„Við getum ekkert útilokað að það gerist utan þess tíma,“ segir Benedikt sem fór yfir stöðuna í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Hann segir vaxandi skjálftavirkni en hún sé mjög lítil. Hann telur það áhyggjuefni hversu lítill fyrirvarinn hefur verið í aðdraganda síðustu eldgosa. Það geti sérstaklega verið erfitt ef veðrið er vont.
Hann telur líklegast að kvikan komi upp á svipuðum stað og í síðustu eldgosum.
„Ég held að seinni hluti febrúar sé líklegasta staðan,“ segir Benedikt.