Argentínumenn voru með pálmann í höndunum í seinni hálfleik þegar þeir náðu um sex marka forskoti en frábær lokakafli hjá Bahrein þýddi að staðan var jöfn, 24-24, þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka. Argentína skoraði svo næstu tvö mörk og gerðu út um vonir Bahrein manna um að ná í stig eða sigur.
Þjóðverjar unnu sterkan 29-22 sigur á Tékklandi og enda því efstir í A-riðli með fullt hús stiga. Þá vann Sviss 30-28 sigur á Póllandi þar sem Svisslendingar reyndust sterkari á lokasprettinum og tryggðu sér þannig 2. sætið í riðlinum.
Í D-riðli áttust við Norður Makedónía og Gínea en bæði lið voru sigurlaus fyrir leikinn. Norður Makedónar unnu öruggan 29-20 sigur þar sem Filip Kuzmanovski fór á kostum og skoraði tólf mörk.
Í F-riðli gerðu Brasilíumenn heiðarlega tilraun til að taka 2. sætið þegar liðið lagði Bandaríkin nokkuð örugglega, 31-24. Norðmenn og Portúgalar mætast svo í síðasta leik riðilsins klukkan 19:30 og verða Norðmenn að sækja sigur ef þeir ætla sér ekki að sitja eftir í 3. sæti.