Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2025 08:00 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin muni ganga rösklega til verka í orkumálum með aðgerðum til að auka orkuöflun. Stjr Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst á fyrsta vinnudegi nýja ársins efna til víðtæks samráðs við almenning um hagsýni í ríkisrekstri. Heimili og fyrirtæki hafi þegar gripið til aðgerða til að hagræða og ætli ríkisstjórnin að gera það sama. Þetta er meðal þess sem fram kom í fyrsta nýársávarpi Kristrúnar sem forsætisráðherra í gærkvöldi. Hún sagði að fyrsta verk ríkisstjórnarinnar sé að koma á stöðugleika í efnahagsmálum og vinna að lækkun vaxta með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Um leið sé nauðsynlegt að rjúfa kyrrstöðu og auka verðmætasköpun í atvinnulífi. Kristrún sagði að vandinn á umliðnum árum hefði verið sá að stjórnvöld hefðu gjarnan samþykkt að auka útgjöld án þess að ná saman um að afla fjár eða draga úr öðrum útgjöldum á móti. Þegar þessi háttur sé hafður á, og bætt ofan á mikla þenslu í hagkerfinu, þá kyndi það undir verðbólgu og leiði þar með til hærri vaxta en ella. „Því er afar mikilvægt, og gleðilegt, að ný ríkisstjórn hafi náð fullri samstöðu um að eyða ekki um efni fram. Þess í stað hyggst ríkisstjórnin hagræða og grípa til aðgerða til að bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu. Einnig verða tekin upp almenn og réttlát auðlindagjöld til þess að standa undir aukinni fjárfestingu í innviðum. Þetta eru mikilsverð tíðindi sem lofa góðu. Þá er brýnt að skoða ofan í kjölinn ýmsa kerfislæga þætti sem valda ójafnvægi í íslensku hagkerfi – lánamarkað, húsnæðismál og gjaldmiðil,“ sagði forsætisráðherra. Ísland taki virkan þátt í öryggis- og varnarsamstarfi Kristrún ræddi einnig stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og sagði að í alþjóðlegu samhengi sé staða Íslands góð. Hún lagði þó áherslu á að Ísland verði að taka virkan þátt í öryggis- og varnarsamstarfi. „Við megum vera þakklát fyrir að búa við frið. En það eru viðsjárverðir tímar á alþjóðavísu og því fylgja alvarleg viðfangsefni fyrir stjórnvöld, hérlendis eins og annars staðar. Stríðsrekstur í okkar heimshluta minnir illilega á að öryggi og friður eru grundvallarforsenda frelsis og velmegunar. Við Íslendingar eigum allt okkar undir virðingu fyrir alþjóðlegum lögum og rétti fullvalda ríkja. Þess vegna verðum við að taka virkan þátt í öryggis- og varnarsamstarfi og fordæma með afgerandi hætti hvers kyns brot á alþjóðalögum. Á næstu árum skulum við leitast við að efla enn frekar samstarf okkar við önnur vestræn lýðræðisríki – þar á meðal vinaþjóðir okkar á Norðurlöndum,“ sagði Kristrún. Ráðast í aukna orkuöflun Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin muni ganga rösklega til verka í orkumálum með aðgerðum til að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta nýtni. Þannig verði stutt við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. „Þá hyggst ríkisstjórnin leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, meðal annars fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimahjúkrun, og vinna að þjóðarmarkmiði um fastan heimilislækni fyrir alla landsmenn. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur. Og þjóðinni gefinn kostur á að segja hug sinn varðandi framhald á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, eigi síðar en á árinu 2027.“ Lesa má ávarp forstætisráðherra í heild sinni á vef forsætisráðuneytisins. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Samfylkingin Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í fyrsta nýársávarpi Kristrúnar sem forsætisráðherra í gærkvöldi. Hún sagði að fyrsta verk ríkisstjórnarinnar sé að koma á stöðugleika í efnahagsmálum og vinna að lækkun vaxta með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Um leið sé nauðsynlegt að rjúfa kyrrstöðu og auka verðmætasköpun í atvinnulífi. Kristrún sagði að vandinn á umliðnum árum hefði verið sá að stjórnvöld hefðu gjarnan samþykkt að auka útgjöld án þess að ná saman um að afla fjár eða draga úr öðrum útgjöldum á móti. Þegar þessi háttur sé hafður á, og bætt ofan á mikla þenslu í hagkerfinu, þá kyndi það undir verðbólgu og leiði þar með til hærri vaxta en ella. „Því er afar mikilvægt, og gleðilegt, að ný ríkisstjórn hafi náð fullri samstöðu um að eyða ekki um efni fram. Þess í stað hyggst ríkisstjórnin hagræða og grípa til aðgerða til að bæta skattskil, loka glufum og fækka undanþágum í skattkerfinu. Einnig verða tekin upp almenn og réttlát auðlindagjöld til þess að standa undir aukinni fjárfestingu í innviðum. Þetta eru mikilsverð tíðindi sem lofa góðu. Þá er brýnt að skoða ofan í kjölinn ýmsa kerfislæga þætti sem valda ójafnvægi í íslensku hagkerfi – lánamarkað, húsnæðismál og gjaldmiðil,“ sagði forsætisráðherra. Ísland taki virkan þátt í öryggis- og varnarsamstarfi Kristrún ræddi einnig stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og sagði að í alþjóðlegu samhengi sé staða Íslands góð. Hún lagði þó áherslu á að Ísland verði að taka virkan þátt í öryggis- og varnarsamstarfi. „Við megum vera þakklát fyrir að búa við frið. En það eru viðsjárverðir tímar á alþjóðavísu og því fylgja alvarleg viðfangsefni fyrir stjórnvöld, hérlendis eins og annars staðar. Stríðsrekstur í okkar heimshluta minnir illilega á að öryggi og friður eru grundvallarforsenda frelsis og velmegunar. Við Íslendingar eigum allt okkar undir virðingu fyrir alþjóðlegum lögum og rétti fullvalda ríkja. Þess vegna verðum við að taka virkan þátt í öryggis- og varnarsamstarfi og fordæma með afgerandi hætti hvers kyns brot á alþjóðalögum. Á næstu árum skulum við leitast við að efla enn frekar samstarf okkar við önnur vestræn lýðræðisríki – þar á meðal vinaþjóðir okkar á Norðurlöndum,“ sagði Kristrún. Ráðast í aukna orkuöflun Forsætisráðherra sagði að ríkisstjórnin muni ganga rösklega til verka í orkumálum með aðgerðum til að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta nýtni. Þannig verði stutt við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. „Þá hyggst ríkisstjórnin leiða þjóðarátak í umönnun eldra fólks, meðal annars fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimahjúkrun, og vinna að þjóðarmarkmiði um fastan heimilislækni fyrir alla landsmenn. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verður lögfestur. Og þjóðinni gefinn kostur á að segja hug sinn varðandi framhald á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, eigi síðar en á árinu 2027.“ Lesa má ávarp forstætisráðherra í heild sinni á vef forsætisráðuneytisins.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Alþingi Samfylkingin Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira