli í kvöld, því þá komast bæði upp fyrir Víkinga ef þeir tapa, og að Celje, Hearts, Basaksehir, Astana og TSC vinni ekki sína leiki. Hér eru leikirnir sem skipta Víkinga máli, ef Víkingur nær ekki í stig í Austurríki í kvöld: Borac – Omonia: Annað liðið upp fyrir Víking með sigri, bæði ef jafntefli. Molde – Boleslav: Annað liðið upp fyrir Víking en ekki bæði. Celje – The New Saints: Celje þarf sigur til að komast upp fyrir Víking. Hearts – Petrocub: Hearts þarf sigur til að fara upp fyrir Víking, jafntefli nóg ef Víkingur tapar með +3 marka mun. Cercle Brugge – Basaksehir: Basaksehir þarf sigur til að fara upp fyrir Víking. APOEL – Astana: Astana þarf sigur og að minnsta kosti þriggja marka sveiflu í markatölu (t.d. 2-3 sigur Astana og 2-0 tap Víkings), til að fara upp fyrir Víking. Real Betis – HJK: HJK þarf sigur og að minnsta kosti fjögurra marka sveiflu í markatölu, til að fara upp fyrir Víking. Heidenheim – St. Gallen: Gallen þarf sigur og að minnsta kosti sjö marka sveiflu í markatölu, til að fara upp fyrir Víking. TSC – Noah: Annað liðið þarf að vinna til að komast upp fyrir Víking. TSC þarf að minnsta kosti þriggja marka sveiflu en Noah átta marka.
Umspilið Dregið verður í umspil um sæti í 16-liða úrslitum á morgun klukkan 12. Í umspilinu eru átta einvígi þar sem spilað er heima og að heiman. Liðin sem enda í 9.-16. sæti verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður og liðin í 17.-24. sæti í neðri flokknum. Liðunum er skipt enn frekar niður og munu liðin í 9.-10. sæti geta dregist gegn liðum í 23.-24. sæti, liðin í 11.-12. sæti gegn 21.-22. sæti, liðin í 13.-14. sæti gegn 19.-20. sæti, og liðin í 15.-16. sæti gegn 17.-18. sæti.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Í beinni: Aston Villa - PSG | Brött brekka fyrir heimamenn Í kvöld: Dortmund - Barcelona | Óvinnandi verk eða hvað? Í beinni: Þróttur - Fram | Fyrsti leikur Framkvenna í efstu deild í 37 ár Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Titilvörnin hefst gegn nágrönnunum Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Sjá meira