Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir skipverja hafa brugðist hratt við þegar þeir urðu vélarvana. Áður en þeir enduðu í strandi hafi þeir létt akkeri og þannig forðað skipinu frá strandi. Eftir það kom Lóðsinn og björgunarskipið Þór og aðstoðuðu skipið að landi. Eftir það skildu þeir akkerið eftir.
Auk Þórs tók Lóðsinn í Eyjum þátt í aðgerðum í dag.
„Komið var taug aftur úr Huginn í Lóðsinn sem togaði í hann á meðan Þór lagðist með stefnið á síðu Hugins aftarlega til að ýta á hann til að snúa skipinu. Þessar aðgerðir gengu fljótt og vel og losnaði Huginn fljótlega. Lóðsinn dró svo skipið að bryggju,“ segir í tilkynningu Landsbjargar.
Fréttin hefur verið leiðrétt. Fyrst kom fram að skipið hefði tekið niður í innsiglingu en rétt er að það varð vélarvana í innsiglingu.