Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2025 15:14 Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Vísir/Magnús Hlynur Iða Marsibil Jónsdóttir hefur látið af störfum sem sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi eftir tveggja og hálfs árs starf. Iða var kynnt til leiks sem sveitarstjóri í júlí 2022 að loknum sveitarstjórnarkosningum sem voru afar spennandi í hreppnum. E-listinn, Listi óháðra lýðræðissinna, fékk 51 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í maí en G-listinn, Framboðslisti um framsýni og fyrirhyggju, fékk 49 prósent. Aðeins munaði sex atkvæðum af þeim 290 sem greidd voru listunum tveimur. Iða segir í samtali við fréttastofu að um hafi verið að ræða sameiginlega niðurstöðu hennar og sveitarstjórnar. „Það var ekkert ósætti, bara sameiginleg niðurstaða,“ segir Iða Marsibil sem endurnýjaði kynni sýn við hreppinn þar sem hún dvaldi á sínum yngri árum. Hún segist kveðja með góðar minningar í fararteskinu, hellingur sé að gerast í hreppnum og þangað hafi verið gaman að koma aftur í smá stund. „En það var líka ágætt að leiðir skildu núna, mjög fínt.“ Hún segir starf sveitarstjóra krefjandi og spyr hvort það séu ekki tíu prósent af sveitarstjórum að hætta? Tveir slíkir náðu kjöri sem þingmenn í kosningunum í nóvember. Mánuður er síðan bæjarstjóri Fjallabyggðar hætti störfum. Þrír á sex vikum. Iða Marsibil, sem var í tíunda sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi í nýliðnum Alþingiskosningum, vill ekki upplýsa að svo stöddu hvort hún sé komin með nýtt starf. „Það verður ekki gefið upp að svo stöddu.“ Grímsnes- og Grafningshreppur Vistaskipti Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Iða var kynnt til leiks sem sveitarstjóri í júlí 2022 að loknum sveitarstjórnarkosningum sem voru afar spennandi í hreppnum. E-listinn, Listi óháðra lýðræðissinna, fékk 51 prósent atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í maí en G-listinn, Framboðslisti um framsýni og fyrirhyggju, fékk 49 prósent. Aðeins munaði sex atkvæðum af þeim 290 sem greidd voru listunum tveimur. Iða segir í samtali við fréttastofu að um hafi verið að ræða sameiginlega niðurstöðu hennar og sveitarstjórnar. „Það var ekkert ósætti, bara sameiginleg niðurstaða,“ segir Iða Marsibil sem endurnýjaði kynni sýn við hreppinn þar sem hún dvaldi á sínum yngri árum. Hún segist kveðja með góðar minningar í fararteskinu, hellingur sé að gerast í hreppnum og þangað hafi verið gaman að koma aftur í smá stund. „En það var líka ágætt að leiðir skildu núna, mjög fínt.“ Hún segir starf sveitarstjóra krefjandi og spyr hvort það séu ekki tíu prósent af sveitarstjórum að hætta? Tveir slíkir náðu kjöri sem þingmenn í kosningunum í nóvember. Mánuður er síðan bæjarstjóri Fjallabyggðar hætti störfum. Þrír á sex vikum. Iða Marsibil, sem var í tíunda sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi í nýliðnum Alþingiskosningum, vill ekki upplýsa að svo stöddu hvort hún sé komin með nýtt starf. „Það verður ekki gefið upp að svo stöddu.“
Grímsnes- og Grafningshreppur Vistaskipti Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira