Það má segja að þetta sé annað árið í röð sem KR vinnur fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn.
KR vann nefnilega Víkinga í vítakeppni í úrslitaleiknum í fyrra en missti síðan titilinn þegar upp komst að þeir höfðu notað ólöglegan leikmann í leiknum.
KR var því búið að vinna 39 Reykjavíkurmeistaratitla fyrir leikinn í gærkvöldi en lönduðu eins og áður sagði þeim fertugasta.
KR er fyrsta félagið til að vinna fjörutíu Reykjavíkurmeistaratitla í karlaflokki. Þeir hafa nú unnið tólf fleiri en Fram (28) og sextán fleiri en Valur (24).
Þetta var fyrsti Reykjavíkurmeistaratitill KR í fimm ár en sá sjötti á öldinni. KR vann 34 Reykjavíkurmeistaratitla fram að hundrað ára afmæli félagsins.
- Reykjavikurmeistaratitlar KR eftir árum
- Titlar frá 1915-1949: 13
- Titlar frá 1950-1969: 10
- Titlar frá 1970-1989: 4
- Titlar frá 1990-1999: 7
- Titlar frá 2000-2009: 2
- Titlar frá 2010-2019: 2
- Titlar frá 2020-2025: 2