Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Bjarki Sigurðsson skrifar 17. febrúar 2025 21:00 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra telur samruna Íslandsbanka og Arion banka ekki koma til með að auka samkeppni á fjármálamarkaði. Skoða verði heildarhagsmuni allrar þjóðarinnar. Stjórn Íslandsbanka mun á næsta fundi sínum taka fyrir erindi Arion banka um að hefja viðræður um samruna. Stjórnin hefur til föstudags í næstu viku til að svara erindinu og ákveða hvort halda skuli í formlegar viðræður. Erindið barst sama dag og fjármálaráðuneytið setti drög af frumvarpi varðandi sölu eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í Samráðsgátt. Skrítið reikningsdæmi Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir tímasetninguna koma á óvart. „Ég bara hef mínar miklu efasemdir um að þessi ávinningur muni skila sér til neytenda. Ef eitthvað er þá er þetta samþjöppun á markaði frekar en aukin samkeppni þannig ég sé ekki alveg hvernig það reikningsdæmi lítur út hjá Arion banka,“ segir Arna Lára. Þannig til að byrja með slær þetta þig illa? „Ég er bara með mína tortryggni og hef örlitlar efasemdir um þetta ferli.“ Gefa sér tíma í að meta tilboðið Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir þetta ekki breyta áætlun ríkisins hvað varðar söluna enn sem komið er. Þetta hefur þó áhrif á ferlið. „Við erum líka að horfa til þess að það eru ekki margir bankar að starfa á Íslandi. Þannig við gefum okkur tíma til að fara yfir þetta tilboð og meta hverjir hagsmunir íslensks almennings eru í því efni,“ segir Daði. Finnst þér einkennilegt að þetta fari í samráðsgáttina og seinna sama dag komi þessi tilkynning frá stjórninni? „Þetta var líka á valentínusardaginn þannig kannski var þetta bara stærsta ástarbréf sem hægt var að senda. Ég held að þetta hafi nú verið tilviljun, við lesum það þannig.“ Samkeppni aukist ekki Bankastjóri Arion hefur sagt samrunann efla samkeppni á fjármálamarkaði. Því er ráðherra ekki sammála. „Það blasir við að þetta muni virka í hina áttina,“ segir Daði. Þér þykir það ljóst að það verði ekki til aukin samkeppni eftir þetta? „Nei, ekki nema einhver viðbótarskilyrði kæmu til. En eins og ég segi, það er oft snemmt á þessum tímapunkti að taka afstöðu til þessa. Við erum bara að skoða þetta allt saman og munum vinna þetta eins hratt og kostur er,“ segir Daði. Íslandsbanki Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Neytendur Fjármálafyrirtæki Arion banki Samkeppnismál Alþingi Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka mun á næsta fundi sínum taka fyrir erindi Arion banka um að hefja viðræður um samruna. Stjórnin hefur til föstudags í næstu viku til að svara erindinu og ákveða hvort halda skuli í formlegar viðræður. Erindið barst sama dag og fjármálaráðuneytið setti drög af frumvarpi varðandi sölu eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í Samráðsgátt. Skrítið reikningsdæmi Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir tímasetninguna koma á óvart. „Ég bara hef mínar miklu efasemdir um að þessi ávinningur muni skila sér til neytenda. Ef eitthvað er þá er þetta samþjöppun á markaði frekar en aukin samkeppni þannig ég sé ekki alveg hvernig það reikningsdæmi lítur út hjá Arion banka,“ segir Arna Lára. Þannig til að byrja með slær þetta þig illa? „Ég er bara með mína tortryggni og hef örlitlar efasemdir um þetta ferli.“ Gefa sér tíma í að meta tilboðið Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir þetta ekki breyta áætlun ríkisins hvað varðar söluna enn sem komið er. Þetta hefur þó áhrif á ferlið. „Við erum líka að horfa til þess að það eru ekki margir bankar að starfa á Íslandi. Þannig við gefum okkur tíma til að fara yfir þetta tilboð og meta hverjir hagsmunir íslensks almennings eru í því efni,“ segir Daði. Finnst þér einkennilegt að þetta fari í samráðsgáttina og seinna sama dag komi þessi tilkynning frá stjórninni? „Þetta var líka á valentínusardaginn þannig kannski var þetta bara stærsta ástarbréf sem hægt var að senda. Ég held að þetta hafi nú verið tilviljun, við lesum það þannig.“ Samkeppni aukist ekki Bankastjóri Arion hefur sagt samrunann efla samkeppni á fjármálamarkaði. Því er ráðherra ekki sammála. „Það blasir við að þetta muni virka í hina áttina,“ segir Daði. Þér þykir það ljóst að það verði ekki til aukin samkeppni eftir þetta? „Nei, ekki nema einhver viðbótarskilyrði kæmu til. En eins og ég segi, það er oft snemmt á þessum tímapunkti að taka afstöðu til þessa. Við erum bara að skoða þetta allt saman og munum vinna þetta eins hratt og kostur er,“ segir Daði.
Íslandsbanki Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Neytendur Fjármálafyrirtæki Arion banki Samkeppnismál Alþingi Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Sjá meira