„Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. janúar 2025 06:34 Unnið er að tillögum um breytingar á vöruskemmunni svokölluðu. Vísir/Vilhelm Búseti hefur kært framkvæmdir við Álfabakka 2-4 og segir þær brjóta í bága við lög og reglugerðir. Lögmaður Búseta segir ekki hafa verið vandað til verka af hálfu Reykjavíkurborgar. Frá þessu greinir Morgunblaðið í dag en í blaðinu segir að stjórnsýslukæra Búseta hafi borist úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála 14. janúar síðastliðinn. Frestur Reykjavíkurborgar og framkvæmdaaðila til að veita umsögn hafi runnið út í gær. Gerðar eru kröfur um að framkvæmdirnar verði stöðvaðar og ákvörðun byggingarfulltrúa felld úr gildi. Erlendur Gíslason, lögmaður Búseta, segir ýmislegt athugavert við málið. Afstöðumyndir fullnægi ekki skilyrðum þar sem þær sýni ekki afstöðu til nærliggjandi bygginga. Þá segi í byggingarleyfinu að framkvæmdin skuli unnin eftir samþykktum aðal- og séruppdráttum en þeir virðist ekki hafa verið lagðir fram fyrr en eftir að byggingarleyfið var gefið út. Mannvirkið og notkun þess brjóti auk þess í bága við skipulag og leggja hefði þurft mat á það hvort framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat, vegna stærðar gólfflatar fyrirhugaðrar kjötvinnslu. Til viðbótar hafi auglýsingar um breytt deiliskipulag ekki fullnægt kröfum, né heldur hafi verið gefnar fullnægjandi upplýsingar um það hvers konar mannvirki var að ræða þegar byggingarleyfið var gefið út. Ekkert mat hafi verið lagt á umferð og þá hafi íbúar fengið villandi svör frá borginni. Samkvæmt Morgunblaðinu segir í umsögn framkvæmdaraðila, Álfabakka 2, að félagið hafi átt umfangsmikil samskipti við sérfræðinga Reykjavíkurborgar. Í umsögn borgarinnar segi að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að mannvirkið sé ekki í samræmi við lög. Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið í dag en í blaðinu segir að stjórnsýslukæra Búseta hafi borist úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála 14. janúar síðastliðinn. Frestur Reykjavíkurborgar og framkvæmdaaðila til að veita umsögn hafi runnið út í gær. Gerðar eru kröfur um að framkvæmdirnar verði stöðvaðar og ákvörðun byggingarfulltrúa felld úr gildi. Erlendur Gíslason, lögmaður Búseta, segir ýmislegt athugavert við málið. Afstöðumyndir fullnægi ekki skilyrðum þar sem þær sýni ekki afstöðu til nærliggjandi bygginga. Þá segi í byggingarleyfinu að framkvæmdin skuli unnin eftir samþykktum aðal- og séruppdráttum en þeir virðist ekki hafa verið lagðir fram fyrr en eftir að byggingarleyfið var gefið út. Mannvirkið og notkun þess brjóti auk þess í bága við skipulag og leggja hefði þurft mat á það hvort framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat, vegna stærðar gólfflatar fyrirhugaðrar kjötvinnslu. Til viðbótar hafi auglýsingar um breytt deiliskipulag ekki fullnægt kröfum, né heldur hafi verið gefnar fullnægjandi upplýsingar um það hvers konar mannvirki var að ræða þegar byggingarleyfið var gefið út. Ekkert mat hafi verið lagt á umferð og þá hafi íbúar fengið villandi svör frá borginni. Samkvæmt Morgunblaðinu segir í umsögn framkvæmdaraðila, Álfabakka 2, að félagið hafi átt umfangsmikil samskipti við sérfræðinga Reykjavíkurborgar. Í umsögn borgarinnar segi að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að mannvirkið sé ekki í samræmi við lög.
Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira