Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. febrúar 2025 12:32 Heiða Björg Hilmarsdóttir er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar vonast til að línur fari að skýrast í myndun nýs meirihluta í borginni og að jafnvel geti dregið til tíðinda í dag. Hún hefur rætt við oddvita allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum það að ganga hratt til verks. Rúmir þrír sólarhringar eru síðan Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn. Hann hóf strax viðræður við aðra flokka sem gengu ekki upp. Síðan þá hafa þreifingar átt sér stað þvert á flokka. Borgarfulltrúarnir eru tuttugu og þrír talsins og þarf því tólf til að mynda nýjan meirihluta. Möguleikarnir eru nokkrir en miðað við þau orð sem borgarfulltrúar hafa látið falla virðist vinstristjórn vera einna líklegust núna. Heiða Björk Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar segir mikilvægt að næsti meirihluti verði samhentur og sammála um hvaða verk þurfi að ganga í. „Það eru kannski svona hægri vinstri pólar inni í borgarstjórn en þegar maður tekur sig saman fyrir svona stuttan tíma þá þarf maður að vera fókuseraður og horfa á hvað er mikilvægast og hvað okkur finnst mikilvægt að koma í verk strax. Svo þarf bara góða verkstjórn og koma því til framkvæmda. Þannig ég hef mestan áhuga á því að finna fólk sem að treystir sér í þetta og er tilbúið til þess að vinna og vera í samtali og góðri samvinnu.“ Hún hafi átt í samtölum við aðra oddvita en engar formlegar meirihlutaviðræður séu þó hafnar. „Ég hef talað við alla nema formann Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins en það eru engar formlegar viðræður í sjálfu sér í gangi en ég hugsa að það fari nú að skýrast fljótlega.“ Hún segist ekki geta lofað að það dragi til tíðinda í dag en það kæmi henni ekki á óvart að það myndi gerast. Mikilvægt sé að línurnar skýrist sem fyrst. „Við getum ekki látið borgarbúa bíða. Við berum ábyrgð á því að mynda meirihluta og ég held að við flest tökum það bara mjög alvarlega. Þannig að sama hvað gerist þá held ég að þetta megi ekki taka langa tíma. Við skuldum bara borgarbúum það að ganga hratt í þessi verk.“ Þá segir hún borgarstjórastólinn ekki hafa verið ræddan né hvort það komi til greina að næsti borgarstjóri verði faglega ráðinn. „Við höfum í þessum samtölum sem ég hef átt ekki rætt um borgarstjórastól eða hlutverk. Við höfum bara verið að tala um verkefnin, fólkið í borginni, hvað er mikilvægast að við gerum og hvernig við myndum forgangsraða.“ Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Rúmir þrír sólarhringar eru síðan Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu í borgarstjórn. Hann hóf strax viðræður við aðra flokka sem gengu ekki upp. Síðan þá hafa þreifingar átt sér stað þvert á flokka. Borgarfulltrúarnir eru tuttugu og þrír talsins og þarf því tólf til að mynda nýjan meirihluta. Möguleikarnir eru nokkrir en miðað við þau orð sem borgarfulltrúar hafa látið falla virðist vinstristjórn vera einna líklegust núna. Heiða Björk Hilmisdóttir oddviti Samfylkingarinnar segir mikilvægt að næsti meirihluti verði samhentur og sammála um hvaða verk þurfi að ganga í. „Það eru kannski svona hægri vinstri pólar inni í borgarstjórn en þegar maður tekur sig saman fyrir svona stuttan tíma þá þarf maður að vera fókuseraður og horfa á hvað er mikilvægast og hvað okkur finnst mikilvægt að koma í verk strax. Svo þarf bara góða verkstjórn og koma því til framkvæmda. Þannig ég hef mestan áhuga á því að finna fólk sem að treystir sér í þetta og er tilbúið til þess að vinna og vera í samtali og góðri samvinnu.“ Hún hafi átt í samtölum við aðra oddvita en engar formlegar meirihlutaviðræður séu þó hafnar. „Ég hef talað við alla nema formann Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins en það eru engar formlegar viðræður í sjálfu sér í gangi en ég hugsa að það fari nú að skýrast fljótlega.“ Hún segist ekki geta lofað að það dragi til tíðinda í dag en það kæmi henni ekki á óvart að það myndi gerast. Mikilvægt sé að línurnar skýrist sem fyrst. „Við getum ekki látið borgarbúa bíða. Við berum ábyrgð á því að mynda meirihluta og ég held að við flest tökum það bara mjög alvarlega. Þannig að sama hvað gerist þá held ég að þetta megi ekki taka langa tíma. Við skuldum bara borgarbúum það að ganga hratt í þessi verk.“ Þá segir hún borgarstjórastólinn ekki hafa verið ræddan né hvort það komi til greina að næsti borgarstjóri verði faglega ráðinn. „Við höfum í þessum samtölum sem ég hef átt ekki rætt um borgarstjórastól eða hlutverk. Við höfum bara verið að tala um verkefnin, fólkið í borginni, hvað er mikilvægast að við gerum og hvernig við myndum forgangsraða.“
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira