Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2025 22:31 Sigríður Á. Andersen er þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Netverslun með áfengi hefur tekið stakkaskiptum með sérstöku „sýningarrými“ sem opnað var um helgina. Þingmaður Miðflokksins segir gott sparnaðarráð til ríkisstjórnarinnar vera að leggja niður ÁTVR. Enginn grundvöllur sé fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. Í síðasta mánuði opnaði netverslunin Santé nýjan afhendingarstað í Skeifunni. Á afhendingarstaðnum er einnig sýningarsalur og geta viðskiptavinir því valið sér beint úr hillunni hvað þeir vilja kaupa, líkt og í hefðbundinni verslun. Eigandi Santé telur sig ekki brjóta lög með þessari nýju aðferð, þetta sé enn netverslun. „Þetta er alltaf netverslun vegna þess að við biðjum um rafræn skilríki og auðkennum fólk. Hér er ekki þannig að fólk setji í körfu og borgi á kassanum. Það er enginn búðarkassi hérna heldur er fólk gjarnan með eigin síma eða gerir þetta á iPad hér á staðnum,“ segir Arnar Sigurðsson, eigandi Santé. Arnar Sigurðsson er eigandi Sante.Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, segir að þegar netverslanir séu orðnar svo líkar hefðbundnum verslunum sé enginn grundvöllur fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. „Það hlýtur að vera kærkomið sparnaðarráð, því nú er ríkisstjórnin að óska eftir sparnaðarráðum, að ríkið dragi sig alfarið úr sölu á áfengi og selji þessar áfengisverslanir sem eru orðnar. Hætti rekstrinum svo sjálft en hafi tekjurnar áfram af áfengissölunni,“ segir Sigríður. „Það heyrir auðvitað undir þingið og þinginu ber skylda til að afnema í orði það sem hefur verið afnumið á borði.“ Komi slíkt frumvarp frá ríkisstjórninni muni hún styðja það. „Þetta er mjög auðveld lagabreyting, það tekur ekki nema einn eða tvo daga að semja lagafrumvarp og afgreiða það svo á þessu þingi,“ segir Sigríður. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Rekstur hins opinbera Alþingi Netverslun með áfengi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Í síðasta mánuði opnaði netverslunin Santé nýjan afhendingarstað í Skeifunni. Á afhendingarstaðnum er einnig sýningarsalur og geta viðskiptavinir því valið sér beint úr hillunni hvað þeir vilja kaupa, líkt og í hefðbundinni verslun. Eigandi Santé telur sig ekki brjóta lög með þessari nýju aðferð, þetta sé enn netverslun. „Þetta er alltaf netverslun vegna þess að við biðjum um rafræn skilríki og auðkennum fólk. Hér er ekki þannig að fólk setji í körfu og borgi á kassanum. Það er enginn búðarkassi hérna heldur er fólk gjarnan með eigin síma eða gerir þetta á iPad hér á staðnum,“ segir Arnar Sigurðsson, eigandi Santé. Arnar Sigurðsson er eigandi Sante.Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins, segir að þegar netverslanir séu orðnar svo líkar hefðbundnum verslunum sé enginn grundvöllur fyrir einkasölu ríkisins á áfengi. „Það hlýtur að vera kærkomið sparnaðarráð, því nú er ríkisstjórnin að óska eftir sparnaðarráðum, að ríkið dragi sig alfarið úr sölu á áfengi og selji þessar áfengisverslanir sem eru orðnar. Hætti rekstrinum svo sjálft en hafi tekjurnar áfram af áfengissölunni,“ segir Sigríður. „Það heyrir auðvitað undir þingið og þinginu ber skylda til að afnema í orði það sem hefur verið afnumið á borði.“ Komi slíkt frumvarp frá ríkisstjórninni muni hún styðja það. „Þetta er mjög auðveld lagabreyting, það tekur ekki nema einn eða tvo daga að semja lagafrumvarp og afgreiða það svo á þessu þingi,“ segir Sigríður.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Rekstur hins opinbera Alþingi Netverslun með áfengi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira