Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Andri Már Eggertsson skrifar 19. febrúar 2025 20:49 Grindavík - Njarðvík Bónus deild kvenna 2024-2025 vísir/Jón Gautur Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigur gegn Þór Akureyri 94-80. Þetta var fimmti sigur Njarðvíkur í röð sem tryggði liðinu annað sætið áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta. Leikurinn byrjaði eins og Þórsarar vildu spila. Það var hraði og leikurinn var spilaður á opnum velli sem gestirnir frá Akureyri nýttu sér. Annað sætið fyrir skiptingu deildar var undir og liðin gáfu ekkert eftir. Njarðvíkingar áttu fyrsta áhlaup kvöldsins í stöðunni 8-10. Það kviknaði á Brittany Dinkins sem gerði átta af tíu stigum Njarðvíkur í röð. Njarðvíkingar voru sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 24-17. Njarðvíkingar héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt og gerðu tíu stig gegn aðeins tveimur stigum hjá gestunum. Njarðvík vann leikhlutann með fjórtán stigum og heimakonur voru 21 stigi yfir í hálfleik. Brittany Dinkins og Paulina Hersler fóru á kostum í liði Njarðvíkur í fyrri hálfleik og gerðu 31 af 48 stigum liðsins. Njarðvíkingar slógu ekkert af í seinni hálfleik og eftir fimm stig í röð fékk bekkurinn hjá Þór tæknivillu eftir innan við þrjár mínútur. Það mátti sjá augljósan pirring hjá Þórsurum út í gang leiksins. Þrátt fyrir betri spilamennsku Þórs í þriðja leikhluta var staðan 74-53 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Í fjórða leikhluta var aðeins spurning hversu stór sigur Njarðvíkinga yrði. Heimakonur unnu að lokum fjórtán stiga sigur 94-80. Atvik leiksins Það var í raun ekkert eitt atvik sem einkenndi leikinn. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en um leið og Brittany Dinkins, leikmaður Njarðvíkur, tók leikinn í sínar hendur og gerði átta af tíu stigum Njarðvíkur í röð þá var ekki aftur snúið og Þórsarar áttu aldrei séns á að koma til baka. Stjörnur og skúrkar Brittany Dinkins, leikmaður Njarðvíkur, fór á kostum. Hún byrjaði með látum og gerði 14 stig í fyrsta leikhluta. Hún endaði með 29 stig en hún tók einnig 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Þórsarar voru einnig í miklum vandræðum með Paulina Hersler, leikmann Njarðvíkur, sem tók við keflinu af Brittany í öðrum leikhluta. Hún endaði með 27 stig og tók einnig 7 fráköst. Esther Marjolein Fokke, leikmaður Þórs, hitti afar illa fyrir utan þriggja stiga línuna. Hún tók níu þriggja stiga skot og misnotaði þau öll. Dómarar [7] Dómarar kvöldsins voru Jakob Árni Ísleifsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Sófus Máni Bender. Þetta var mjög þægilegur leikur að dæma og tríóið leysti verkefnið með sóma. Stemning og umgjörð Undirritaður var að koma í IceMar-höllina í fyrsta skipti og varð ekki fyrir vonbrigðum. Íþróttahúsið er eins flott og þau gerast líkt og hefur verið fjallað mikið um og ég held að það séu allir spenntir fyrir því að mæta hingað þegar það fer að vora. Heimamenn héldu uppi stemningunni og gerðu það vel. Njarðvíkingar voru að gera góða hluti á parketinu sem smitaðist upp í stúku. „Stelpurnar voru fljótar að missa hausinn“ Daníel Andri Halldórsson er þjálfari Þórsara.vísir/Diego Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs Akureyrar, var svekktur eftir annað tapið í röð. „Þetta fór frá okkur í fyrsta leikhluta. Við mættum linar og þær vildu þetta meira en við það var nokkuð augljóst,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Við hefðum getað gert betur í vörn og við ætluðum ekki að gefa Brittany Dinkins þessi opnu skot sem gerðist og við gáfum þessi skot. Stelpurnar voru fljótar að missa hausinn og ég veit ekki hvort að það hafi verið út af tapinu gegn Stjörnunni síðustu helgi sem situr svona í þeim en það er bara næsti leikur.“ Það var betri bragur á liðinu í seinni hálfleik og Daníel var ánægður með margt en var þó ósáttur með niðurstöðuna. „Ég fór að kannast betur við liðið mitt en við eigum helling inni. Í síðustu tveimur leikjum höfum við ekki verið nógu duglegar í að koma boltanum inn í teig og það hefur verið lítið jafnvægi í sóknarleiknum og ennþá minna jafnvægi í varnarleiknum.“ Aðspurður út í hvort hann hafi áhyggjur af stöðunni þar sem Þór hefur tapað tveimur leikjum í röð eftir tíu leikja sigurhrinu var Daníel nokkuð bjartsýnn á framhaldið. „Við fáum núna viku í að undirbúa næsta leik sem er held ég hér aftur. Við vorum að koma úr pásu þar sem leikmenn fóru erlendis í landsliðsverkefni og sumir fóru í frí. Við erum með takmarkaðan hóp til þess að takast á við það en okkur var spáð sjöunda sæti og það er ekkert að því að vera í þriðja sæti,“ sagði Daníel að lokum. Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík Þór Akureyri
Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigur gegn Þór Akureyri 94-80. Þetta var fimmti sigur Njarðvíkur í röð sem tryggði liðinu annað sætið áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta. Leikurinn byrjaði eins og Þórsarar vildu spila. Það var hraði og leikurinn var spilaður á opnum velli sem gestirnir frá Akureyri nýttu sér. Annað sætið fyrir skiptingu deildar var undir og liðin gáfu ekkert eftir. Njarðvíkingar áttu fyrsta áhlaup kvöldsins í stöðunni 8-10. Það kviknaði á Brittany Dinkins sem gerði átta af tíu stigum Njarðvíkur í röð. Njarðvíkingar voru sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 24-17. Njarðvíkingar héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt og gerðu tíu stig gegn aðeins tveimur stigum hjá gestunum. Njarðvík vann leikhlutann með fjórtán stigum og heimakonur voru 21 stigi yfir í hálfleik. Brittany Dinkins og Paulina Hersler fóru á kostum í liði Njarðvíkur í fyrri hálfleik og gerðu 31 af 48 stigum liðsins. Njarðvíkingar slógu ekkert af í seinni hálfleik og eftir fimm stig í röð fékk bekkurinn hjá Þór tæknivillu eftir innan við þrjár mínútur. Það mátti sjá augljósan pirring hjá Þórsurum út í gang leiksins. Þrátt fyrir betri spilamennsku Þórs í þriðja leikhluta var staðan 74-53 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Í fjórða leikhluta var aðeins spurning hversu stór sigur Njarðvíkinga yrði. Heimakonur unnu að lokum fjórtán stiga sigur 94-80. Atvik leiksins Það var í raun ekkert eitt atvik sem einkenndi leikinn. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en um leið og Brittany Dinkins, leikmaður Njarðvíkur, tók leikinn í sínar hendur og gerði átta af tíu stigum Njarðvíkur í röð þá var ekki aftur snúið og Þórsarar áttu aldrei séns á að koma til baka. Stjörnur og skúrkar Brittany Dinkins, leikmaður Njarðvíkur, fór á kostum. Hún byrjaði með látum og gerði 14 stig í fyrsta leikhluta. Hún endaði með 29 stig en hún tók einnig 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Þórsarar voru einnig í miklum vandræðum með Paulina Hersler, leikmann Njarðvíkur, sem tók við keflinu af Brittany í öðrum leikhluta. Hún endaði með 27 stig og tók einnig 7 fráköst. Esther Marjolein Fokke, leikmaður Þórs, hitti afar illa fyrir utan þriggja stiga línuna. Hún tók níu þriggja stiga skot og misnotaði þau öll. Dómarar [7] Dómarar kvöldsins voru Jakob Árni Ísleifsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Sófus Máni Bender. Þetta var mjög þægilegur leikur að dæma og tríóið leysti verkefnið með sóma. Stemning og umgjörð Undirritaður var að koma í IceMar-höllina í fyrsta skipti og varð ekki fyrir vonbrigðum. Íþróttahúsið er eins flott og þau gerast líkt og hefur verið fjallað mikið um og ég held að það séu allir spenntir fyrir því að mæta hingað þegar það fer að vora. Heimamenn héldu uppi stemningunni og gerðu það vel. Njarðvíkingar voru að gera góða hluti á parketinu sem smitaðist upp í stúku. „Stelpurnar voru fljótar að missa hausinn“ Daníel Andri Halldórsson er þjálfari Þórsara.vísir/Diego Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs Akureyrar, var svekktur eftir annað tapið í röð. „Þetta fór frá okkur í fyrsta leikhluta. Við mættum linar og þær vildu þetta meira en við það var nokkuð augljóst,“ sagði Daníel í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Við hefðum getað gert betur í vörn og við ætluðum ekki að gefa Brittany Dinkins þessi opnu skot sem gerðist og við gáfum þessi skot. Stelpurnar voru fljótar að missa hausinn og ég veit ekki hvort að það hafi verið út af tapinu gegn Stjörnunni síðustu helgi sem situr svona í þeim en það er bara næsti leikur.“ Það var betri bragur á liðinu í seinni hálfleik og Daníel var ánægður með margt en var þó ósáttur með niðurstöðuna. „Ég fór að kannast betur við liðið mitt en við eigum helling inni. Í síðustu tveimur leikjum höfum við ekki verið nógu duglegar í að koma boltanum inn í teig og það hefur verið lítið jafnvægi í sóknarleiknum og ennþá minna jafnvægi í varnarleiknum.“ Aðspurður út í hvort hann hafi áhyggjur af stöðunni þar sem Þór hefur tapað tveimur leikjum í röð eftir tíu leikja sigurhrinu var Daníel nokkuð bjartsýnn á framhaldið. „Við fáum núna viku í að undirbúa næsta leik sem er held ég hér aftur. Við vorum að koma úr pásu þar sem leikmenn fóru erlendis í landsliðsverkefni og sumir fóru í frí. Við erum með takmarkaðan hóp til þess að takast á við það en okkur var spáð sjöunda sæti og það er ekkert að því að vera í þriðja sæti,“ sagði Daníel að lokum.