Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2025 07:42 Íbúar og ferðamenn á Santorini bíða eftir ferjum til að komast af eyjunni. AP Yfirvöld á Grikklandi hafa lýst yfir neyðarástandi á ferðamannaeyjunni Santorini vegna tíðra jarðskjálfta við eyjuna. Þúsundir skjálfta hafa verið skráðir síðan á sunnudag. Skjálfti 4,6 að stærð varð um klukkan átta í gærkvöldi milli eyjanna Santorini og Amorgos. Annar skjálfti, 4,2 að stærð varð svo um tveimur tímum síðar. Stærsti skjálftinn í hrinunni varð á miðvikudag og mældist sá 5,2 að stærð. BBC segir frá því að um 11 þúsund íbúar á Santorini hafi flúið eyjuna og hafa þeir sem eftir eru nú tekið upp skipulagðar eftirlitsferðir að næturlagi af ótta við að þjófagengi láti til skarar skríða. Santorini er vinsæl ferðamannaeyja og heimsækja milljónir ferðamanna eyjunni á ári hverju.AP Jarðskjálftafræðingar segja erfitt að segja til um hvenær skjálftahrinunni ljúki. Enn sem komið er hafa engir slasast í skjálftunum og þá hefur ekki verið tilkynnt um neina meiriháttar eyðileggingu. Yfirvöld á Grikklandi hafa búið sig undir að enn stærri skjálfti kunni að ríða yfir og þá hefur verið varað við aurskriðum. Þá óttast margir að flóðbylgja kunni að skella á eyjunni og hefur bráðabirgðavarnargörðum verið komið upp á Monolithos-ströndinni þar sem fjöldi bygginga standa nálægt ströndinni. Neyðarástand mun vera í gildi á eyjunni til að minnsta kosti 3. mars næstkomandi. Grikkland Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Um ellefu þúsundir íbúa á grísku eyjunni Santorini hafa yfirgefið eyjuna eftir mikla skjálftavirkni síðustu daga. Skjálfti 5,2 að stærð mældist milli eyjarinnar og Amorgos í gærkvöldi eftir mikinn fjölda smáskjálfta síðustu vikur. 6. febrúar 2025 07:56 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Skjálfti 4,6 að stærð varð um klukkan átta í gærkvöldi milli eyjanna Santorini og Amorgos. Annar skjálfti, 4,2 að stærð varð svo um tveimur tímum síðar. Stærsti skjálftinn í hrinunni varð á miðvikudag og mældist sá 5,2 að stærð. BBC segir frá því að um 11 þúsund íbúar á Santorini hafi flúið eyjuna og hafa þeir sem eftir eru nú tekið upp skipulagðar eftirlitsferðir að næturlagi af ótta við að þjófagengi láti til skarar skríða. Santorini er vinsæl ferðamannaeyja og heimsækja milljónir ferðamanna eyjunni á ári hverju.AP Jarðskjálftafræðingar segja erfitt að segja til um hvenær skjálftahrinunni ljúki. Enn sem komið er hafa engir slasast í skjálftunum og þá hefur ekki verið tilkynnt um neina meiriháttar eyðileggingu. Yfirvöld á Grikklandi hafa búið sig undir að enn stærri skjálfti kunni að ríða yfir og þá hefur verið varað við aurskriðum. Þá óttast margir að flóðbylgja kunni að skella á eyjunni og hefur bráðabirgðavarnargörðum verið komið upp á Monolithos-ströndinni þar sem fjöldi bygginga standa nálægt ströndinni. Neyðarástand mun vera í gildi á eyjunni til að minnsta kosti 3. mars næstkomandi.
Grikkland Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Um ellefu þúsundir íbúa á grísku eyjunni Santorini hafa yfirgefið eyjuna eftir mikla skjálftavirkni síðustu daga. Skjálfti 5,2 að stærð mældist milli eyjarinnar og Amorgos í gærkvöldi eftir mikinn fjölda smáskjálfta síðustu vikur. 6. febrúar 2025 07:56 Mest lesið Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent „Við erum tilbúin í samstarf“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Um ellefu þúsundir íbúa á grísku eyjunni Santorini hafa yfirgefið eyjuna eftir mikla skjálftavirkni síðustu daga. Skjálfti 5,2 að stærð mældist milli eyjarinnar og Amorgos í gærkvöldi eftir mikinn fjölda smáskjálfta síðustu vikur. 6. febrúar 2025 07:56