„Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. desember 2024 17:00 Læknirinn Oddur Þórir Þórarinsson segir engan lækni hafa fengist til að vinna yfir jólahátíðina í Rangársýslu vegna undirboðs HSU. Þetta sé ríkjandi í héraðinu. Vísir/Vilhelm/Aðsend Læknir segir læknalaust á Rangárvallasýslu vegna þess að Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur markvisst auglýst starfið með kjörum undir gildandi kjarasamningum til að fæla frá verktaka. Hérað HSU sé eyðimörk hvað varðar mönnun í dag. Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum en nú er einn læknir þessa dagana á vakt í allri sýslunni. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sagði í samtali við Vísi að unnið væri á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu. Læknirinn Oddur Þórir Þórarinsson dregur upp aðra mynd af stöðunni og aðgerðum HSU til að bregðast við mönnunarvandanum. Hann segir læknalaust í Rangárþingi því stofnunin hafi auglýst starfið með launakjörum sem eru undir gildandi kjarasamningi og langt undir markaðslaunum heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Auglýsingarnar hurfu á einu bretti Málið rekur Oddur aftur til sumars þegar auglýsingar fyrir störf HSU inni á síðunni Heka.is vöktu athygli vegna launakjara sem voru langt undir markaðslaunum. Inni á síðunni geta opinberar heilbrigðisstofnanir auglýst laus störf fyrir heilbrigðisstarfsfólk, ýmist til langs tíma eða tímabundið. Oddur segir að umræða um málið hafi vaknað á Facebook-hópnum „Laus læknastörf á landsbyggðinni,“ sem er um þúsund manna hópur lækna sem sinna störfum á landsbyggðinni og forsvarsmanna stofnanna sem auglýsa þar inni. „Síðan set ég færslu þangað inn 22. ágúst og bendi á að þessi launakjör eru algjörlega óboðleg. Öllum auglýsingum frá HSU inni á Heka.is er eytt sama dag, um kvöldið,“ segir hann. „Síðan hafa störf á Rangárþingi ekki verið auglýst formlega. Það hefur verið reynt að auglýsa þau maður á mann en það stendur eftir að launakjörin eru langtum lakari heldur en markaðslaun í dag og í einhverjum tilvikum lægri en kjarasamningur.“ Kjör, húsnæði og ferðakostnaður lakari en annars staðar Hann segir að þetta eigi líka við um jólahátíðina núna. Fimm daga jólavakt hafi verið auglýst, fyrst fyrir 540 þúsund og síðan uppfærð fyrir 600 þúsund. „Sami tími í sambærilegu héraði er ekki undir milljón, fyrir utan það að öll önnur héruð bjóða húsnæði og ferðakostnað,“ segir Oddur. Þetta eru því ekki bara launakjörin sem eru lakari en annars staðar? „Eins og með jólahátíðina, sá sem ætlar að sinna Rangárþingi verður að flytja með fjölskylduna í Rangárþing yfir jólin og honum er ekki boðið upp á húsnæði. Hann getur vissulega leigt húsnæði af stofnuninni en praktískt séð hvernig ætti þetta ganga upp?“ segir Oddur. Svæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er ansi víðfemt og telur rúmlega 35 þúsund manns auk fjölda ferðamanna sem ferðast um héraðið. Hver er skýringin á þessu markvissa undirboði? „Þau hafa haft það markmið að fá læknana fastráðna og það er í sjálfu sér alveg göfugt markmið. Þess vegna hafa þau reynt að gera verktökuna eins óaðlaðandi eins og hægt er,“ segir Oddur og spyr svo: „Ef þig vantar starfsmann einhvers staðar er þá trixið að gera starfið óaðlaðandi fyrir alla og vona að einhver komi og fastráði sig?“ Hann segir orðspor stofnunarinnar hafa borið hnekki vegna þessarar stefnu. Húsnæðið sem læknum hefur verið boðið upp á sé sömuleiðis ekki fjölskyldufólki bjóðandi. Sá sem býður lökustu kjörin fær ekki starfsfólk Hvernig sérðu fyrir þér framhaldið hjá HSU? „Þau eru búin að auglýsa störfin, bæði búin að reyna að semja við starfsmannaleigu í Póllandi og svo voru störfin auglýst í Danmörku. Mér vitandi er enginn læknir í vinnu í Rangárþingi og hefur ekki tekist að ráða lækni,“ segir Oddur. „Það er staðreynd að það eru of fáir læknar á Íslandi í dag og sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann.“ Hvers vegna er þetta svona slæmt hjá HSU en ekki hjá öðrum? „Af því aðrar heilbrigðisstofnanir hafa verið að bjóða markaðslaun sem eru hærri en kjarasamningur. Við getum ekkert neitað því. Ef þú yfirborgar kjarasamninginn færðu starfsfólk umfram til dæmi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ef þú ætlar að undirbjóða kjarasamning eins og HSU þá færðu engan starfsmann,“ segir hann. Er þetta bara þá spurning um stefnuna eða snýr þetta að sparnaði? „Þetta er meðvituð ákvörðun stjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til að gera starfið óaðlaðandi.“ Hérað HSU eyðimörk hvað varðar mönnun Oddur segir mönnunarvanda ráðandi í öllu umdæmi HSU. „Það eiga að vera þrír læknar í Rangárþingi, það er enginn. Það á að vera einn læknir í Vík í Mýrdal, það er einn verktaki sem er kominn yfir sjötugt. Það á að vera einn læknir á Kirkjubæjarklaustri, þar er enginn læknir heldur hjúkrunafræðingur og afleysingarlæknar sem manna þetta. Það eiga að vera tveir læknar á Höfn en þar er einn læknir og það er líka undirmönnun í Árnessýslu og Vestmannaeyjum. „Allt hérað HSU er eyðimörk hvað varðar mönnun í dag.“ Vegna stærðar svæðisins og þeirra atvika sem geta komið þar upp sé héraðið býsna erfitt. „Það er F1-F2-vakt það er að segja læknir sem er á vakt er ekki að sinna smávægilegum málum, það fer allt á Selfoss. En læknir kemur með í öll meiriháttar útköll og þau eru vissulega ekkert mörg en þau sem koma eru oft mjög alvarleg. Þess vegna ertu líka að gera sjúkraflutningamönnum á svæðinu mikinn óleik með því að skilja þá eina eftir í þessum aðstæðum,“ segir Oddur. Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Mýrdalshreppur Vestmannaeyjar Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira
Enginn læknir var á vakt í Rangárvallasýslu á jóladag og annan í jólum en nú er einn læknir þessa dagana á vakt í allri sýslunni. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar og heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sagði í samtali við Vísi að unnið væri á fullum krafti að tryggja mönnun lækna í Rangárvallasýslu. Læknirinn Oddur Þórir Þórarinsson dregur upp aðra mynd af stöðunni og aðgerðum HSU til að bregðast við mönnunarvandanum. Hann segir læknalaust í Rangárþingi því stofnunin hafi auglýst starfið með launakjörum sem eru undir gildandi kjarasamningi og langt undir markaðslaunum heilbrigðisstarfsmanna á Íslandi. Auglýsingarnar hurfu á einu bretti Málið rekur Oddur aftur til sumars þegar auglýsingar fyrir störf HSU inni á síðunni Heka.is vöktu athygli vegna launakjara sem voru langt undir markaðslaunum. Inni á síðunni geta opinberar heilbrigðisstofnanir auglýst laus störf fyrir heilbrigðisstarfsfólk, ýmist til langs tíma eða tímabundið. Oddur segir að umræða um málið hafi vaknað á Facebook-hópnum „Laus læknastörf á landsbyggðinni,“ sem er um þúsund manna hópur lækna sem sinna störfum á landsbyggðinni og forsvarsmanna stofnanna sem auglýsa þar inni. „Síðan set ég færslu þangað inn 22. ágúst og bendi á að þessi launakjör eru algjörlega óboðleg. Öllum auglýsingum frá HSU inni á Heka.is er eytt sama dag, um kvöldið,“ segir hann. „Síðan hafa störf á Rangárþingi ekki verið auglýst formlega. Það hefur verið reynt að auglýsa þau maður á mann en það stendur eftir að launakjörin eru langtum lakari heldur en markaðslaun í dag og í einhverjum tilvikum lægri en kjarasamningur.