Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2025 14:24 Björg EA á siglingu í Eyjafirði. Samherji Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar er á leið til Akureyrar vegna tundurdufls sem togarinn Björg EA kom með til hafnar við athafnasvæði Útgerðarfélags Akureyrar í dag. Bryggjusvæðið var rýmt og vinnslu í fiskvinnsluhúsi hætt. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að ákveðið hafi verið að senda séraðgerðasveitina á bíl norður eftir að tilkynning barst frá áhöfn íslensks fiskiskips um að það hefði fengið sprengju í veiðarfærin. Af myndum að dæma telja sérfræðingar Gæslunnar líkur á að hún sé svonefnd djúpsprengja, líklega frá síðari heimsstyrjöldinni. Vanalega sé farið með slíkar sprengjur aftur út á sjó þar sem þær eru sprengdar á ákveðnu dýpi. Ásgeir segir líklegast að sú verði raunin nú en það sé í höndum séraðgerðasveitarinnar að meta það þegar hún kemur norður. Kári Erlingsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir að skipið hafi komið til hafnar í hádeginu. Sprengjan sé á bryggjunni. Í öryggisskyni hafi bryggjusvæðið verið rýmt. Stöðva þurfti starfsemi í frystihúsi ÚA vegna þess. Í tilkynningu frá Samherja kemur fram að tundurdufl hafi komið í veiðarfæri togarans Bjargar EA. Það hafi gerst í síðasta holi veiðiferðarinnar. Duflið sé illa farið og áhöfnin hafi talið að það væri gömul járntunna. Við nánari athugun hafi hluturinn reynst vera tundurdufl. Ákveðið hafi verið að rýma eitt hundrað metra radíus frá bryggjunni og vinnslu hætt í fiskvinnsluhúsi á meðan til að gæta fyllsta öryggis. Þetta er annað skiptið á rétt rúmu árið sem Björg EA fær sprengju í veiðarfæri. Brot úr breskri sprengju úr síðari heimsstyrjöldinni kom í trollið utan við Melrakkasléttu 3. janúar í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð. Akureyri Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Hernaður Mest lesið Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Innlent Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Innlent Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent Fleiri fréttir Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Sjá meira
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að ákveðið hafi verið að senda séraðgerðasveitina á bíl norður eftir að tilkynning barst frá áhöfn íslensks fiskiskips um að það hefði fengið sprengju í veiðarfærin. Af myndum að dæma telja sérfræðingar Gæslunnar líkur á að hún sé svonefnd djúpsprengja, líklega frá síðari heimsstyrjöldinni. Vanalega sé farið með slíkar sprengjur aftur út á sjó þar sem þær eru sprengdar á ákveðnu dýpi. Ásgeir segir líklegast að sú verði raunin nú en það sé í höndum séraðgerðasveitarinnar að meta það þegar hún kemur norður. Kári Erlingsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, segir að skipið hafi komið til hafnar í hádeginu. Sprengjan sé á bryggjunni. Í öryggisskyni hafi bryggjusvæðið verið rýmt. Stöðva þurfti starfsemi í frystihúsi ÚA vegna þess. Í tilkynningu frá Samherja kemur fram að tundurdufl hafi komið í veiðarfæri togarans Bjargar EA. Það hafi gerst í síðasta holi veiðiferðarinnar. Duflið sé illa farið og áhöfnin hafi talið að það væri gömul járntunna. Við nánari athugun hafi hluturinn reynst vera tundurdufl. Ákveðið hafi verið að rýma eitt hundrað metra radíus frá bryggjunni og vinnslu hætt í fiskvinnsluhúsi á meðan til að gæta fyllsta öryggis. Þetta er annað skiptið á rétt rúmu árið sem Björg EA fær sprengju í veiðarfæri. Brot úr breskri sprengju úr síðari heimsstyrjöldinni kom í trollið utan við Melrakkasléttu 3. janúar í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð.
Akureyri Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Hernaður Mest lesið Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Innlent Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Innlent Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent Fleiri fréttir Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Sjá meira