Bareinar enduðu í fjórða og neðsta sæti H-riðils HM og fóru þar af leiðandi í Forsetabikarinn. Þar lentu þeir í 3. sæti riðils II og mættu því Alsíringum í leiknum um 29. sætið á mótinu.
Fyrri hálfleikurinn var jafn og bæði liðin áttu sína spretti. Alsír leiddi með einu marki í hálfleik, 18-17.
Barein skoraði fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og lét þá forystu aldrei af hendi. Strákarnir hans Arons héldu vel á spilunum undir lokin og unnu á endanum þriggja marka sigur, 26-29.
Mohamed Mohamed skoraði níu mörk fyrir bareinska liðið og Ali Eid sjö. Hesham Isa varði sextán skot í markinu (38 prósent).