“ Kjör, húsnæði og ferðakostnaður lakari en annars staðar Hann segir að þetta eigi líka við um jólahátíðina núna. Fimm daga jólavakt hafi verið auglýst, fyrst fyrir 540 þúsund og síðan uppfærð fyrir 600 þúsund. „Sami tími í sambærilegu héraði er ekki undir milljón, fyrir utan það að öll önnur héruð bjóða húsnæði og ferðakostnað,“ segir Oddur. Þetta eru því ekki bara launakjörin sem eru lakari en annars staðar? „Eins og með jólahátíðina, sá sem ætlar að sinna Rangárþingi verður að flytja með fjölskylduna í Rangárþing yfir jólin og honum er ekki boðið upp á húsnæði. Hann getur vissulega leigt húsnæði af stofnuninni en praktískt séð hvernig ætti þetta ganga upp?“ segir Oddur. Svæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands er ansi víðfemt og telur rúmlega 35 þúsund manns auk fjölda ferðamanna sem ferðast um héraðið. Hver er skýringin á þessu markvissa undirboði? „Þau hafa haft það markmið að fá læknana fastráðna og það er í sjálfu sér alveg göfugt markmið. Þess vegna hafa þau reynt að gera verktökuna eins óaðlaðandi eins og hægt er,“ segir Oddur og spyr svo: „Ef þig vantar starfsmann einhvers staðar er þá trixið að gera starfið óaðlaðandi fyrir alla og vona að einhver komi og fastráði sig?“ Hann segir orðspor stofnunarinnar hafa borið hnekki vegna þessarar stefnu. Húsnæðið sem læknum hefur verið boðið upp á sé sömuleiðis ekki fjölskyldufólki bjóðandi. Sá sem býður lökustu kjörin fær ekki starfsfólk Hvernig sérðu fyrir þér framhaldið hjá HSU? „Þau eru búin að auglýsa störfin, bæði búin að reyna að semja við starfsmannaleigu í Póllandi og svo voru störfin auglýst í Danmörku. Mér vitandi er enginn læknir í vinnu í Rangárþingi og hefur ekki tekist að ráða lækni,“ segir Oddur. „Það er staðreynd að það eru of fáir læknar á Íslandi í dag og sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann.“ Hvers vegna er þetta svona slæmt hjá HSU en ekki hjá öðrum? „Af því aðrar heilbrigðisstofnanir hafa verið að bjóða markaðslaun sem eru hærri en kjarasamningur. Við getum ekkert neitað því. Ef þú yfirborgar kjarasamninginn færðu starfsfólk umfram til dæmi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ef þú ætlar að undirbjóða kjarasamning eins og HSU þá færðu engan starfsmann,“ segir hann. Er þetta bara þá spurning um stefnuna eða snýr þetta að sparnaði? „Þetta er meðvituð ákvörðun stjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til að gera starfið óaðlaðandi.“ Hérað HSU eyðimörk hvað varðar mönnun Oddur segir mönnunarvanda ráðandi í öllu umdæmi HSU. „Það eiga að vera þrír læknar í Rangárþingi, það er enginn. Það á að vera einn læknir í Vík í Mýrdal, það er einn verktaki sem er kominn yfir sjötugt. Það á að vera einn læknir á Kirkjubæjarklaustri, þar er enginn læknir heldur hjúkrunafræðingur og afleysingarlæknar sem manna þetta. Það eiga að vera tveir læknar á Höfn en þar er einn læknir og það er líka undirmönnun í Árnessýslu og Vestmannaeyjum. „Allt hérað HSU er eyðimörk hvað varðar mönnun í dag.“ Vegna stærðar svæðisins og þeirra atvika sem geta komið þar upp sé héraðið býsna erfitt. „Það er F1-F2-vakt það er að segja læknir sem er á vakt er ekki að sinna smávægilegum málum, það fer allt á Selfoss. En læknir kemur með í öll meiriháttar útköll og þau eru vissulega ekkert mörg en þau sem koma eru oft mjög alvarleg. Þess vegna ertu líka að gera sjúkraflutningamönnum á svæðinu mikinn óleik með því að skilja þá eina eftir í þessum aðstæðum,“ segir Oddur.
Rangárþing eystra Rangárþing ytra Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Mýrdalshreppur Vestmannaeyjar Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Erlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Fleiri fréttir Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Sjá meira