Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar 22. janúar 2025 20:31 Því er nú haldið fram að ákvæði í 14 ára gömlum lögum um stjórn vatnamála (36/2011) komi í veg fyrir allar nýjar virkjanir, brýr, hafnir, flóðgarða og svo framvegis. Það er vegna þess að umhverfisnefndin á þinginu breytti tilteknu ákvæði í lagafrumvarpinu ‒ og nú sé allt upp í loft ‒ og alveg sérstaklega Hvammsvirkjun, sem einmitt átti að bjarga heiminum. Ég veit það ekki. Best að bíða og gá hvað Hæstiréttur segir. En á meðan skil ég þetta svona: Í lögunum segir í 18. grein að leyfi til framkvæmda sem geta breytt vatnshloti (tækniorð um ,gerðir‘ eða ,einingar‘ vatns: lækur, fljót, stöðuvatn, grunnvatnsgeymir …) megi veita í ákveðnum tilvikum þegar ákveðin skilyrði eru fyrir hendi. Tilvikin eru orðuð svona (afsakið málflækjurnar): „nýjar breytingar, svo sem vegna mengunar eða í tengslum við loftslagsbreytingar, sem leiða til breytinga á vatnsgæðum, vistfræðilegum, vatnsformfræðilegum eða eðlisrænum eiginleikum yfirborðsvatnshlots eða á hæð grunnvatnshlots,“ eða „ný sjálfbær umsvif eða breytingar sem hafa í för með sér að yfirborðsvatnshlot fer úr mjög góðu ástandi í gott ástand.“ Eftir úrskurð héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmálinu halda menn sumsé að í þessum tilvikum felist ekki virkjun, brú eða höfn. Og nú þurfi að kalla strax á lögguna. Það er skrýtið ‒ vegna þess að í greinargerð flutningsmanns með frumvarpinu sem varð að þessum lögum, ráðherrans með ráðuneytið á bakvið sig, er sérstaklega bent á af hverju þær breytingar gætu stafað sem hér um ræðir: „Sem dæmi má nefna breytingar vegna vatnsaflsvirkjana, flóðavarna, vegagerðar eða gerðar siglingavega.“ Ég er auðvitað bara málfræðingur, en sé ekki að með minniháttar lagfæringum í umhverfisnefnd, sem alþingi síðan samþykkti samhljóða, hafi þessi dæmi ráðherrans verið þurrkuð út. Það sem mér sýnist skipta máli er afgangurinn af 18. greininni ‒ nefnilega skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá leyfið: „a. gripið verði til allra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum á ástand vatnshlots, b. ástæðurnar fyrir framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum vega þyngra vegna almannaheilla og/eða ávinningurinn fyrir heilsu og öryggi manna eða sjálfbæra þróun er meiri en ávinningur umhverfisins og samfélagsins af því að umhverfismarkmið náist, og c. tilganginum með framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum verður ekki með góðu móti náð með umhverfisvænni leiðum vegna tæknilegra erfiðleika eða óhóflegs kostnaðar.“ Liðir a og c eru fínir. En það er eðlilegt að staldra sérstaklega við b-liðinn. Þar stendur að ef það á að spilla fljóti, stöðuvatni eða öðru vatnshloti, þá þurfi að vera alveg ljóst að almannaheill vegi þyngra en þau spjöll sem áformuð eru. Og þá spyr maður: Hvar er aftur greinargerðin frá Landsvirkjun um að almannaheill réttlæti skaðann af Hvammsvirkjun? Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Mörður Árnason Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Því er nú haldið fram að ákvæði í 14 ára gömlum lögum um stjórn vatnamála (36/2011) komi í veg fyrir allar nýjar virkjanir, brýr, hafnir, flóðgarða og svo framvegis. Það er vegna þess að umhverfisnefndin á þinginu breytti tilteknu ákvæði í lagafrumvarpinu ‒ og nú sé allt upp í loft ‒ og alveg sérstaklega Hvammsvirkjun, sem einmitt átti að bjarga heiminum. Ég veit það ekki. Best að bíða og gá hvað Hæstiréttur segir. En á meðan skil ég þetta svona: Í lögunum segir í 18. grein að leyfi til framkvæmda sem geta breytt vatnshloti (tækniorð um ,gerðir‘ eða ,einingar‘ vatns: lækur, fljót, stöðuvatn, grunnvatnsgeymir …) megi veita í ákveðnum tilvikum þegar ákveðin skilyrði eru fyrir hendi. Tilvikin eru orðuð svona (afsakið málflækjurnar): „nýjar breytingar, svo sem vegna mengunar eða í tengslum við loftslagsbreytingar, sem leiða til breytinga á vatnsgæðum, vistfræðilegum, vatnsformfræðilegum eða eðlisrænum eiginleikum yfirborðsvatnshlots eða á hæð grunnvatnshlots,“ eða „ný sjálfbær umsvif eða breytingar sem hafa í för með sér að yfirborðsvatnshlot fer úr mjög góðu ástandi í gott ástand.“ Eftir úrskurð héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmálinu halda menn sumsé að í þessum tilvikum felist ekki virkjun, brú eða höfn. Og nú þurfi að kalla strax á lögguna. Það er skrýtið ‒ vegna þess að í greinargerð flutningsmanns með frumvarpinu sem varð að þessum lögum, ráðherrans með ráðuneytið á bakvið sig, er sérstaklega bent á af hverju þær breytingar gætu stafað sem hér um ræðir: „Sem dæmi má nefna breytingar vegna vatnsaflsvirkjana, flóðavarna, vegagerðar eða gerðar siglingavega.“ Ég er auðvitað bara málfræðingur, en sé ekki að með minniháttar lagfæringum í umhverfisnefnd, sem alþingi síðan samþykkti samhljóða, hafi þessi dæmi ráðherrans verið þurrkuð út. Það sem mér sýnist skipta máli er afgangurinn af 18. greininni ‒ nefnilega skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá leyfið: „a. gripið verði til allra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum á ástand vatnshlots, b. ástæðurnar fyrir framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum vega þyngra vegna almannaheilla og/eða ávinningurinn fyrir heilsu og öryggi manna eða sjálfbæra þróun er meiri en ávinningur umhverfisins og samfélagsins af því að umhverfismarkmið náist, og c. tilganginum með framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum verður ekki með góðu móti náð með umhverfisvænni leiðum vegna tæknilegra erfiðleika eða óhóflegs kostnaðar.“ Liðir a og c eru fínir. En það er eðlilegt að staldra sérstaklega við b-liðinn. Þar stendur að ef það á að spilla fljóti, stöðuvatni eða öðru vatnshloti, þá þurfi að vera alveg ljóst að almannaheill vegi þyngra en þau spjöll sem áformuð eru. Og þá spyr maður: Hvar er aftur greinargerðin frá Landsvirkjun um að almannaheill réttlæti skaðann af Hvammsvirkjun? Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun