Félagaskipti Gylfa Þórs hafa ekki farið framhjá þeim sem fylgjast með íslenska boltanum. Eftir ágætis aðdraganda og háværa orðróma var miðjumaðurinn öflugi tilkynntur sem leikmaður Víkings fyrr í dag, mánudag.
Skiptin hafa ratað til Norðurlandanna og talar danski miðillinn Tipsbladet um mjög dramatísk vistaskipti. Er þar vitnað í færslu sem Björns Steinars Jónssonar, formanns knattspyrnudeildar Vals.
Fotbollskanalen í Svíþjóð tekur undir með Tipsbladet og fjallar um annars dramatísk skipti frá Hlíðarenda í Víkina. Bold í Danmörku vitnar í Fótbolti.net í frétt sem er öllu rólegri á meðan info í Færeyjum finnst fréttnæmast að hinn 35 ára gamli Gylfi Þór spili nú með Gunnari Vatnhamar hjá Víkingum.
„Gunnar Vatnhamar verður liðfelagi við stórleikara í Víkingi Reykjavík,“ segir í frétt info.