Enski boltinn

Í stormi innan vallar en vann góð­verk utan hans

Aron Guðmundsson skrifar
Hveitibrauðsdögum Ruben Amorim í starfi sem knattspyrnustjóri Manchester United er lokið. Hann lætur þó ekki dræmt gengi innan vallar draga sig alveg niður í svaðið og vann góðverk á dögunum
Hveitibrauðsdögum Ruben Amorim í starfi sem knattspyrnustjóri Manchester United er lokið. Hann lætur þó ekki dræmt gengi innan vallar draga sig alveg niður í svaðið og vann góðverk á dögunum Vísir/Samsett mynd

Þrátt fyrir að gengi Manchester United í ensku úr­vals­deildinni hafi ekki verið upp á marga fiska síðkastið er ljóst að Rúben Amorim, knatt­spyrnu­stjóri liðsins, lætur það ekki eyði­leggja fyrir sér allan daginn. Hann gerði góð­verk og gladdi ungan stuðnings­mann félagsins á dögunum.

Amorim stýrði Manchester United í sjöunda skipti í ensku úr­vals­deildinni á dögunum þegar að liðið tapaði 2-0 gegn Wol­ves á úti­velli. Var þetta fjórða deildar­tap Manchester United frá því að Amorim tók við stjórnar­taumunum af Erik ten Hag. Enginn þjálfari í sögu Manchester United hefur verið jafn fljótur að tapa jafn mörgum leikjum í deildinni.

Manchester United er sem stendur í 14.sæti ensku úr­vals­deildarinnar með 22 stig og tekur á móti New­cast­le United á Old Traf­ford í kvöld.

Dræmt gengi innan vallar en bæði þjálfarar og leik­menn Manchester United reyna þó að halda í gleðina og ungur stuðnings­maður Manchester United, sem beið fyrir utan Carrington æfinga­svæði Manchester United fékk ein­st upp­lifun.

Í mynd­bandi sem dreift hefur verið á sam­félags­miðlinum X má sjá þennan unga stuðnings­mann rétta Amorim heima­gert bréf þegar að knatt­spyrnu­stjórinn mætti til vinnu einn daginn.

Amorim veitti bréfinu viðtöku úr bíl sínum og nýtti strákurinn tækifærið og hrósaði Portúgalanum fyrir flotta bílinn sem hann keyrði.

Hrósið féll vel í kramið hjá Amorim sem bauð stráknum að setjast upp í og ók hann með hann hring um Carrington æfinga­svæðið. Upp­lifun sem pjakkurinn mun lík­lega seint gleyma en téð mynd­band má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×