Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2025 09:49 Stjórnstöð tilraunar Rastar verður á innflutningsbryggju Olíudreifingar í Hvalfirði. Rannsóknin á að fara fram í sumar fáist til þess leyfi. Röst Magn basa sem félagið Röst vill losa út í Hvalfjörð í sumar til þess að rannsaka kolefnisbindingu sjávar er ekki hættuleg lífríki og er minna en það sem iðn- og hafnarfyrirtæki mega losa út í sjó að staðaldri, að sögn framkvæmdastjóra félagsins. Sérfræðingur Hafró segir erfitt að sjá að tilraunin valdi skaða á firðinum. Röst er hluti af alþjóðlegum vísindahópi sem rannsakar hvort hægt sé að auka svonefnda basavirkni sjávar og gera honum kleift að binda meira kolefni. Höf jarðar súrna nú vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi en súrnun dregur úr getu hafsins til þess að binda kolefni auk þess að hafa skaðleg áhrif á kalkmyndandi lífverur. Félagið greiddi Hafrannsóknastofnun til þess að gera grunnmælingar á sjónum, efnafræði hans og lífríkinu í Hvalfirði í fyrra en í sumar stendur til að gera frumrannsókn á aðferð til þess að hækka sýrustig sjávar með því að bæta basa út í það. Rannsóknin fælist í að bæta útþynntum vítissóda, natríumhýdroxíði, út í sjóinn nærri botni Hvalfjarðar fyrir utan dreifingarstöð Olíudreifingar samkvæmt umsókn Rastar sem liggur fyrir hjá utanríkisráðuneytinu. Sækja þarf um rannsóknarleyfi fyrir öllum rannsóknum í sjó til þess. Vilja staðfesta tilgátur um hraðari kolefnisbindingu Salome Hallfreðsdóttir, framkvæmdastjóri Rastar, segir vítissóda hafa orðið fyrir valinu því hann sé hreinasta form basa sem völ er á. Félagið kaupi 30% vítissódablöndu sem verði þynnt niður í 4,5% með ferskvatni áður en basanum verði veitt í sjóinn. Um tíu til þrjátíu þúsund lítrar af útþynntu blöndunni yrði veitt í sjóinn. Til samanburðar eru 2,5 milljónir lítrar af vatni í ólympískri sundlaug í fullri stærð. Ítarlegar efnafræði- og umhverfismælingar verða svo gerðar til að kanna áhrifin, meðal annars með fjarstýrðum bát og í bauju, og hvort hægt sé að hraða náttúrulegu ferli sem bindur kolefni í sjónum. „Við vitum að þetta virkar nákvæmlega svona í náttúrulega kerfi jarðarinnar en við erum aðallega að fara rannsaka hvort það sé hægt að mæla breytingarnar og staðfesta að áhrifin séu þau sem líkön og sambærilegar erlendar rannsóknir hafa spáð fyrir,“ segir Salome við Vísi. Salome Hallfreðsdóttir, framkvæmdastjóri Rastar. Hún var meðal annars áður framkvæmdastjóri náttúruverndarsamtakanna Landverndar.Aðsend Iðnaður og hafnarstarfsemi geti losað meiri basa Leigutaki Laxár í Kjós og Bugðu skrifaði aðsenda grein á Vísi í gær þar sem hann hélt því fram að Röst ætlaði að „eitra“ Hvalfjörð með því að losa fleiri tonn af vítissóda í fjörðinn og að það gæti endað með umhverfisslysi. Í umsókn Rastar til utanríkisráðuneytisins kemur fram að rannsóknin eigi að standa yfir í 48 til 96 klukkustundir (tvo til fjóra daga). Efnin sem eigi að nota séu í magni sem eigi ekki að hafa veruleg, langvinn eða útbreidd skaðleg áhrif. Tímasetning losunar basans taki mið af sjávarstraumum og að vakta eigi áhrifin með mælingum og sýnatökum. Rannsóknin muni ekki hafa áhrif á umhverfismarkmið fyrir Hvalfjörð og botn hans. Tilraun Rastar verður gerð við austurhluta bryggju Olíudreifingar innarlega í Hvalfirði.Röst Salome segir að pH-gildi í Hvalfirði, sem sé að jafnaði í kringum átta, hækki á afmörkuðu svæði á meðan rannsóknin stendur yfir en að þau færist í fyrra horf á skömmum tíma eftir að henni lýkur. Í umsókn Rastar um rannsóknarleyfið segir að sýrustigið verði komið í samt horf um það bil sólarhring eftir að losun lýkur. Gert er ráð fyrir að hækkuð pH-gildi mælist í mest kílómetra radíus frá losuninni. Áætlað er að meðalsýrustigið á öllum dýptum í sjónum fari aldrei yfir pH 8,5. Í um tvö hundruð metra radíus verði hámarkið um pH 9 sem séu reglugerðarmörk í þeim starfsleyfum fyrirtækja sem Röst hefur kynnt sér. Þau leyfi gildi fyrir starfsemi sem á sér stað allan ársins hring. Sýni sem voru tekin úr Hvalfirði til að undirbúa rannsóknir Rastar í fyrra.Vísir/Arnar Þær erlendu rannsóknir sem hafi verið gerðar á áhrifum rannsóknarefnisins á lífverur bendi til þess að áætlað magn basans yfir losunartímann hafi engin áhrif á lífríki í firðinum. Ekki verði varanlegar breytingar á sjónum eftir að rannsókninni er lokið. „Basísku efnin sem notuð verða til að herma eftir sveiflum í hafinu verða í litlu magni í stóra samhenginu og verulega útþynnt og munu ekki valda mengun,“ segir Salome í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Til samanburðar hafi ýmis iðnaður og hafnartengd starfsemi hér á landi mun víðtækari heimildir til þess að skila basa út í hafið en Röst sækist eftir í umsókn sinni um rannsóknarleyfið. Erfitt að sjá skaðleg áhrif af tilrauninni Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri á umhverfissviði Hafrannsóknastofnunar sem hefur umsókn Rastar til umsagnar, segir að tryggja þurfi að rannsóknin hafi ekki það umfangsmiklar breytingar í för með sér að hún hafi skaðleg áhrif á vistkerfi í Hvalfirði. „Við fyrstu sýn er þetta bara mjög staðbundin og tímabundin áhrif á sjóinn sjálfan. Það er erfitt að sjá að þetta sé einhver skaði fyrir umhverfið eða lífríkið í Hvalfirði af þessari tilraun,“ segir Hrönn sem setur þó fyrirvara um að rýna þurfi umsóknina betur með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga. Auk Hafró fá Umhverfis- og orkustofnun og Matvælastofnun umsóknina til umsagnar en frestur til þess að skila þeim rennur út 7. febrúar. Á meðal þess sem var gagrýnt í grein hagsmunaðilans í Laxá í gær var að Röst hefði greitt Hafrannsóknastofnun fyrir rannsóknir í aðdraganda tilraunarinnar. Salome segir í svari sínu að Hafró sé ekki þátttakandi í rannsókninni sjálfri og eðlilegt hafi verið að leita samstarfs við hana um grunnathuganir. Hrönn frá Hafró segir að starfsmaður stofnunarinnar sem sitji í ráðgjafarnefnd hjá Röst komi ekki nálægt umsögn hennar um rannsóknarleyfið. Stefnt sé að því að fá utanaðkomandi sérfræðinga til þess að meta verkefnið með Hafró. Fyrir utan hafefnafræðing frá Hafró eiga haf- og efnafræðingar frá íslenskum, kanadískum og bandarískum háskólum og opinberum rannsóknarstofnunum sæti í ráðgjafarnefnd Rastar. Hrönn Egilsdóttir sviðsstjóri umhverfissviðs hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Egill Hætta á að ósannreyndar aðferðir verði notaðar án rannsókna Þrátt fyrir að samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda sé eina leiðin til þess að stöðva hnattræna hlýnun af völdum manna er kolefnisbinding talin mikilvæg til þess að bregðast við loftslagsvandanum. Ólíkt svifryksmengun sem þynnist út og dreifist safnast koltvísýringur fyrir í lofhjúpi jarðar og veldur hlýnun við yfirborð hennar. Fari mannkynið yfir þá þröskulda sem það hefur sett um hlýnun á þessari öld yrði kolefnisföngun og binding eina leiðin til þess að taka skrefið til baka. Hrönn frá Hafró segir mikilvægt að stunda rannsóknir á kolefnisbindingaraðferðum líkt og Röst vill gera í Hvalfirði, óháð því hvort að þær reynist raunhæfar eða ekki. „Ef við förum ekki í rannsóknir á þessu er hætta á því að margir nýti sér þessa aðferð til þess að fjarlægja kolefni án þess að hún raunverulega virki og mögulega skaði vistkerfið ef þetta væri gert á stórum skala,“ segir hún. Athafnasvæði Rastar á bryggjunni í Hvalfirði þar sem dælibúnaður verður settur upp tímabundið. Hann á að fjarlægja að tilrauninni lokinni sem á að standa yfir í mesta lagi fjóra daga.Röst Ekki stendur til að stunda kolefnisbindingu í Hvalfirði, aðeins að stunda vísindarannsóknir, að sögn Salome frá Röst. Ef aðferðin reynist virka verði það ekki Röst sem skalar hana upp enda sé félagið óhagnaðardrifið vísindarannsóknafélag. Öll gögn sem verða til við rannsóknirnar verði aðgengileg opinberlega. „Ef eftir einhver ár af vísindarannsóknum, hér eða erlendis, kemur á daginn að mögulega sé hægt að skala upp þessa aðferð verður það aldrei gert í neinum firði á Íslandi heldur færi slíkt fram úti á opnu hafsvæði þar sem haffræðilegar aðstæður leyfa. Áður en til slíks kæmi þyrfti að eiga sér stað einhver stefnumörkun hjá alþjóðasamfélaginu. Það er einhver framtíðarmúsík en fyrsta skrefið verður að vera að rannsaka hvort þessi aðferð sé yfir höfuð möguleg, mælanleg og beri árangur,“ segir Salome. Hvalfjarðarsveit Loftslagsmál Umhverfismál Hafið Kjósarhreppur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira
Röst er hluti af alþjóðlegum vísindahópi sem rannsakar hvort hægt sé að auka svonefnda basavirkni sjávar og gera honum kleift að binda meira kolefni. Höf jarðar súrna nú vegna stórfelldrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi en súrnun dregur úr getu hafsins til þess að binda kolefni auk þess að hafa skaðleg áhrif á kalkmyndandi lífverur. Félagið greiddi Hafrannsóknastofnun til þess að gera grunnmælingar á sjónum, efnafræði hans og lífríkinu í Hvalfirði í fyrra en í sumar stendur til að gera frumrannsókn á aðferð til þess að hækka sýrustig sjávar með því að bæta basa út í það. Rannsóknin fælist í að bæta útþynntum vítissóda, natríumhýdroxíði, út í sjóinn nærri botni Hvalfjarðar fyrir utan dreifingarstöð Olíudreifingar samkvæmt umsókn Rastar sem liggur fyrir hjá utanríkisráðuneytinu. Sækja þarf um rannsóknarleyfi fyrir öllum rannsóknum í sjó til þess. Vilja staðfesta tilgátur um hraðari kolefnisbindingu Salome Hallfreðsdóttir, framkvæmdastjóri Rastar, segir vítissóda hafa orðið fyrir valinu því hann sé hreinasta form basa sem völ er á. Félagið kaupi 30% vítissódablöndu sem verði þynnt niður í 4,5% með ferskvatni áður en basanum verði veitt í sjóinn. Um tíu til þrjátíu þúsund lítrar af útþynntu blöndunni yrði veitt í sjóinn. Til samanburðar eru 2,5 milljónir lítrar af vatni í ólympískri sundlaug í fullri stærð. Ítarlegar efnafræði- og umhverfismælingar verða svo gerðar til að kanna áhrifin, meðal annars með fjarstýrðum bát og í bauju, og hvort hægt sé að hraða náttúrulegu ferli sem bindur kolefni í sjónum. „Við vitum að þetta virkar nákvæmlega svona í náttúrulega kerfi jarðarinnar en við erum aðallega að fara rannsaka hvort það sé hægt að mæla breytingarnar og staðfesta að áhrifin séu þau sem líkön og sambærilegar erlendar rannsóknir hafa spáð fyrir,“ segir Salome við Vísi. Salome Hallfreðsdóttir, framkvæmdastjóri Rastar. Hún var meðal annars áður framkvæmdastjóri náttúruverndarsamtakanna Landverndar.Aðsend Iðnaður og hafnarstarfsemi geti losað meiri basa Leigutaki Laxár í Kjós og Bugðu skrifaði aðsenda grein á Vísi í gær þar sem hann hélt því fram að Röst ætlaði að „eitra“ Hvalfjörð með því að losa fleiri tonn af vítissóda í fjörðinn og að það gæti endað með umhverfisslysi. Í umsókn Rastar til utanríkisráðuneytisins kemur fram að rannsóknin eigi að standa yfir í 48 til 96 klukkustundir (tvo til fjóra daga). Efnin sem eigi að nota séu í magni sem eigi ekki að hafa veruleg, langvinn eða útbreidd skaðleg áhrif. Tímasetning losunar basans taki mið af sjávarstraumum og að vakta eigi áhrifin með mælingum og sýnatökum. Rannsóknin muni ekki hafa áhrif á umhverfismarkmið fyrir Hvalfjörð og botn hans. Tilraun Rastar verður gerð við austurhluta bryggju Olíudreifingar innarlega í Hvalfirði.Röst Salome segir að pH-gildi í Hvalfirði, sem sé að jafnaði í kringum átta, hækki á afmörkuðu svæði á meðan rannsóknin stendur yfir en að þau færist í fyrra horf á skömmum tíma eftir að henni lýkur. Í umsókn Rastar um rannsóknarleyfið segir að sýrustigið verði komið í samt horf um það bil sólarhring eftir að losun lýkur. Gert er ráð fyrir að hækkuð pH-gildi mælist í mest kílómetra radíus frá losuninni. Áætlað er að meðalsýrustigið á öllum dýptum í sjónum fari aldrei yfir pH 8,5. Í um tvö hundruð metra radíus verði hámarkið um pH 9 sem séu reglugerðarmörk í þeim starfsleyfum fyrirtækja sem Röst hefur kynnt sér. Þau leyfi gildi fyrir starfsemi sem á sér stað allan ársins hring. Sýni sem voru tekin úr Hvalfirði til að undirbúa rannsóknir Rastar í fyrra.Vísir/Arnar Þær erlendu rannsóknir sem hafi verið gerðar á áhrifum rannsóknarefnisins á lífverur bendi til þess að áætlað magn basans yfir losunartímann hafi engin áhrif á lífríki í firðinum. Ekki verði varanlegar breytingar á sjónum eftir að rannsókninni er lokið. „Basísku efnin sem notuð verða til að herma eftir sveiflum í hafinu verða í litlu magni í stóra samhenginu og verulega útþynnt og munu ekki valda mengun,“ segir Salome í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Til samanburðar hafi ýmis iðnaður og hafnartengd starfsemi hér á landi mun víðtækari heimildir til þess að skila basa út í hafið en Röst sækist eftir í umsókn sinni um rannsóknarleyfið. Erfitt að sjá skaðleg áhrif af tilrauninni Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri á umhverfissviði Hafrannsóknastofnunar sem hefur umsókn Rastar til umsagnar, segir að tryggja þurfi að rannsóknin hafi ekki það umfangsmiklar breytingar í för með sér að hún hafi skaðleg áhrif á vistkerfi í Hvalfirði. „Við fyrstu sýn er þetta bara mjög staðbundin og tímabundin áhrif á sjóinn sjálfan. Það er erfitt að sjá að þetta sé einhver skaði fyrir umhverfið eða