Enski boltinn

Jón Daði skoraði í fyrsta sigur­leik Burton á árinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Daði er kominn á blað.
Jón Daði er kominn á blað. Vísir/Burton Albion

Jón Daði Böðvarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Burton Albion í ensku C-deildinni þegar liðið lagði Wigan Athletic í kvöld. Var þetta fyrsti sigurleikur Burton síðan þann 4. desember.

Jón Daði samdi við Burton á dögunum eftir að stuttur samningur hans við Hollywood-lið Wrexham rann út. Þar fékk framherjinn ekki mörg tækifæri en hann samdi í kjölfarið við Burton út leiktíðina og fékk strax traustið.

Þessi þaulreyndi landsliðsmaður var í byrjunarliði Burton og jafnaði metin á 34. mínútu eftir að heimamenn í Wigan höfðu komist yfir aðeins tveimur mínútum áður. Staðan 1-1 í hálfleik.

Þegar tæp klukkustund var liðin skoraði Burton það sem reyndist sigurmark leiksins, lokatölur 1-2. Jón Daði var tekinn af velli þegar níu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma.

Burton er nú með 18 stig í 23. sæti, átta stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×