Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2025 18:02 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttr utanríkisráðherra gat ekki fullyrt í Kryddsíldinni að Ísraelar væru að fremja þjóðarmorð í Gasa. Hún segir hugtakið lagalegs eðlis og aðeins hægt að skera úr um það fyrir dómstólum. Vísir/Vilhelm Ísland mun greiða framlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna fyrr en áætlað var og segir utanríkisráðherra öruggt að alvarleg brot á alþjóðalögum hafi verið framin í Gaza. Ekki sé hægt að skera úr um hvort um þjóðarmorð sé að ræða nema fyrir alþjóðadómstólum. Þetta kemur fram í færslu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur á Facebook. Þar segir hún ástandið á Gasa óásættanlegt og sýna „allar verstu og grimmustu hliðar mannlegs eðlis“. „Það er öruggt að framin hafa verið alvarleg brot á alþjóðalögum – jafnvel það sem okkur er tamt að tala um sem þjóðarmorð, en úr því fæst ekki endanlega skorið nema fyrir alþjóðadómstólum. Ég veit að íslensku þjóðinni ofbýður þetta ástand – og það sama á við um mig,“ skrifar hún í færslunni. Í Kryddsíldinni á gamlársdag var Þorgerður spurð út í það hvort Ísraelar væru að fremja þjóðarmorð í Gasa. Hún gaf loðin svör og sagði hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Hún var gagnrýnd fyrir svör sín og virðist að einhverju leyti vera að svara fyrir það í færslunni. Þar kemur einnig fram að hún hafi rætt í dag við Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóra UNRWA, og staðfest við hann að Ísland muni greiða framlög til stofnunarinnar fyrr en áætlað var „í ljósi gríðarlegrar mannúðarþarfar“. Einnig hafi hún rætt við Sigrid Kaag, yfirmann mannúðar- og uppbyggingarmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Gaza, og farið yfir með henni „mikilvægi þess að koma á vopnahléi í Gaza, bæta aðgengi að mannúðaraðstoð og finna leið að lausn fyrir fólkið á svæðinu“. Staðan núna sé óviðunandi. Hryllingnum verði að linna Þorgerður segir það sína einlægu trú að „alþjóðasamfélagið geti gert meira og talað hærra - fyrir friði og fyrir fólkið sem býr við óhugsandi og grimmilegar aðstæður á degi hverjum.“ Íslendingar geti þar sannanlega orðið að liði og segist Þorgerður hafa einsett sér, við komuna í utanríkisráðuneytið, að beita rödd sinni hvert sem hún færi, í þágu mannúðar og frelsis. Þorgerður segist að lokum hafa óskað eftir fleiri samtölum við forsvarsmenn alþjóðastofnana og ríkja sem að deilunni koma til að öðlast dýpri skilning á stöðunni, gera grein fyrir afstöðu Íslands í málinu og bjóða fram krafta landsins. „Ísland stendur með saklausum borgurum og börnum sem líða fyrir þessar ólýsanlegu hörmungar. Þessum hryllingi verður að linna,“ segir hún að lokum. Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys ef frumvarpið verði samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur á Facebook. Þar segir hún ástandið á Gasa óásættanlegt og sýna „allar verstu og grimmustu hliðar mannlegs eðlis“. „Það er öruggt að framin hafa verið alvarleg brot á alþjóðalögum – jafnvel það sem okkur er tamt að tala um sem þjóðarmorð, en úr því fæst ekki endanlega skorið nema fyrir alþjóðadómstólum. Ég veit að íslensku þjóðinni ofbýður þetta ástand – og það sama á við um mig,“ skrifar hún í færslunni. Í Kryddsíldinni á gamlársdag var Þorgerður spurð út í það hvort Ísraelar væru að fremja þjóðarmorð í Gasa. Hún gaf loðin svör og sagði hugtakið þjóðarmorð vera lagatæknilega skilgreiningu. Hún var gagnrýnd fyrir svör sín og virðist að einhverju leyti vera að svara fyrir það í færslunni. Þar kemur einnig fram að hún hafi rætt í dag við Philippe Lazzarini, framkvæmdastjóra UNRWA, og staðfest við hann að Ísland muni greiða framlög til stofnunarinnar fyrr en áætlað var „í ljósi gríðarlegrar mannúðarþarfar“. Einnig hafi hún rætt við Sigrid Kaag, yfirmann mannúðar- og uppbyggingarmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Gaza, og farið yfir með henni „mikilvægi þess að koma á vopnahléi í Gaza, bæta aðgengi að mannúðaraðstoð og finna leið að lausn fyrir fólkið á svæðinu“. Staðan núna sé óviðunandi. Hryllingnum verði að linna Þorgerður segir það sína einlægu trú að „alþjóðasamfélagið geti gert meira og talað hærra - fyrir friði og fyrir fólkið sem býr við óhugsandi og grimmilegar aðstæður á degi hverjum.“ Íslendingar geti þar sannanlega orðið að liði og segist Þorgerður hafa einsett sér, við komuna í utanríkisráðuneytið, að beita rödd sinni hvert sem hún færi, í þágu mannúðar og frelsis. Þorgerður segist að lokum hafa óskað eftir fleiri samtölum við forsvarsmenn alþjóðastofnana og ríkja sem að deilunni koma til að öðlast dýpri skilning á stöðunni, gera grein fyrir afstöðu Íslands í málinu og bjóða fram krafta landsins. „Ísland stendur með saklausum borgurum og börnum sem líða fyrir þessar ólýsanlegu hörmungar. Þessum hryllingi verður að linna,“ segir hún að lokum.
Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys ef frumvarpið verði samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira