Það sem vörnin réð ekki við sá magnaður Viktor Gísli Hallgrímsson svo um í marki Íslands. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og sá um að mynda herlegheitin. Afraksturinn má sjá hér að ofan sem og hér að neðan.

















Ísland vann magnaðan sigur á Slóveníu í lokaleik sínum í riðlakeppni HM karla í handbolta. Vörnin lagði grunninn að sigrinum sem þýðir að strákarnir okkar fara með fullt hús stiga í milliriðil.
Það sem vörnin réð ekki við sá magnaður Viktor Gísli Hallgrímsson svo um í marki Íslands. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og sá um að mynda herlegheitin. Afraksturinn má sjá hér að ofan sem og hér að neðan.
Slóvenía og Ísland mættust í algjörum lykilleik á HM karla í handbolta í Zagreb í kvöld. Ísland vann fimm marka sigur og fer með fjögur stig í milliriðlakeppnina.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilaði einn besta varnarleik sem það hefur nokkru sinni sýnt þegar það sigraði Slóveníu, 18-23, á HM í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í íslenska markinu og varði helming skotanna sem hann fékk á sig.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran fimm marka sigur á Slóvenum, 23-18, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta.
Nú er orðið ljóst hvernig framhaldið lítur út hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta, eftir sigurinn frábæra gegn Slóveníu í lokaumferð G-riðils í kvöld.