Innlent

Lík­legast að gos hefjist í seinni hluta febrúar

Lovísa Arnardóttir skrifar
Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir líkur á eldgosi aukast nær mánaðamótum. 
Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir líkur á eldgosi aukast nær mánaðamótum.  Vísir/Arnar

Gos gæti hafist hvenær sem er á Reykjanesi þar sem kvikumagnið undir Svartsengi er komið upp í það sem þarf til að koma af stað kvikuhlaupi. Benedikt G. Ófeigsson segir erfitt að þrengja tímarammann en líklegast sé að gosið komið upp í kringum seinni hluta febrúar eða byrjun mars.

„Við getum ekkert útilokað að það gerist utan þess tíma,“ segir Benedikt sem fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hann segir vaxandi skjálftavirkni en hún sé mjög lítil. Hann telur það áhyggjuefni hversu lítill fyrirvarinn hefur verið í aðdraganda síðustu eldgosa. Það geti sérstaklega verið erfitt ef veðrið er vont.

Hann telur líklegast að kvikan komi upp á svipuðum stað og í síðustu eldgosum.

„Ég held að seinni hluti febrúar sé líklegasta staðan,“ segir Benedikt.


Tengdar fréttir

Gos geti hafist hvenær sem er

Áfram er hætta á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni þar sem landris og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Talið er að tímabilið þar sem hættan á eldgosi eykst geti staðið yfir í allt að mánuð eða jafnvel lengur.

Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur

Landris og kvikusöfnun undir Svartsengi hefur haldið áfram að undanförnu. Tímabilið þar sem hættan á eldgosi eykst getur staðið í allt að mánuð eða lengur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×