lífríkið í Hvalfirði af þessari tilraun,“ segir Hrönn sem setur þó fyrirvara um að rýna þurfi umsóknina betur með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga. Auk Hafró fá Umhverfis- og orkustofnun og Matvælastofnun umsóknina til umsagnar en frestur til þess að skila þeim rennur út 7. febrúar. Á meðal þess sem var gagrýnt í grein hagsmunaðilans í Laxá í gær var að Röst hefði greitt Hafrannsóknastofnun fyrir rannsóknir í aðdraganda tilraunarinnar. Salome segir í svari sínu að Hafró sé ekki þátttakandi í rannsókninni sjálfri og eðlilegt hafi verið að leita samstarfs við hana um grunnathuganir. Hrönn frá Hafró segir að starfsmaður stofnunarinnar sem sitji í ráðgjafarnefnd hjá Röst komi ekki nálægt umsögn hennar um rannsóknarleyfið. Stefnt sé að því að fá utanaðkomandi sérfræðinga til þess að meta verkefnið með Hafró. Fyrir utan hafefnafræðing frá Hafró eiga haf- og efnafræðingar frá íslenskum, kanadískum og bandarískum háskólum og opinberum rannsóknarstofnunum sæti í ráðgjafarnefnd Rastar. Hrönn Egilsdóttir sviðsstjóri umhverfissviðs hjá Hafrannsóknarstofnun.Vísir/Egill Hætta á að ósannreyndar aðferðir verði notaðar án rannsókna Þrátt fyrir að samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda sé eina leiðin til þess að stöðva hnattræna hlýnun af völdum manna er kolefnisbinding talin mikilvæg til þess að bregðast við loftslagsvandanum. Ólíkt svifryksmengun sem þynnist út og dreifist safnast koltvísýringur fyrir í lofhjúpi jarðar og veldur hlýnun við yfirborð hennar. Fari mannkynið yfir þá þröskulda sem það hefur sett um hlýnun á þessari öld yrði kolefnisföngun og binding eina leiðin til þess að taka skrefið til baka. Hrönn frá Hafró segir mikilvægt að stunda rannsóknir á kolefnisbindingaraðferðum líkt og Röst vill gera í Hvalfirði, óháð því hvort að þær reynist raunhæfar eða ekki. „Ef við förum ekki í rannsóknir á þessu er hætta á því að margir nýti sér þessa aðferð til þess að fjarlægja kolefni án þess að hún raunverulega virki og mögulega skaði vistkerfið ef þetta væri gert á stórum skala,“ segir hún. Athafnasvæði Rastar á bryggjunni í Hvalfirði þar sem dælibúnaður verður settur upp tímabundið. Hann á að fjarlægja að tilrauninni lokinni sem á að standa yfir í mesta lagi fjóra daga.Röst Ekki stendur til að stunda kolefnisbindingu í Hvalfirði, aðeins að stunda vísindarannsóknir, að sögn Salome frá Röst. Ef aðferðin reynist virka verði það ekki Röst sem skalar hana upp enda sé félagið óhagnaðardrifið vísindarannsóknafélag. Öll gögn sem verða til við rannsóknirnar verði aðgengileg opinberlega. „Ef eftir einhver ár af vísindarannsóknum, hér eða erlendis, kemur á daginn að mögulega sé hægt að skala upp þessa aðferð verður það aldrei gert í neinum firði á Íslandi heldur færi slíkt fram úti á opnu hafsvæði þar sem haffræðilegar aðstæður leyfa. Áður en til slíks kæmi þyrfti að eiga sér stað einhver stefnumörkun hjá alþjóðasamfélaginu. Það er einhver framtíðarmúsík en fyrsta skrefið verður að vera að rannsaka hvort þessi aðferð sé yfir höfuð möguleg, mælanleg og beri árangur,“ segir Salome.
Hvalfjarðarsveit Loftslagsmál Umhverfismál Hafið Kjósarhreppur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Bein útsending frá setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Sjá meira