Enski boltinn

Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn

Valur Páll Eiríksson skrifar
Arsene Wenger segir ólíklegt að Arsenal vinni titilinn og biður um aðstoð æðri máttarvalda.
Arsene Wenger segir ólíklegt að Arsenal vinni titilinn og biður um aðstoð æðri máttarvalda. vísir/getty

Arséne Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, kveðst biðja til Guðs að hans fyrrum lið vinni enska meistaratitilinn. Liverpool sé aftur á móti töluvert líklegra til þess.

Liverpool er með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar 25 af 38 umferðum eru afstaðnar. Liverpool missteig sig í miðri síðustu viku með jafntefli við Everton og þá vann liðið nauman 2-1 sigur á Wolves um helgina.

Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, lék undir stjórn Wenger hjá félaginu.Stuart MacFarlane/Arsenal FC via Getty Images

Arsenal hefur verið á fínu skriði. Liðið hefur unnið síðustu þrjá, sjö af síðustu níu og ekki tapað síðan í nóvember.

Wenger, sem stýrði frá 1996 til 2018 og vann ensku úrvalsdeildina þrisvar með Lundúnaliðinu, segir Liverpool vera töluvert líklegri eins og sakir standa.

„Þetta er einfalt. Þeir [Liverpool] þurfa að tapa leikjum. En eftir 25 leiki hefur Liverpool aðeins tapað einum. Þeir þurfa að tapa þremur, að minnsta kosti, í næstu 13 leikjum. Vegna þess er þetta ólíklegt sem stendur,“ segir Wenger sem kveðst biðja til æðri máttarvalda, fyrrum félags síns vegna.

„Það er ekki nema að Liverpool hrynji, en liðið hefur bara tapað einum og er töluvert líklegra. Ofan á það þarf Arsenal að spila fullkomnlega til loka móts. Ég bið til Guðs fyrir þessu, en ég þarf líklega að bæta gæði bæna minna,“ segir Wenger.

Ummælin lét Wenger falla í útsendingu katörsku sjónvarpsstöðvarinnar beIN Sports en þau má sjá í spilaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×