Innlent

Tungumálaörðug­leikar tefji fyrir rann­sókn

Eiður Þór Árnason skrifar
Lögreglu barst tilkynning um árásina skömmu fyrir klukkan eitt á nýársnótt og naut hún aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.
Lögreglu barst tilkynning um árásina skömmu fyrir klukkan eitt á nýársnótt og naut hún aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. vísir/vilhelm

Rannsókn stendur enn yfir á hnífstunguárás sem átti sér stað á Kjalarnesi á nýársnótt. Þrír menn á fimmtugsaldri voru handteknir vegna málsins og var einn þeirra úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir áfram reynt að ná betur utan um atburðarásina en þar tefji fyrir að mennirnir tali ólík tungumál.

Talið er að um hafi verið að ræða ágreining í áramótagleðskap sem stigmagnaðist og leiddi til slagsmála þar sem gripið var til vopnsins. Nokkrir hlutu áverka, en einn þó sýnu verst og var sá sagður alvarlega slasaður eftir atlöguna. Sá hlaut stungu í brjósthol en var fluttur af gjörgæslu á almenna deild á Landspítala síðdegis í gær. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir af spítala.

Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðayfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að ekki standi til að fara fram á gæsluvarðhald yfir fleirum í tengslum við málið að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×