Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Ferðafélag Íslands og Páll Guðmundsson 11. febrúar 2025 13:51 Hópur ferðalanga á Vífilfelli Myndabanki FÍ Almenningur á Íslandi hefur sterk tengsl við landið og náttúruna og viðhorf fólks til náttúruverndar eru grundvölluð á þessum tengslum. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar hér um almannarétt til þess að ferðast um landið. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags ÍslandsMyndabanki FÍ Almannaréttur er einn af lykilþáttum náttúruverndarlaga Náttúruupplifun og útivist er nátengd náttúruvernd og því er almannaréttur órjúfanlegur þáttur í lögum um náttúruvernd. Almenningur á Íslandi hefur sterk tengsl við landið og náttúruna og viðhorf fólks til náttúruverndar eru grundvölluð á þessum tengslum. Því er mikilvægt að lög um aðgengi fólks að náttúrunni séu sanngjörn. Þannig er til dæmis hlutverk þjóðgarða einkum tvíþættur, annars vegar að að vernda náttúruna og hins vegar að tryggja rétt almennings til að ferðast um landið. Með vaxandi útivist og með fjölgun ferðamanna hefur umferð um landið vaxið gífurlega.Myndabanki FÍ Á árum áður var hlutverk almannaréttar öðru fremur að tryggja möguleika fólks á að komast milli staða. Nú á dögum er hlutverk almannaréttar ekki síður að tryggja öllum almenningi möguleika á að njóta og upplifa náttúru landsins. Með vaxandi útivist og með fjölgun ferðamanna hefur umferð um landið vaxið gífurlega. Frjáls för um landið Mikilvægt er að almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land enda styðst það við rétt og hefðir á Íslandi frá örófi alda. Stærstur hluti óræktaðs lands er móar, melar, heiðalönd og útjörð sem er lítið eða ekki nýtt nema þá helst til beitar. Engin verndunar- eða nytjaþörf er því á að takmarka eða banna umferð gangandi fólks um slík svæði. Sömuleiðis er mikilvægt að tryggja umferð hjólandi og ríðandi sem og aðra umferð ferðamanna um landið enda gildi sanngjörn sjónarmið fyrir alla hópa útivistar varðandi vernd náttúrunnar og almannaréttar að teknu tilliti til aðstæðna á hverju svæði fyrir sig. Um leið og mikilvægt er að tryggja almannarétt fólks þá er eðlilegt að við sem ferðumst um landið skiljum að hann getur ekki verið án takmarka enda komi slík ákvæði fram í náttúruverndarlögum. Eðlilegt er að Umhverfisstofnun og þjóðgarðar hafi til þess heimild að grípa til takmörkunar á umferð í þágu verndar viðkvæmrar náttúru enda liggi fyrir skýrar ástæður fyrir takmörkun á umferð. Tillitssemi, samstarf, samvinna og virðing eru lykilþættir þegar kemur ferðum okkar um landið.Myndabanki FÍ Tillitssemi, samstarf, samvinna og virðing eru lykilþættir þegar kemur ferðum okkar um landið. Í því felst meðal annars að fá leyfi landeigenda, upplýsa um för okkar, fylgja lögum og reglum, sýna ólíkum ferðamáta tillitssemi og síðast en ekki síst að sýna náttúrunni virðingu í för okkar um landið. Höfundur er framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Heilsa Fjallamennska Ferðalög Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Tíska og hönnun Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Fleiri fréttir Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Sjá meira
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags ÍslandsMyndabanki FÍ Almannaréttur er einn af lykilþáttum náttúruverndarlaga Náttúruupplifun og útivist er nátengd náttúruvernd og því er almannaréttur órjúfanlegur þáttur í lögum um náttúruvernd. Almenningur á Íslandi hefur sterk tengsl við landið og náttúruna og viðhorf fólks til náttúruverndar eru grundvölluð á þessum tengslum. Því er mikilvægt að lög um aðgengi fólks að náttúrunni séu sanngjörn. Þannig er til dæmis hlutverk þjóðgarða einkum tvíþættur, annars vegar að að vernda náttúruna og hins vegar að tryggja rétt almennings til að ferðast um landið. Með vaxandi útivist og með fjölgun ferðamanna hefur umferð um landið vaxið gífurlega.Myndabanki FÍ Á árum áður var hlutverk almannaréttar öðru fremur að tryggja möguleika fólks á að komast milli staða. Nú á dögum er hlutverk almannaréttar ekki síður að tryggja öllum almenningi möguleika á að njóta og upplifa náttúru landsins. Með vaxandi útivist og með fjölgun ferðamanna hefur umferð um landið vaxið gífurlega. Frjáls för um landið Mikilvægt er að almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land enda styðst það við rétt og hefðir á Íslandi frá örófi alda. Stærstur hluti óræktaðs lands er móar, melar, heiðalönd og útjörð sem er lítið eða ekki nýtt nema þá helst til beitar. Engin verndunar- eða nytjaþörf er því á að takmarka eða banna umferð gangandi fólks um slík svæði. Sömuleiðis er mikilvægt að tryggja umferð hjólandi og ríðandi sem og aðra umferð ferðamanna um landið enda gildi sanngjörn sjónarmið fyrir alla hópa útivistar varðandi vernd náttúrunnar og almannaréttar að teknu tilliti til aðstæðna á hverju svæði fyrir sig. Um leið og mikilvægt er að tryggja almannarétt fólks þá er eðlilegt að við sem ferðumst um landið skiljum að hann getur ekki verið án takmarka enda komi slík ákvæði fram í náttúruverndarlögum. Eðlilegt er að Umhverfisstofnun og þjóðgarðar hafi til þess heimild að grípa til takmörkunar á umferð í þágu verndar viðkvæmrar náttúru enda liggi fyrir skýrar ástæður fyrir takmörkun á umferð. Tillitssemi, samstarf, samvinna og virðing eru lykilþættir þegar kemur ferðum okkar um landið.Myndabanki FÍ Tillitssemi, samstarf, samvinna og virðing eru lykilþættir þegar kemur ferðum okkar um landið. Í því felst meðal annars að fá leyfi landeigenda, upplýsa um för okkar, fylgja lögum og reglum, sýna ólíkum ferðamáta tillitssemi og síðast en ekki síst að sýna náttúrunni virðingu í för okkar um landið. Höfundur er framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands.
Heilsa Fjallamennska Ferðalög Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Tíska og hönnun Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Fleiri fréttir Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Sjá meira