Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. febrúar 2025 08:00 Það er eitthvað svo ævintýralegt við Questhjónin, Nonna og Betu (Jón Aðalsteinn Sveinsson, Elísabet Ómarsdóttir). Og auðvelt að upplifa samveru með þeim eins og einhvers konar part í bíómynd. Enda viss innblástur úr villta vestrinum í rekstri Quest, sem er allt í senn: Hárstofa, bjórstofa, whiskyhús og heildsala. Vísir/Vilhelm „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin, kölluð saloon. Þar komu saman laganna verðir og glæpamennirnir og þar var rakarinn oft að vinna,“ segir Jón Aðalsteinn Sveinsson, betur þekktur sem Nonni í Quest. Og hvers vegna erum við að tala um þetta? Jú, vegna þess að Quest á Laugavegi 178 er allt í senn: Hársnyrti- og rakarastofa, saloon, bjórstaður, whiskeystaður og heildsala. Enda er það eins og einhvers konar ævintýri að setjast niður með Questhjónunum. Á stundum jafnvel að manni finnist maður vera partur af bíómynd. „Einstaklingurinn er aldrei of stór né of smár til að leyfa sér ekki að prófa eitthvað nýtt og við eigum öll að vera dugleg að prófa hluti sem vekja hjá okkur forvitni. Þannig hefur okkur til dæmis tekist að skapa andrúmsloft í vinnunni sem okkur finnst það skemmtilegt að í raun finnst okkur við vera að vinna okkur til gamans,“ segir Elísabet Ómarsdóttir, alltaf kölluð Beta og eflaust af eiginmanninum skilgreind sem betri helmingurinn í Quest. Í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni ætlum við að kynnast Questhjónunum. Sem sumir segja jafnvel vera hressustu hjón í heimi. Questhjónunum finnst þau vinna sér til gamans enda hafa þau skapað þannig andrúmsloft að þeim finnst yndislegt að vera í vinnunni. Eftir morgunsundið reyna þau að mæta snemma í Quest til að ákveða saman playlista dagsins og gefa þannig tóninn fyrir komandi vinnudag.Vísir/Vilhelm Hverra manna ertu vinur? Eins og oft er á Íslandi, viljum við byrja á því að vita hverra manna fólk er. Og við skulum byrja á Nonna. Því án efa þekkja margir til foreldra hans og ekkert síður afa hans heitnum. Sem var Jón Aðalsteinn Jónasson, stofnandi Sportvals sem svo margir muna eftir. Sportval var stofnað árið 1962 en Jón Aðalstein þekktu líka margir úr fótboltanum frá unga aldri, úr Framsóknarpólitíkinni, frá stofnárum Þjóðleikhússins, sem formanns félags eldri borgara, sem laxveiðimann og svo mætti lengi telja. Mömmu Nonna þekkja líka margir en hún er Hanna Kristín Guðmundsdóttir, sem flestir kenna við hárgreiðslustofuna Kristu. Fyrirtækið stofnaði Hanna með móður sinni, Ástu Sigríði Hannesdóttur snyrtifræðingi. Krista starfaði lengst af í Kringlunni en síðustu árin á Laugavegi 178. Foreldrar Nonna unnu hlið við hlið, rétt eins og Nonni og Beta gera í dag og mamma Nonna stofnaði Kristu á sínum tíma með mömmu sinni. Á mynd má sjá fv.: Nonna, Betu, Ástu Sigríði Hannesdóttur móðurömmu Nonna, síðan foreldra hans Hönnu Kristínu Guðmundsdóttur og Svein Grétar Jónsson, en Sveinn stofnaði heildsöluna sem Beta endaði síðan með að taka við. Að vinna með Betu sinni sér við hlið á augljóslega einstaklega vel við hann Nonna. Enda þekkir hann vel til þess að eiga slíkar fyrirmyndir. Faðir hans, Sveinn Grétar Jónsson, stofnaði nefnilega heildsölu fyrir Sebastian hárvörurnar árið 1981 og starfrækti hana við hlið Hönnu sinnar í húsakynnum Kristu í Kringlunni. Seinna meir og alls ekki af yfirlögðu ráði, tók Nonni þá stefnu að fara í hársgreiðslumeistarann. „Mamma fékk mjög skringilegt tryllingshláturskast þegar ég tilkynnti henni það,“ segir Nonni og hlær. Eftir hárgreiðslunámið vann Nonni fyrst hjá mömmu sinni á Kristu í Kringlunni en í samráði við hana stofnaði hann sína eigin stofu, Quest rétt fyrir síðustu aldamót. Þá var hann ötull fulltrúi Sebastian hárvaranna sem pabbi hans var með umboð fyrir. Stóð fyrir sýningum og námskeiðum fyrir fagfólk og kenndi meðal annars fagfólki í Þýskalandi. Beta er upplifun Saga Betu og Nonna er nokkuð ólík. Sem gerir þau auðvitað að enn skemmtilegri hjónum. Nonni náði til dæmis ekki að festa æskurætur við vini og félaga fyrr en um tólf ára. „Mamma vildi ekki gera mig að lyklabarni og setti mig því í æfingadeild Kennaraháskólans og eftir skóla fór ég síðan í vinnuna til mömmu, sem þá var með stofu á Rauðarárstíg. Mamma fann reyndar dagmömmu sem ég byrjaði hjá nokkra mánaða en fékk að vera mikið hjá þar til ég var tólf ára og var eiginlega eins og amma mín,“ segir Nonni og bætir við: „Enda var ég einstaklega meðfærilegur.“ „Hjá mér var þetta allt öðruvísi: Ég ólst upp í Seljahverfinu og í því hverfi átti ég mínar æskuvinkonur og í sambandi við margar þeirra enn. Ég var mikill grallari og fyrirferðarmikil, æfði sund, á veturna fór maður á skíði í brekkunni sem þarna var. Enda gleymi ég því ekki hversu mikið frelsi mér fannst það að eignast fyrsta hjólið mitt og komast þá aðeins lengra út fyrir hverfamörkin,“ segir Beta og brosir. Beta lærði að búa til blöðrufígúrur úr bók því þegar hún var lítil var auðvitað ekkert Youtube til. Og það má segja að Beta hafi í raun alltaf starfað við einvers konar upplifun; leiktækjaleiga, bíó, skemmtistaðir, Mac og nú Quest. Beta varð þó fyrir ákveðnu áfalli sem unglingur en þá greindist mamma hennar með krabbamein.Vísir/Vilhelm Í fjögur ár vann Beta í Sambíóunum í Mjódd. „Sambíóin voru auðvitað aðalvinnustaður unglinga í hverfinu og þar vann ég mig upp í starfi,“ segir Beta og ekki laust við að eimi greinilega á hlýlegum tóni í garð þessa gamla vinnustaðar. Á sumrin gerðist Beta trúður. „Það voru hjón sem bjuggu í Bandaríkjunum í sex mánuði á ári en voru hér heima með leiktækjaleigu. Ég passaði börnin þeirra og einhverra hluta vegna fengu þau þann augastað á mér að fá mig til að vinna með þeim á leiktækjaleigunni sem ferðaðist um land allt.“ Starfið kallaði þá á að stundum fór Beta í trúðabúning, stundum í beljubúning, stundum sá hún um kandíflossgerðina og fleira sem almennt verður að teljast nokkuð ólíkt starfi flestra á þessum árum sem fóru í unglingavinnuna. „Ég lærði úr bókum að búa til svona fígúrur úr blöðrum,“ segir Beta. Góð áminning um hvernig samtíminn var fyrir tíma Youtube. Að vinna við einhvers konar upplifun var greinilega vegferðin sem Beta fór snemma í, án þess þó að gera sér endilega svo mikla grein fyrir því. Því í fjögur ár vann Beta á Hótel Íslandi; einn vinsælasti skemmtistaðurinn í bænum um tóma. Næst tók við að vinna í fjögur ár á Broadway. „Að vinna á öllum þessum stöðum var þvílíkt góður skóli. Þegar ég vann í Sambíóunum var til dæmis mikill uppgangur hjá kvikmyndahúsum og maður lærir mikið í þjónustustörfum sem ganga út á að taka vel á móti gestum sem eru að mæta á einhvers konar viðburði. Það sama gilti á Hótel Íslandi og Broadway og þótt Ísland hafi ekki verið orðið þetta mikla ferðamannaland þá, þurfti maður stundum að tala ensku þegar verið var að taka á móti erlendu fólki á gleðistundum.“ Og enn tók við nýr skemmtistaður: Nasa, þar sem Beta vann líka í fjögur ár og endaði með að kynnast honum Nonna sínum. En áð ur en við f örum í þann lífskafla, skulum við heyra meira um æskuna. Í Covid lokunum löbbuðu Nonni og Beta niður á stofu, skelltu einni vínylplötu á fóninn, hlustuðu saman og nutu andrúmsloftsins. Svona rétt aðeins til að fá smá snertingu við staðinn. Þess á milli ferðuðust þau um landið þvert og endilangt því Betu datt í hug að þau keyptu rússajeppa fyrir útilegur. Vísir/Vilhelm Ástir og erfiðleikar Þótt framan af muni Nonni einna helst eftir því að vera stillta barnið sem fór til mömmu sinnar í vinnuna eftir skóla, breyttist það þegar fjölskyldan fluttist í smáíbúðarhverfið og hann byrjaði í Hvassaleitisskóla. Því þar eignaðist hann vini, festi rætur og heldur sambandi við marga af æskuvinum sínum þaðan enn. Eftir grunnskóla, ákvað Nonni að elta vinina í Verslunarskólann. „Sem ég hafði ekkert að gera í. En náði í gegnum einhverja tengslaspotta að fá fund með skólastjóranum sem samþykkti að taka mig inn gegn því að ég myndi standa mig rosalega vel.“ Þegar virkilega var farið að halla undan fæti, kallaði námsráðgjafi á Nonna til fundar. „Ég skítféll á jólaprófunum og fljótlega eftir nemendamótið í febrúar, sem mér fannst afar mikilvægt að geta verið á, kallaði námsráðgjafi á mig til fundar,“ segir Nonni og bætir við: Mér fannst ég týndur og hugsaði með mér að nú væri þetta bara búið. Var þó farinn að horfa svolítið í kringum mig á fólk sem var að vinna og velta fyrir mér hvað ég ætti að gera. Námsráðgjafinn spurði mig að þessu og ég sagði henni þá að mér hefði fundist svolítið gaman að vinna hjá mömmu á stofunni í jólafríinu.“ Meira þurfti ekki til. „Það næsta sem ég veit er að hún tekur upp tólið, hringir í Iðnskólann og skráði mig í hárgreiðsluna um haustið. Svona eins og bara Takk og bless!“ Hjá Betu var æskan nokkuð ljúf og auðveld framan af en foreldrar hennar eru þau Erla Ragnarsdóttir og Ómar Ingimundarson. Heimilinu lýsir hún sem svolítið sveitalegu. „Við erum fjórar systurnar og mamma vann hálfan daginn til þess að geta tekið á móti okkur stelpunum. Það var því ekkert óalgengt að maður kæmi heim í nýbakaðar kleinur.“ Þegar Beta var í 8. bekk, greinist mamma hennar með eitlakrabbamein. Ég myndi segja að þau veikindi hafi markað ákveðin tímamót í fjölskyldunni og þetta fór þannig að móðurafi okkar, trillukarl frá Húsavík, flutti til okkar í bæinn og sá um að aga okkur systurnar til, kenndi okkur að skúra og svo framvegis.“ Sem þó verð ur að teljast nokkuð óalgengt af karli þeirrar kynslóðar… eða hvað ? „Jú en málið er að afi varð sjálfur ekkill snemma með fjögur börn. Ég held hann hafi einfaldlega verið hræddur um að staðan hjá pabba gæti orðið sú sama.“ Fyrstu þrjá mánuðina sem Nonni bjó í Rússlandi þorði hann varla út úr húsi en þetta var á þeim tíma þegar Pútín var nýtekinn við. Menningarsjokkið var algjört og þá ekki síst það að Rússar gera frekar ráð fyrir að vera sviknir en hitt. Fljótlega eftir Rússland urðu Nonni og Beta par. Einn í Moskvu Sjö ár eru á milli hjónanna því Nonni er fæddur árið 1976 en Beta árið 1983. Fullorðinsævi Nonna byrjar því aðeins fyrr og viti menn: Sá kafli teygir sig alla leið til Rússlands! Byrjunin var þó á Íslandi. Þar sem Nonni fór á samning hjá hárgreiðslustofu Árna og Sillu í Hafnarfirði, en fór síðan að vinna hjá mömmu sinni á Kristu í Kringlunni. „Horfandi til baka skil ég reyndar ekki hvernig mamma fór að öllu sem hún gerði. Því þótt ég hafi átt auðvelt með að dunda mér, var mamma bæði vön að vinna rosalega mikið en líka að vera besta mamma í heimi. Ég eiginlega fatta þetta ekki alveg,“ segir Nonni um mömmu sína. Þetta var árið 1995 en fjórum árum síðar kom Örn Kjartansson, sem síðar varð framkvæmdastjóri Kringlunnar, að tali við Nonna. „Hann vildi opna aðra hárgreiðslustofu hinum megin í húsinu, þar sem bíósvæðið er. Þetta var hugsað meira fyrir unga fólkið en þó vildi hann ekki búa til beina samkeppni við mömmu því að hún hafði verið þarna frá byrjun,“ segir Nonni. Úr varð að Nonni stofnar hárstofuna Quest í Kringlunni. Á sama tíma var pabbi hans byrjaður að selja Sebastian hárvörurnar í gegnum heildsöluna. Sem oft voru að kynna spennandi nýjungar, stóðu fyrir námskeiðum og öðru sem Nonni tók mikinn þátt í. Meðal annars í Þýskalandi. Þar sem Nonni var jafnvel fenginn til að kenna öðru fagfólki. En líka heima á Íslandi. „Ég hélt til að mynda námskeið á vegum Sebastian í Borgarleikhúsinu fyrir fagfólk og lærði heilmikið á því að vera svona fullskipaður fulltrúi Sebastian. Því þetta kenndi manni heilmikið í framsögu og að koma fram.“ Um aldamótin kom síðan óvænt atvinnutilboð. „Sebastian bauð mér að flytja til Moskvu og reka þar fyrir þá stofu sem þeir ætluðu að opna. Mitt hlutverk væri þá ekki síst að kenna fagfólkinu þar allt það nýjasta nýtt.“ Áður en varði var Nonni því kominn til Rússlands. Árið var 2000 og Pútín rétt nýkominn til valda. Andrúmsloftið var eiginlega eins og villta austrið, það einhvern veginn mátti allt. Öllum var mútað og menningarsjokkið var mikið. Ég viðurkenni alveg að fyrstu mánuðina þorði ég varla út úr húsi og man enn eftir fyrstu búðarferðinni að kaupa í matinn; Þar sem ég steig út í grámann á Rauða torginu og fannst eins og ég væri að stíga út í eitthvað stórfljót.“ Að vera ungur, aleinn og mállaus viðurkennir Nonni að hafi alveg tekið á. „Það var sem betur fer kona í íslenska sendiráðinu, Hafrún Stefánsdóttir, sem tók mig undir sinn verndarvæng. Þangað fór ég oft, fékk útrás að geta talað við einhvern. Við horfðum líka saman á bíómyndir og borðuðum popp sem var yndislegt og mér þykir svo vænt um. Og kannski best að koma því loks á framfæri: Takk fyrir!“ Loks opnaði þó stofan, sem Nonni segir að hafi líka verið viðbrigði fyrir sig. Því vinnustaðamenningin og menningin almennt er svo ólík því sem við þekkjum. „Þarna var ekkert sem hét þjónustulund eða að viðskiptavinurinn hefði rétt fyrir sér. Viðhorfið var einfaldlega það að ef þú fékkst þjónustu einhvers staðar, máttir þú upplifa þig heppinn að viðkomandi væri yfir höfuð að nenna að þjónusta þig.“ Traust á milli manna var ekkert og fólk einfaldlega gerði frekar ráð fyrir að vera svikið en hitt. „Þeir stjórnuðu líka mikið af hörkunni og það var því alltaf verið að segja við mig að ég ætti að vera harðari við starfsfólkið; miklu, miklu harðari,“ segir Nonni og bætir við: „Enda var kvartað undan mér þegar ég var komin heim og farin að vinna aftur hjá mömmu. Þá var ég komin með einhverja takta úr þessu umhverfi sem ég var í án þess að átta mig á því.“ Nonni var í tvö ár í Rússlandi. Sem meðal annars skýrist af því að þar kynntist hann konu og giftist. „Já, já. Það stóð nú samt stutt yfir. Við fluttum heim og skildum einhverjum átta mánuðum síðar eða eitthvað. En það var samt ljótur skilnaður og erfiður,“ segir Nonni. En segir ekki meir… Nonni og Beta giftust í Hellisgerði árið 2012 en það skrýtna var að þegar Beta kom fyrst í klippingu á Kristu, sagði mamma Nonna við hann eftir á að hún héldi að hún hefði verið að klippa verðandi tengdadóttur sína. Sem reyndist rétt þótt Nonni hafi reyndar haldið að mamma sín væri að missa vitið þegar hún sagði þetta. Klippti tengdadóttur sína Leiðir Nonna og Betu lágu loks saman eftir Rússlandsævintýrið. Beta var þá að vinna á Nasa og þar var einn besti vinur Nonna líka starfandi. „Ég var að vinna en hann að djamma,“ segir Beta og hlær. Skötuhjúin tóku samt ekkert eftir hvort öðru fyrst um sinn. Eða eiginlega ekki fyrr en eftir að Beta hafði farið í klippingu til Hönnu móður Nonna á Kristu. Vissir þú að hún væri mamma Nonna? „Nei ég hafði ekki hugmynd um það,“ svarar Beta. Það skrýtna var þó það sem gerðist eftir klippinguna. Þá kom mamma til mín og sagðist halda að hún hefði verið að klippa verðandi tengdadóttur sína. Ég hélt reyndar að nú væri hún endanlega búin að missa það. Eða að missa trúnna á mér eftir allt þetta vesen.“ Augljóst er að eftir þetta fór Nonni aðeins betur að taka eftir Betu og loks fór svo að smám saman þróuðust mál þannig að þau voru orðin par. Þetta var árið 2004 en parið gifti sig síðan árið 2010. Synirnir eru tveir: Jón Tumi fæddur 2008 og Ingimundur Emil fæddur 2012. Hjónin fóru þó alls ekki strax að vinna saman. Nonna finnst fátt notalegra en að vinna með Betu sinni og gerði sér vonir um að svo yrði einn daginn þótt ekki hafi það gerst strax. Því lengi starfaði Beta í raun fyrir samkeppnisaðila eða allt þar til tengdapabbi hennar kom að tali við hana og spurði hvort hún vildi ekki taka við heildsölunni. Þá hafði Nonni þegar tekið við stofunni af mömmu sinni.Vísir/Vilhelm „Ég fór á íþróttabrautina í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og kláraði meira að segja einkaþjálfarann í Baðhúsi Lindu Pé,“ segir Beta og brosir. Enda Baðhúsið svo sannarlega í tísku á þeim tíma. Beta vann þó aldrei sem einkaþjálfari heldur bætti við sig einingum í Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum tengt rekstri og fjármálum. Samhliða starfinu á Nasa vann Beta líka sem verkefnastýra og matráður hjá ÁS, sem er starfstaður fyrir fólk með skerta vinnugetu. Þegar Beta síðan endanlega datt á sína rétta hillu var það hjá samkeppnisaðila Sebastian: Artica. Sem meðal annars var með umboðið fyrir Mac snyrtivörurnar. „Við opnuðum með Mac í Debenhams í Kringlunni sem þótti mikil nýjung og þremur árum síðar er ég fenginn til að opna Mac verslunina í Kringlunni. Sem varð ofboðslega vinsæl líka og sló hvert sölumetið á fætur öðru. Stemningin þar var mikil.“ Næstu árin liðu svona: Nonni klippti á efstu hæðinni í Kringlunni en á hæðinni fyrir neðan var Beta. „Sem mér fannst voðalega notalegt,“ segir Nonni hálf meyr. Mjúka hliðin alveg í forgrunni. „Ég leitaði alltaf mikið til hennar um allt og þegar það voru viðburðir eða eitthvað sem ég var að standa fyrir, var Beta alltaf með mér. Ég til dæmis að greiða módelunum, sem hún sá um að farða,“ segir Nonni og bætir við: „Ég var alltaf að hugsa: Hún er að fara að koma. Við erum í þessu saman.“ Enda fór það svo. Þegar Sveinn faðir Nonna endaði með að gefa sig að tali við Betu og spyrja hvort hún væri ekki til í að taka við heildsölunni. Sem hún og gerði. Þó eftir smá umhugsun. Þegar lá fyrir að Nonni tæki við stofu mömmu sinnar. Og á endanum voru samningar um bæði fyrirtækin gerð á þann ljúfa og þægilega hátt sem flestar fjölskyldur komast að niðurstöðu um þegar kynslóðaskipti verða. Þó með smá hiksti í upphafi þar sem andi ársins 2007 nánast villti öllum sýn. „Já já, það kom alveg til í umræðunni hvort það ætti ekki að gera þetta þannig að taka kúlulán og setja peninginn inn á Sjóð 9 og græða þannig fullt af peningum og greiða kaupin þannig,“ segir Nonni og nánast að hjónin súpi hveljur af tilhugsuninni einni saman. Enda hefði það væntanlega endað með ósköpum eins og alþjóð nú veit. „Afi Nonna í Sportval kenndi okkur nefnilega svo margt í þessu. Til dæmis það að maður ætti alltaf að gera hlutina með hjartanu og passa að vera með hreina samvisku. Við höfum eiginlega fylgt þessu eftir,“ segir Beta og Nonni kinkar kolli. Beta segir skýringuna á því að hjónin bættu við bjór og whisky á Quest einfaldlega vera sú að þau starfi í flæði og leyfi sér að vera nógu hugrökk til að vaxa og þroskast í einhverju sem vekur þeim forvitni og þau hafi gaman af. Beta myndi helst vilja að fleira fólk leyfði sér að vera í flæðinu, frekar en að festast í alls kyns skilgreiningum. Sjarmerandi saga Það er ekki bara reksturinn hjá Questhjónunum sem hefur tekið breytingum, heldur líka svo margt í samtímanum sem vert er að rifja upp. Til dæmis voru Nonni og pabbi hans snemma farnir að nota símboða. „Og þóttu ekkert smá flottir bisnesskarlar,“ segir Beta og hlær. Fyrir tíma Youtube voru kennslumyndbönd líka ekki alveg ókunnug. Því á upphafsárum Sebastian sölunnar var fagfólki kennt það nýjasta nýtt með myndböndum sem spiluð voru af VHS spólum. Nonni og Beta eru hins vegar miklu meira sögufólk en það að dvelja aðeins við samtímann. Því eins og fyrr segir, hafa þau grúskað mikið í sögu hárgreiðslunnar og bransans yfir höfuð. „Skurðlæknar og rakarar voru eitt og sama stöðugildið í upphafi. Barber á ensku var í rauninni skilgreindur sem barber surgeon,“ segir Nonni sem eflaust fær mjög marga til að lyfta brúnum að heyra. „Bláa, hvíta og rauða súlan sem allir þekkja sem kennimerki hárgreiðslustofa, eða saloon-a eins og þau kallast á ensku, er tilvísun í þennan tíma: Blái liturinn er vatnið, rauði liturinn blóðið og hvíti liturinn táknar hvíta klútinn sem rakarar voru almennt með á sér eða hengdu á sína staði til að láta vita af sér.“ Voru menn þá bæði að aflima f ólk ef þurfti og að klippa hár eða snyrta skegg? „Já,“ svarar Nonni og útskýrir hvernig barber-ar voru til dæmis alltaf með í stríðum því þeir voru mikilvægir sem skurðlækningar, eða surgeons á svæðinu. „Síðan þegar skurðlæknirinn varð að fræðigrein, fór surgeon titillinn af barber-titlinum og eftir stóð einungis rakarahlutverkið,“ segir Nonni og vísar meðal annars til tíma Kobba kviðrista. Hjónin hafa grúskað heilmikið í sögunni og segir Nonni meðal annars frá því hvernig upphaflegt starf rakara var á ensku kallað barber surgeon, enda hefðu rakarar séð um fleira en að klippa hár og skegg: Þeir einfaldlega skáru fólk upp eða aflimuðu ef þess þurfti.Vísir/Vilhelm Að grúska svona í sögunni setur það loks í samhengi hvers vegna Quest er skilgreint sem saloon, beer og whisky. Sem hjónin segja reyndar líka tengjast því að þora að vera í flæðinu. Ég vona líka að það muni fylgja okkur til framtíðar að þora áfram að vera nógu hugrökk til að vaxa og prófa eitthvað nýtt. Þannig var það með breytingarnar á stofunni, að taka whiskýið og það inn. Við vorum bara í flæðinu,“ segir Beta og bætir við: „Og mér finnst fólk alveg mega gera meira af því. Því oft erum við svo upptekin í einhverjum skilgreiningum á því hver við erum. Til dæmis „ég er viðskiptafræðingur eða ég er hán“ og svo framvegis. Í staðinn fyrir að vera bara og leyfa okkur að vaxa.“ Að vera bestu vinir þýðir ekki að hjónin séu alveg eins eða sammála um alla hluti. Þvert á móti segir Nonni að hann sé taugasjúklingurinn á meðan Beta sé sú sem er með lausnirnar. Hjónin segjast líka tala um allt, góð samskipti séu lykilatriði og þar skipti máli að bera virðingu fyrir hvort öðru. Rómantíkin og andrúmsloftið Saman byrja hjónin daginn í sundi. Og það er augljóst að hjónin eru bestu vinir. Sem hafa frá ýmsu að segja. Til dæmis því að elska að ferðast og kryfja þjónustu og upplifanir til mergjar. Nú síðast í Dublin þar sem þau gistu á hóteli fjárfesta sem líta fyrst og fremst á þjónustuna sem stóra rekstrartækifærið: Persónulega nálgun, persónulega upplifun. Eitthvað sem sjálfvirknivæðingin ræður ekki við. Og kannski að reksturinn hjá þeim snúist akkúrat um þetta: Persónulega upplifun. Því meira að segja stofan er innréttuð að mestu með hlutum úr dánarbúi afa og nafna Nonna, sem lést árið 2011. Þar er líka að finna heilmikið safn af gömlum bókum, handritum og fleira. „Okkur leiðist aldrei í vinnunni. Þetta er eins og hitt heimilið okkar. Yndislegur staður að vera á,“ segir Beta og bætir við: „Í Covid lokunum fengum við okkur til dæmis göngutúr í vinnuna á hverjum degi og settum eina vínylplötu á fóninn og hlustum. Svona rétt aðeins til að ná snertingunni við staðinn.