Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Lovísa Arnardóttir skrifar 11. febrúar 2025 22:01 Runólfur Ólafsson er formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísir/Ívar Fannar Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir ábyrgð veghaldara vegna tjóns í kjölfar skemmda á vegum minni á Íslandi en í nágrannalöndum. Runólfur fór yfir málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Runólfur segir að í nágrannalöndum okkur séu ekki fyrirvarar eins og í íslenskum lögum um að ökumenn hafi sýnt af sér vangá eða eitthvað slíkt verði tjón við það að keyra ofan í holu. Ábyrgðin á vegarhaldi sé algjörlega í höndum veghaldara. Fjallað var um sama mál í Reykjavík síðdegis í gær en þá kom fram að sé ekki búið að tilkynna um holu fái ökumaður tjón ekki bætt. Vegagerðin varaði í gær við slæmum holum á Hellisheiðinni. Sjá einnig: Margar slæmar holur á Hellisheiði „Stærstur hluti veganetsins er á ábyrgð Vegagerðarinnar,“ segir Runólfur en vegir í Reykjavík á ábyrgð borgarinnar og í Kópavogi á ábyrgð Kópavogsbæjar. Hann telur að eftirlit yrði betra ef þessir fyrirvarar væru fjarlægðir úr lögum. „Það er sérvakt með helstu vegum og fjölförnustu leiðum til að tryggja það að það komi ekki eitthvað áfall upp sem er á ábyrgð veghaldara,“ segir Runólfur og á þá við fjártjón eða slys. Með því að fjarlægja fyrirvara í lögum væri allir ábyrgðaraðilar meira á tánum. „Vegirnir eru lífæð samfélagsins. Það þarf að tryggja sem mest öryggi á vegum. Umferðin er einn hættulegasti vettvangur okkur. Þetta er mikil ábyrgð og ábyrgin er fyrt og fremst hjá kjörnum fulltrúum. Það þarf að tryggja að það sé sem best að þessu staðið,“ segir hann. Má búast við frekari umhleypingum Hann segir þessa umræðu endurtekna árlega. Það eigi eftir að ræða þetta lengur. Það megi búast við frekari umhleypingum og þá eigi fleiri holur eftir að myndast á vegunum. „Þetta mun halda áfram fram á vorið. Það verða umhleypingar næstu vikur og mánuði og þetta er ófremdarástand.“ Hann segir geta orðið alvarleg slys fyrir utan munatjónið sem getur orðið. Fjöldi hafi tilkynnt tjón til FÍB. „Rifin dekk, með brotna gorma eða ónýta dempara og svo framvegis. Þetta getur valdið verulegu tjóni og veseni.“ Hann segir fólk geta tilkynnt til FÍB ef það sér holu. Það geti gert það á staðnum eða síðar. Hægt er að skrá GPS hnitið. Þannig sé búið að tilkynna holuna til veghaldara. Vegagerð Færð á vegum Reykjavík síðdegis Bílar Samgöngur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Runólfur segir að í nágrannalöndum okkur séu ekki fyrirvarar eins og í íslenskum lögum um að ökumenn hafi sýnt af sér vangá eða eitthvað slíkt verði tjón við það að keyra ofan í holu. Ábyrgðin á vegarhaldi sé algjörlega í höndum veghaldara. Fjallað var um sama mál í Reykjavík síðdegis í gær en þá kom fram að sé ekki búið að tilkynna um holu fái ökumaður tjón ekki bætt. Vegagerðin varaði í gær við slæmum holum á Hellisheiðinni. Sjá einnig: Margar slæmar holur á Hellisheiði „Stærstur hluti veganetsins er á ábyrgð Vegagerðarinnar,“ segir Runólfur en vegir í Reykjavík á ábyrgð borgarinnar og í Kópavogi á ábyrgð Kópavogsbæjar. Hann telur að eftirlit yrði betra ef þessir fyrirvarar væru fjarlægðir úr lögum. „Það er sérvakt með helstu vegum og fjölförnustu leiðum til að tryggja það að það komi ekki eitthvað áfall upp sem er á ábyrgð veghaldara,“ segir Runólfur og á þá við fjártjón eða slys. Með því að fjarlægja fyrirvara í lögum væri allir ábyrgðaraðilar meira á tánum. „Vegirnir eru lífæð samfélagsins. Það þarf að tryggja sem mest öryggi á vegum. Umferðin er einn hættulegasti vettvangur okkur. Þetta er mikil ábyrgð og ábyrgin er fyrt og fremst hjá kjörnum fulltrúum. Það þarf að tryggja að það sé sem best að þessu staðið,“ segir hann. Má búast við frekari umhleypingum Hann segir þessa umræðu endurtekna árlega. Það eigi eftir að ræða þetta lengur. Það megi búast við frekari umhleypingum og þá eigi fleiri holur eftir að myndast á vegunum. „Þetta mun halda áfram fram á vorið. Það verða umhleypingar næstu vikur og mánuði og þetta er ófremdarástand.“ Hann segir geta orðið alvarleg slys fyrir utan munatjónið sem getur orðið. Fjöldi hafi tilkynnt tjón til FÍB. „Rifin dekk, með brotna gorma eða ónýta dempara og svo framvegis. Þetta getur valdið verulegu tjóni og veseni.“ Hann segir fólk geta tilkynnt til FÍB ef það sér holu. Það geti gert það á staðnum eða síðar. Hægt er að skrá GPS hnitið. Þannig sé búið að tilkynna holuna til veghaldara.
Vegagerð Færð á vegum Reykjavík síðdegis Bílar Samgöngur Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira