Er í 90 prósent tilfella nóg Valur Páll Eiríksson skrifar 26. janúar 2025 12:30 Það voru eilítil þyngsli í Ými Erni líkt og öðrum landsliðsmönnum Íslands, eðlilega. Vísir/Vilhelm „Manni líður ekkert vel. En eins og staðan er núna þurfum við bara að vinna næsta leik og munum gera það sem við getum til að vinna leikinn,“ segir Ýmir Örn Gíslason á hóteli íslenska landsliðsins í Zagreb degi eftir skell gegn Króötum. Ísland tapaði með sex marka mun fyrir þeim króatísku í Zagreb í gær og von um 8-liða úrslit nánast úr sögunni. Munaði mest um slappa byrjun á leiknum, vörnin líkt og gatasigti og Króatar gengu á lagið með fulla stúku á bakvið sig. Klippa: Niðurlútur Ýmir vonar það besta „Þetta eru einn, tveir fleiri varðir boltar í fyrri hálfleik og kannski í seinni hálfleik að nýta færin betur frammi. Við gerum of marga tæknifeila sóknarlega, þeir helmingi færri, það er svo margt sem helst í hendur. Í gær var þetta ekki að falla með okkur,“ „Við gerðum þeim full auðvelt fyrir, að leyfa þeim að taka tvisvar 4-0 kafla á okkur í fyrri hálfleik og stúkan með. Það er erfitt að snúa því við en ég er samt ánægður hvernig við komum inn í seinni hálfleik, að gefast aldrei upp og berjast alla leið, alveg til enda. En því miður vorum við búnir að grafa það djúpa holu að við komumst ekki upp úr henni,“ segir Ýmir. Ísland hefur fallið úr leik í milliriðli ítrekað á undanförnum mótum. Af hverju kemst liðið ekki yfir þennan hjalla að fara í 8-liða úrslit? „Það er góð spurning. Ég veit það ekki. Það er stutt á milli í handboltanum. Ég veit ekki hvað vantar upp á. Það getur verið að öll lið endi með 8 stig og það er í 90 prósent tilfella nóg. Átta stig í milliriðli, til að komast áfram. Við þurfum bara að mæta í þennan leik á morgun, bíða og sjá, vona það besta og vonandi getum við fengið að halda áfram að spila á þessu móti,“ segir Ýmir. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland mætir Argentínu klukkan 14:30 í dag og leiknum lýst beint á Vísi. Leik Slóvena við Króata verður einnig lýst á vefnum í kvöld klukkan 19:30. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira
Ísland tapaði með sex marka mun fyrir þeim króatísku í Zagreb í gær og von um 8-liða úrslit nánast úr sögunni. Munaði mest um slappa byrjun á leiknum, vörnin líkt og gatasigti og Króatar gengu á lagið með fulla stúku á bakvið sig. Klippa: Niðurlútur Ýmir vonar það besta „Þetta eru einn, tveir fleiri varðir boltar í fyrri hálfleik og kannski í seinni hálfleik að nýta færin betur frammi. Við gerum of marga tæknifeila sóknarlega, þeir helmingi færri, það er svo margt sem helst í hendur. Í gær var þetta ekki að falla með okkur,“ „Við gerðum þeim full auðvelt fyrir, að leyfa þeim að taka tvisvar 4-0 kafla á okkur í fyrri hálfleik og stúkan með. Það er erfitt að snúa því við en ég er samt ánægður hvernig við komum inn í seinni hálfleik, að gefast aldrei upp og berjast alla leið, alveg til enda. En því miður vorum við búnir að grafa það djúpa holu að við komumst ekki upp úr henni,“ segir Ýmir. Ísland hefur fallið úr leik í milliriðli ítrekað á undanförnum mótum. Af hverju kemst liðið ekki yfir þennan hjalla að fara í 8-liða úrslit? „Það er góð spurning. Ég veit það ekki. Það er stutt á milli í handboltanum. Ég veit ekki hvað vantar upp á. Það getur verið að öll lið endi með 8 stig og það er í 90 prósent tilfella nóg. Átta stig í milliriðli, til að komast áfram. Við þurfum bara að mæta í þennan leik á morgun, bíða og sjá, vona það besta og vonandi getum við fengið að halda áfram að spila á þessu móti,“ segir Ýmir. Viðtalið má sjá í spilaranum. Ísland mætir Argentínu klukkan 14:30 í dag og leiknum lýst beint á Vísi. Leik Slóvena við Króata verður einnig lýst á vefnum í kvöld klukkan 19:30.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni Sjá meira