Hákon kom inn á fyrir Mark Flekken á 36. mínútu eftir að sá síðarnefndi þurfti að fara af velli vegna meiðsla.
🇮🇸🐝
— Brentford FC (@BrentfordFC) December 27, 2024
Hákon on #PL debut 👏 pic.twitter.com/ZrLZq679wU
Heimamenn í Brighton höfðu ógnað meira fram að innkomu Hákons, en gestirnir höfðu hins vegar komið boltanum í netið á 14. mínútu. Það mark var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu.
Hákon og félagar héldu áfram að liggja aftarlega á vellinum eftir innkomu íslenska markvarðarins og reyndi að beita skyndisóknum.
Hvorugu liðinu tókst hins vegar að koma boltanum í netið á löglegan hátt og niðurstaðan varð því markalaust jafntefli.
Brighton situr nú í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig eftir 18 leiki, tveimur stigum meira en Hákon og félagar sem sitja í 11. sæti.