Nefndin einróma um kosningarnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2025 10:17 Dagur B. Eggertsson er formaður undirbúningsnefndarinnar. Vísir/Einar Undirbúningsnefnd Alþingis er einróma um að niðurstöður Alþingiskosninganna 30. nóvember standa. Formaður nefndarinnar segir fulltrúa allra flokka hafa verið málefnalega við vinnuna og tekið hlutverk sitt af mikilli ábyrgð. Nefndin lauk rannsókn sinni á föstudag og sendi til yfirlestrar yfir helgina. Henni verður dreift til þingmanna í dag, birt á vef Alþingis á morgun en þá verður þing sett. Meðal þess sem nefndin hafði til skoðunar var hvort ástæða væri til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður nefndarinnar sem er skipuð fulltrúum allra þingflokka. „Nefndin var einróma um það eftir ítarlega yfirferð að niðurstaða kosninganna stæði. Útbýting þingsæta sem landskjörstjórn komst að stæðist líka,“ segir Dagur. Þetta séu meginniðurstöður nefndarinnar. Nefndin hafi þurft að fara yfir ágreiningsseðla úr kosningunum og skoða þær kærur sem bárust. Leysa hafi ýmsa hnúta og vinnan hafi verið nokkuð meiri en reiknað var með. Stjórnarskrá geri ráð fyrir að þingið sjálft þurfti að staðfesta úrslit kosninganna. Dagur útskýrir fyrirkomulagið á morgun þegar Alþingi verður sett með pompi og prakt. „Þing verður sett með því sem tilheyrir, ávarpi forseta og þar fram eftir götunum. Svo er kosin kjörbréfanefnd, gert hlé í rúma klukkustund, nefndin fundar um greinargerðina og gerir tillögu til þingsins á hennar grunni,“ segir Dagur. Hefðin sé sú að fólkið í undirbúningsnefndinni skipi kjörbréfanefndina enda gefist ekki rými til rannsóknar á málinu á miðjum þingfundi. Samþykki þingið tillögu kjörbréfanefndar teljast þingmenn kjörnir. Dagur segist ánægður með að nefndin hafi komist að einróma niðurstöðu. Það skipti máli því enginn bragur hefði verið á því ef áfram hefðu verið ágreiningsefni vegna kosninganna. Hann segist í störfum nefndarinnar hafa fengið forsmekk að andanum á þingi. „Mér fannst fólk mjög málefnalegt og tók hlutverk sitt af mikilli ábyrgð. Það er gott að finna það. Ég vissi ekki hvort það yrðu einhverjir pólitískir leikir. Svo var ekki. Það veit á gott.“ Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Formaður undirbúningsnefndar Alþingis um kosningu þingmanna segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Ekkert bendi til annars en atkvæði sem þar voru greidd í nýafstöðnum kosningum séu geymd með tryggum hætti. 20. janúar 2025 11:57 Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. 20. janúar 2025 09:18 Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Nefndin lauk rannsókn sinni á föstudag og sendi til yfirlestrar yfir helgina. Henni verður dreift til þingmanna í dag, birt á vef Alþingis á morgun en þá verður þing sett. Meðal þess sem nefndin hafði til skoðunar var hvort ástæða væri til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður nefndarinnar sem er skipuð fulltrúum allra þingflokka. „Nefndin var einróma um það eftir ítarlega yfirferð að niðurstaða kosninganna stæði. Útbýting þingsæta sem landskjörstjórn komst að stæðist líka,“ segir Dagur. Þetta séu meginniðurstöður nefndarinnar. Nefndin hafi þurft að fara yfir ágreiningsseðla úr kosningunum og skoða þær kærur sem bárust. Leysa hafi ýmsa hnúta og vinnan hafi verið nokkuð meiri en reiknað var með. Stjórnarskrá geri ráð fyrir að þingið sjálft þurfti að staðfesta úrslit kosninganna. Dagur útskýrir fyrirkomulagið á morgun þegar Alþingi verður sett með pompi og prakt. „Þing verður sett með því sem tilheyrir, ávarpi forseta og þar fram eftir götunum. Svo er kosin kjörbréfanefnd, gert hlé í rúma klukkustund, nefndin fundar um greinargerðina og gerir tillögu til þingsins á hennar grunni,“ segir Dagur. Hefðin sé sú að fólkið í undirbúningsnefndinni skipi kjörbréfanefndina enda gefist ekki rými til rannsóknar á málinu á miðjum þingfundi. Samþykki þingið tillögu kjörbréfanefndar teljast þingmenn kjörnir. Dagur segist ánægður með að nefndin hafi komist að einróma niðurstöðu. Það skipti máli því enginn bragur hefði verið á því ef áfram hefðu verið ágreiningsefni vegna kosninganna. Hann segist í störfum nefndarinnar hafa fengið forsmekk að andanum á þingi. „Mér fannst fólk mjög málefnalegt og tók hlutverk sitt af mikilli ábyrgð. Það er gott að finna það. Ég vissi ekki hvort það yrðu einhverjir pólitískir leikir. Svo var ekki. Það veit á gott.“
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Formaður undirbúningsnefndar Alþingis um kosningu þingmanna segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Ekkert bendi til annars en atkvæði sem þar voru greidd í nýafstöðnum kosningum séu geymd með tryggum hætti. 20. janúar 2025 11:57 Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. 20. janúar 2025 09:18 Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Formaður undirbúningsnefndar Alþingis um kosningu þingmanna segir of snemmt að segja til um hvort ástæða sé til endurtalningar atkvæða í Suðvesturkjördæmi eins og farið hefur verið fram á í kæru. Ekkert bendi til annars en atkvæði sem þar voru greidd í nýafstöðnum kosningum séu geymd með tryggum hætti. 20. janúar 2025 11:57
Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. 20. janúar 2025 09:18
Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40