Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Lovísa Arnardóttir skrifar 3. febrúar 2025 08:44 Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, er til vinstri á myndinni, og Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar, til hægri. Vísir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekki rétt, eins og kom fram í frétt á Vísi og viðtali við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins, að það varði brot á siðareglum Alþingis að Sigurjón fjalli um málaflokkinn sjávarútveg í heild sinni sem formaður atvinnuveganefndar, en það geti mögulega varðað brot á siðareglum Alþingis fjalli hann um strandveiðar sem formaður nefndarinnar. Sigurjón Þórðarson á með eiginkonu sinni fyrirtækið Sleppa ehf. sem rekur handfærabátinn Sigurlaugu SK 138, sem Sigurjón hefur gert út til strandveiða undanfarin ár. Síðastliðið sumar fór báturinn í 19 róðra, frá 7. maí til 16. júlí, og landaði um 17 tonnum af afla. Reiknuð aflaverðmæti sumarsins miðað við verð á fiskmörkuðum í dag eru um tíu milljónir. Í síðustu viku var greint frá því að Sigurjón yrði formaður atvinnuveganefndar alþingis, þar sem til stendur að vinna að lagabreytingu sem ætlað er að stórefla strandveiðar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að til standi að tryggja 48 daga strandveiðitímabil á hverju sumri, þrátt fyrir að tíu þúsund tonna strandveiðikvótinn klárist áður en því lýkur. Haukur leiðréttir þetta í færslu á Facebook í dag. Þar segir hann Sigurjón svo setja þessi „rangindi í alls konar samhengi“ til að gera orð hans tortryggileg. Á hagsmuna að gæta sem eigandi strandveiðibáts „Hið rétta er að ég hef sagt og tel að Sigurjón geti ekki fjallað um boðað frumvarp ríkisstjórnarinnar um auknar strandveiðar. Vegna þess að í því efni á hann á „verulegra og sérstakra“ hagsmuna að gæta sem eigandi og rekstraraðili strandveiðibáts. Ég hef hins vegar ekki sagt að hann sé vanhæfur til að veita atvinnuveganefnd Alþingis forystu eða að hann geti ekki beitt sér og fjallað um öll önnur mál sem varða sjávarútveg,“ segir Haukur í frétt sinni. Haukur útskýrir í færslu sinni að vanhæfi varði alltaf eða nær alltaf einstök málefni sem séu til úrlausnar en ekki almenn mál eða málaflokka. „Þannig eru allir þingmenn og einnig Sigurjón hæfur til að gegna formannsstöðu í hvaða nefnd sem er og að gegna sínum störfum yfirleitt.“ Þá segir Haukur það úr lausu lofti gripið að Lilja Rafney Magnúsdóttir eða Þórarinn Ingi Pétursson hafi almennt verið vanhæf sem formenn atvinnuveganefnda því þau hafi haft tengingu við landbúnað og sjávarútveg. Ekki óeðlilegt að kalla inn varamann „Hins vegar hafði Þórarinn Ingi sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta varðandi sameiningu afurðastöðva – það er að mínu viti eina frumvarpið sem hann hefði ekki átt að fjalla um. Og ekkert óeðlilegt við að menn kalli inn varamann þegar þannig stendur á. Hliðstæð aðstaða gæti myndast hjá Sigurjóni,“ segir Haukur. Þá bendir hann á í lokin að hann hafi í raun ekki talað um vanhæfi, heldur mögulegt brot á siðareglum Alþingis. „Það þarf að átta sig á því að alþingismenn setja jafnan lög sem til framfara horfa og bæta hag allra landsmanna. Meðal annars þeirra sjálfra. Það veldur að sjálfsögðu ekki vanhæfi, þeir geta breytt þjóðfélaginu til batnaðar eins og þeir vilja, t.d. varðandi almannatryggingar. Mögulegt brot á siðareglum Alþingis kemur ekki upp á fyrr en um verulega og sérstaka hagsmuni – umfram aðra – er að ræða,“ segir Haukur að lokum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Stjórnsýsla Flokkur fólksins Alþingi Tengdar fréttir Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar „Ný ríkisstjórn þarf því í raun ekki að móta nýja auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu þegar kemur að sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur er sjálfbær og með aflamarkskerfinu hefur almennt tekist vel við endurreisn fiskistofna frá því að þeir voru við það að hrynja og sumir hrundu. Fækkun báta, skipa og útgerða hefur gerst á forsendum markaðarins og er nú svo komið að íslenskur sjávarútvegur leggur hlutfallslega mest til þjóðarbúsins meðal allra fiskveiðiþjóða“ 4. janúar 2025 17:40 „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að handfæraveiðar muni aldrei ógna fiskistofnum. Jafnvel þótt strandveiðar yrðu heimilaðar yfir lengra tímabil og veiðiheimildir ótakmarkaðar. Slíkar veiðar stjórnist af veðri, vindum og fiskgengd í sjónum og því þurfi að hans mati ekki að óttast fjölgun í greininni. Hann segist vongóður um að strandveiðar verði stundaðar í heila 48 daga á ári líkt og ný ríkisstjórn hefur boðaða, sama hvað fiskveiðimagninu líður. 30. desember 2024 10:08 Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, segir fyrirhugaðar breytingar á lögum og reglum um strandveiðar fela í sér margt annað en að auka kvóta. Hún átti í snörpum orðaskiptum við þáttarstjórnanda á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun varðandi áform ríkisstjórnarinnar í strandveiðum. Forsætisráðherra viðurkennir að margt sé ekki að fullu útfært í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og gefur ekki upp hversu mikil boðuð hækkun auðlindagjalda eigi að vera. 22. desember 2024 19:08 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Sigurjón Þórðarson á með eiginkonu sinni fyrirtækið Sleppa ehf. sem rekur handfærabátinn Sigurlaugu SK 138, sem Sigurjón hefur gert út til strandveiða undanfarin ár. Síðastliðið sumar fór báturinn í 19 róðra, frá 7. maí til 16. júlí, og landaði um 17 tonnum af afla. Reiknuð aflaverðmæti sumarsins miðað við verð á fiskmörkuðum í dag eru um tíu milljónir. Í síðustu viku var greint frá því að Sigurjón yrði formaður atvinnuveganefndar alþingis, þar sem til stendur að vinna að lagabreytingu sem ætlað er að stórefla strandveiðar. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að til standi að tryggja 48 daga strandveiðitímabil á hverju sumri, þrátt fyrir að tíu þúsund tonna strandveiðikvótinn klárist áður en því lýkur. Haukur leiðréttir þetta í færslu á Facebook í dag. Þar segir hann Sigurjón svo setja þessi „rangindi í alls konar samhengi“ til að gera orð hans tortryggileg. Á hagsmuna að gæta sem eigandi strandveiðibáts „Hið rétta er að ég hef sagt og tel að Sigurjón geti ekki fjallað um boðað frumvarp ríkisstjórnarinnar um auknar strandveiðar. Vegna þess að í því efni á hann á „verulegra og sérstakra“ hagsmuna að gæta sem eigandi og rekstraraðili strandveiðibáts. Ég hef hins vegar ekki sagt að hann sé vanhæfur til að veita atvinnuveganefnd Alþingis forystu eða að hann geti ekki beitt sér og fjallað um öll önnur mál sem varða sjávarútveg,“ segir Haukur í frétt sinni. Haukur útskýrir í færslu sinni að vanhæfi varði alltaf eða nær alltaf einstök málefni sem séu til úrlausnar en ekki almenn mál eða málaflokka. „Þannig eru allir þingmenn og einnig Sigurjón hæfur til að gegna formannsstöðu í hvaða nefnd sem er og að gegna sínum störfum yfirleitt.“ Þá segir Haukur það úr lausu lofti gripið að Lilja Rafney Magnúsdóttir eða Þórarinn Ingi Pétursson hafi almennt verið vanhæf sem formenn atvinnuveganefnda því þau hafi haft tengingu við landbúnað og sjávarútveg. Ekki óeðlilegt að kalla inn varamann „Hins vegar hafði Þórarinn Ingi sérstakra og verulegra hagsmuna að gæta varðandi sameiningu afurðastöðva – það er að mínu viti eina frumvarpið sem hann hefði ekki átt að fjalla um. Og ekkert óeðlilegt við að menn kalli inn varamann þegar þannig stendur á. Hliðstæð aðstaða gæti myndast hjá Sigurjóni,“ segir Haukur. Þá bendir hann á í lokin að hann hafi í raun ekki talað um vanhæfi, heldur mögulegt brot á siðareglum Alþingis. „Það þarf að átta sig á því að alþingismenn setja jafnan lög sem til framfara horfa og bæta hag allra landsmanna. Meðal annars þeirra sjálfra. Það veldur að sjálfsögðu ekki vanhæfi, þeir geta breytt þjóðfélaginu til batnaðar eins og þeir vilja, t.d. varðandi almannatryggingar. Mögulegt brot á siðareglum Alþingis kemur ekki upp á fyrr en um verulega og sérstaka hagsmuni – umfram aðra – er að ræða,“ segir Haukur að lokum.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Stjórnsýsla Flokkur fólksins Alþingi Tengdar fréttir Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar „Ný ríkisstjórn þarf því í raun ekki að móta nýja auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu þegar kemur að sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur er sjálfbær og með aflamarkskerfinu hefur almennt tekist vel við endurreisn fiskistofna frá því að þeir voru við það að hrynja og sumir hrundu. Fækkun báta, skipa og útgerða hefur gerst á forsendum markaðarins og er nú svo komið að íslenskur sjávarútvegur leggur hlutfallslega mest til þjóðarbúsins meðal allra fiskveiðiþjóða“ 4. janúar 2025 17:40 „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að handfæraveiðar muni aldrei ógna fiskistofnum. Jafnvel þótt strandveiðar yrðu heimilaðar yfir lengra tímabil og veiðiheimildir ótakmarkaðar. Slíkar veiðar stjórnist af veðri, vindum og fiskgengd í sjónum og því þurfi að hans mati ekki að óttast fjölgun í greininni. Hann segist vongóður um að strandveiðar verði stundaðar í heila 48 daga á ári líkt og ný ríkisstjórn hefur boðaða, sama hvað fiskveiðimagninu líður. 30. desember 2024 10:08 Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, segir fyrirhugaðar breytingar á lögum og reglum um strandveiðar fela í sér margt annað en að auka kvóta. Hún átti í snörpum orðaskiptum við þáttarstjórnanda á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun varðandi áform ríkisstjórnarinnar í strandveiðum. Forsætisráðherra viðurkennir að margt sé ekki að fullu útfært í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og gefur ekki upp hversu mikil boðuð hækkun auðlindagjalda eigi að vera. 22. desember 2024 19:08 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump titlar sig konung Erlent Fleiri fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Sjá meira
Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar „Ný ríkisstjórn þarf því í raun ekki að móta nýja auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu þegar kemur að sjávarútvegi. Íslenskur sjávarútvegur er sjálfbær og með aflamarkskerfinu hefur almennt tekist vel við endurreisn fiskistofna frá því að þeir voru við það að hrynja og sumir hrundu. Fækkun báta, skipa og útgerða hefur gerst á forsendum markaðarins og er nú svo komið að íslenskur sjávarútvegur leggur hlutfallslega mest til þjóðarbúsins meðal allra fiskveiðiþjóða“ 4. janúar 2025 17:40
„Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að handfæraveiðar muni aldrei ógna fiskistofnum. Jafnvel þótt strandveiðar yrðu heimilaðar yfir lengra tímabil og veiðiheimildir ótakmarkaðar. Slíkar veiðar stjórnist af veðri, vindum og fiskgengd í sjónum og því þurfi að hans mati ekki að óttast fjölgun í greininni. Hann segist vongóður um að strandveiðar verði stundaðar í heila 48 daga á ári líkt og ný ríkisstjórn hefur boðaða, sama hvað fiskveiðimagninu líður. 30. desember 2024 10:08
Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, segir fyrirhugaðar breytingar á lögum og reglum um strandveiðar fela í sér margt annað en að auka kvóta. Hún átti í snörpum orðaskiptum við þáttarstjórnanda á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun varðandi áform ríkisstjórnarinnar í strandveiðum. Forsætisráðherra viðurkennir að margt sé ekki að fullu útfært í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og gefur ekki upp hversu mikil boðuð hækkun auðlindagjalda eigi að vera. 22. desember 2024 19:08