Fótbolti

Juventus í Meistara­deildarsæti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað. Jonathan Moscrop/Getty Images

Juventus vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Inter í síðasta leik dagsins í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans. Sigurinn þýðir að Juventus er komið í Meistaradeildarsæti á meðan Inter mistókst að komast á topp deildarinnar. 

Lærisveinar Thiago Motta hafa átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og hefur liðið gert fjöldann allan af jafnteflum. Nú virðist horfa til betri vegar og liðið í góðum gír. 

Randal Kolo Muani hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Juventus en hann er láni frá París Saint-Germain í Frakklandi. Muani var þó ekki á skotskónum í dag en lagði upp það sem reyndist sigurmarkið á 74. mínútu. 

Franski framherjinn renndi boltanum þá á Francisco Conceição sem kláraði færið sitt vel og 1-0 sigur Juventus niðurstaðan. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð í Serie A og er það nú aðeins fimm stigum á eftir Atalanta í 3. sætinu.

Á sama tíma er Inter í 2. sæti með 54 stig, átta meira en Juventus en tveimur minna en topplið Napoli.


Tengdar fréttir

Albert kom inn á en fór meiddur af velli

Fiorentina tapaði öðrum leik sínum í röð í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag, 2-0 gegn Como á heimavelli. Albert Guðmundsson fór meiddur af velli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×