Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Aron Guðmundsson skrifar 4. janúar 2025 08:00 Gísli býr í Magdeburg og spilar með handboltaliði bæjarins en hryðjuverk voru framin þar á jólamarkaði í desember síðastliðnum. Vísir/Samsett mynd Hryðjuverkin á jólamarkað í Magdeburg, þar sem að fimm manns létu lífið og um tvö hundruð særðust, snertu íslenska landsliðsmanninn Gísla Þorgeir Kristjánsson sem leikur með handboltaliði bæjarins djúpt. Gísli Þorgeir er nú mættur til móts við íslenska landsliðið sem undirbýr sig af krafti fyrir komandi heimsmeistaramót. Innan við tvær vikur eru þar til að Strákarnir okkar hefja leik á heimsmeistaramótinu þar sem að riðill liðsins verður spilaður í Zagreb í Króatíu. Andinn í hópnum er góður og komandi mót leggst vel í Gísla. „Eins og alltaf, gríðarlega vel. Maður reynir að halda í jákvæðnina út janúar, vera svolítið bjartsýnn,“ segir Gísli í samtali við íþróttadeild. Og markmiðin eru skýr fyrir upphaf mótsins en Ísland er í riðli með landsliðum Grænhöfðaeyja, Kúbu og Slóveníu. „Þetta hljómar frekar klisjulega en það er bara að taka einn leik í einu. Einbeita okkur að riðlinum sem við erum í. Reyna að klára hann almennilega. Það er heldur ekkert launungarmál að okkar stærsta prófraun í þeim riðli verður leikurinn við Slóvenana. Þeir eru með frábært lið, með heimsklassa leikmenn. Ég myndi aðallega segja að riðillinn sé það sem við eigum að fókusa fyrst á.“ Sakna Ómars Liðið verður án Ómars Inga Magnússonar, liðsfélaga Gísla Þorgeirs hjá Magdeburg, á HM. Hann glímir við meiðsli. Gísli segir það klárlega högg fyrir liðið og Ómar en hann hefur hins vegar engar áhyggjur af kollega sínum. „Það er leiðinlegt fyrir Ómar að missa af þessu. Ég hef engar áhyggjur af honum andlega hvað það varðar. Ég veit hversu gríðarlega sterkur hann er á því sviði en auðvitað er þetta svakalega leiðinlegt fyrir hann og okkur. Að missa hann.“ Tilviljun að þau voru ekki á markaðnum Gísli býr í Magdeburg með fjölskyldu sinni og hefur upplifað gleðistundir en einnig mikla sorgarstund en fyrir jólin ók maður bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í bænum. Fimm manns létu lítið og um 200 slösuðust. „Þetta er staður sem ég og kærastan mín höfum nánast farið daglega á, hvað þá um jólatíðina. Án þess að vera eitthvað of dramatískur var það bara ákveðin tilviljun sem réði því að við vorum ekki á þessum stað þetta kvöld. Það snertir mann auðvitað gríðarlega djúpt hvað þetta var nálægt manni og að sjá fólk innan bæjarins sem hafði orðið beint fyrir þessari árás, hvort sem það varð fyrir bílnum eða bara einn metra frá því. Það var bara átakanlegt að fylgjast með þessu.“ Magdeburg er í mikilli baráttu bæði í þýsku úrvalsdeildinni sem og Meistaradeildinni á yfirstandandi tímabili og heilt yfir segir Gísli Þorgeir gengi liðsins allt í lagi. „Gæti hafa verið betra. Það er enn allt opið fyrir utan þýska bikarinn. Við erum inni í Meistaradeildinni, inni í þýsku deildinni og einna skemmtilegast er hversu opin deildin er. Hvað það er svakalega mjótt á milli. Þú mátt ekki tapa leik því þá ertu kannski kominn niður í 5.sæti og ef þú vinnur leik ertu kominn í fyrsta. Það er auðvitað bara gríðarlega skemmtilegt. Það er ótrúlega mikið eftir af tímabilinu, maður er bara spenntur fyrir því að takast á við það verkefni að stórmótinu loknu.“ Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Innan við tvær vikur eru þar til að Strákarnir okkar hefja leik á heimsmeistaramótinu þar sem að riðill liðsins verður spilaður í Zagreb í Króatíu. Andinn í hópnum er góður og komandi mót leggst vel í Gísla. „Eins og alltaf, gríðarlega vel. Maður reynir að halda í jákvæðnina út janúar, vera svolítið bjartsýnn,“ segir Gísli í samtali við íþróttadeild. Og markmiðin eru skýr fyrir upphaf mótsins en Ísland er í riðli með landsliðum Grænhöfðaeyja, Kúbu og Slóveníu. „Þetta hljómar frekar klisjulega en það er bara að taka einn leik í einu. Einbeita okkur að riðlinum sem við erum í. Reyna að klára hann almennilega. Það er heldur ekkert launungarmál að okkar stærsta prófraun í þeim riðli verður leikurinn við Slóvenana. Þeir eru með frábært lið, með heimsklassa leikmenn. Ég myndi aðallega segja að riðillinn sé það sem við eigum að fókusa fyrst á.“ Sakna Ómars Liðið verður án Ómars Inga Magnússonar, liðsfélaga Gísla Þorgeirs hjá Magdeburg, á HM. Hann glímir við meiðsli. Gísli segir það klárlega högg fyrir liðið og Ómar en hann hefur hins vegar engar áhyggjur af kollega sínum. „Það er leiðinlegt fyrir Ómar að missa af þessu. Ég hef engar áhyggjur af honum andlega hvað það varðar. Ég veit hversu gríðarlega sterkur hann er á því sviði en auðvitað er þetta svakalega leiðinlegt fyrir hann og okkur. Að missa hann.“ Tilviljun að þau voru ekki á markaðnum Gísli býr í Magdeburg með fjölskyldu sinni og hefur upplifað gleðistundir en einnig mikla sorgarstund en fyrir jólin ók maður bíl á miklum hraða inn í þvögu fólks á jólamarkaði í bænum. Fimm manns létu lítið og um 200 slösuðust. „Þetta er staður sem ég og kærastan mín höfum nánast farið daglega á, hvað þá um jólatíðina. Án þess að vera eitthvað of dramatískur var það bara ákveðin tilviljun sem réði því að við vorum ekki á þessum stað þetta kvöld. Það snertir mann auðvitað gríðarlega djúpt hvað þetta var nálægt manni og að sjá fólk innan bæjarins sem hafði orðið beint fyrir þessari árás, hvort sem það varð fyrir bílnum eða bara einn metra frá því. Það var bara átakanlegt að fylgjast með þessu.“ Magdeburg er í mikilli baráttu bæði í þýsku úrvalsdeildinni sem og Meistaradeildinni á yfirstandandi tímabili og heilt yfir segir Gísli Þorgeir gengi liðsins allt í lagi. „Gæti hafa verið betra. Það er enn allt opið fyrir utan þýska bikarinn. Við erum inni í Meistaradeildinni, inni í þýsku deildinni og einna skemmtilegast er hversu opin deildin er. Hvað það er svakalega mjótt á milli. Þú mátt ekki tapa leik því þá ertu kannski kominn niður í 5.sæti og ef þú vinnur leik ertu kominn í fyrsta. Það er auðvitað bara gríðarlega skemmtilegt. Það er ótrúlega mikið eftir af tímabilinu, maður er bara spenntur fyrir því að takast á við það verkefni að stórmótinu loknu.“
Ekið á gesti jólamarkaðar í Magdeburg Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn Tengdar fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Ungt íslenskt par sem býr örskammt frá jólamarkaðnum í Magdeburg í Þýskalandi segist vera illa brugðið eftir að maður ók bifreið sinni á tugi manna fyrr í kvöld. Það hafi ekki hvarflað að þeim að slíkt gæti gerst í Magdeburg. Búið sé að eyðileggja hátíðirnar í borginni. 20. desember 2024 23:55
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti