Shams Charania hjá ESPN greindi frá í gærkvöldi. Hann segir fjölda ástæðna fyrir því að Williams hafi fallið á læknisskoðuninni, bakmeiðsli hans hafi þó ekki verið ástæðan.
Williams hefur aðeins spilað 85 af 212, eða um fjörutíu prósent, af mögulegum leikjum síðan hann hóf feril sinn í NBA fyrir tveimur og hálfu ári.
Lakers voru þess þó vissir að hann myndi standast skoðunina, framkvæmdastjórinn Rob Pelinka lýsti því yfir síðasta fimmtudag. Hann sagðist hafa ráðfært við sérfræðinga UCLA og LA Lakers, sem sögðu að þó Williams hafi verið mikið meiddur hafi hann aldrei gengist undir aðgerð og ætti að standast skoðun.
Mark Williams' physical with the Lakers showed multiple issues and the team failed him on the exam, sources tell ESPN. The physical was not failed due to his back, however. https://t.co/lY4XrSIlHf
— Shams Charania (@ShamsCharania) February 9, 2025
Önnur vandamál hafa þó greinilega komið í ljós því Williams var sendur aftur til Hornets, og Lakers endurheimtu Dalton Knecht, Cam Reddish og tvo valrétti í nýliðavölum 2030 og 2031.
Jaxson Hayes verður væntanlega byrjunarliðsmaður í miðherjastöðu en Trey Jemison III, Christian Koloko og Christian Wood koma einnig til greina. Sá síðastnefndi er reyndar frá vegna meiðsla um óákveðinn tíma.