“ Ný áhugamál fæddust reyndar líka í Covid. „Það er eitthvað rómantískt við það núna að rifja upp Covid tímabilið. En ég viðurkenni samt að í fyrstu lokuninni sem var, var ég við það að fá taugaáfall,“ segir Nonni og bætir við: ,,Beta aftur á móti horfði á hlutina öðruvísi. Kom auga á svona rússajeppa og lagði til að við myndum kaupa hann og ferðast um landið.“ Sem þau hjónin gerðu og elska að ferðast enn. Nonni og Beta segjast ekki vera með neitt húllumhæ á Quest frameftir þótt auðvitað séu stundum hópar sem komi í bjór- eða whiskysmökkun og fleira. Á föstudögum sé opnunartíminn auglýstur til klukkan 18 en stundum sé þó setið lengur, allt eftir því hverjir koma við; Á Quest séu viðskiptavinir fyrir prívasíið og því minna að kíkja á barina niður í bæ.Vísir/Vilhelm Daglega lífið ljúfa Eftir sundið á morgnana, reyna hjónin að mæta snemma í vinnuna til að velja saman playlista fyrir daginn. Og setja þannig tóninn. Þau viðurkenna að oft er erfitt að tala ekki um í frítímanum og þó; Almennt reyna þau að taka ekki vinnuna með sér heim. Foreldrahlutverkinu fylgir síðan að fylgja drengjunum eftir í handbolta og fótbolta. Sem yfirtekur flestar helgar eins og margir foreldrar þekkja. „En þeir eru líka ótrúlega duglegir hvað þeir nenna að vera með okkur. Að fara með okkur í Þórsmörk sem við elskum og fleiri ferðalög,“ segir Beta og bætir við að samverustundirnar með afa og ömmu séu líka margar. „Við erum mjög mikið í samneyti með foreldrum Nonna.“ Að búa í smáíbúðahverfinu er svo sem engin tilviljun þannig lagað séð. „Við ákváðum snemma að gefa börnunum okkar þá festu að alast upp í sama hverfi, eignast æskuvini í hverfinu, festa rætur, tengjast skólanum og svo framvegis,“ segir Nonni og bætir við að á meðan synirnir búi heima, fari þau að minnsta kosti ekki fet. Betu kallar hann hverfisstjóra; Segir að svo virk hafi hún verið sem foreldri alla skólagöngu sonanna. „Tja, ég segi það nú ekki en ég legg mikla áherslu á að kynnast foreldrum vina þeirra. Því ég held að það sé mjög mikilvægt og eitthvað sem foreldrar eiga ekkert að vera feimnir við að gera. Þótt það þýði að hringja í einhvern sem þú þekkir ekki og bjóða þeim í kaffi,“ segir Beta. Hjónunum er foreldrahlutverkið hugleikið og það er ljóst í samtalinu við þau að um uppeldi barna og áherslur hafa þau rætt meðvitað og ómeðvitað alla tíð; jafnvel frá því að þau voru barnlaus. Þau segjast ótrúlega heppin með synina, sem enn nenna að dröslast með þeim út um allt og gera alls konar. En hvaðan ætli þessi samheldni komi? Hver er galdurinn? Svar hjónanna er skýrt: Samskipti. Að vera dugleg að tala saman. Og leggja áherslu á samveru: Til dæmis það að borða saman kvöldmat þar sem allir ná að segja sitt og fjölskyldan talar saman. „Við tölum um allt og það er meira að segja þannig að ef að strákarnir okkar spyrja okkur um eitthvað sem maður veit ekki alveg hvernig maður á að svara, er oft gott að viðurkenna það bara og segja: Já leyfðu mér að hugsa þetta aðeins og ég svara þér á eftir,“ segir Beta og bætir við: Það sama gerum við, meðvitað og ómeðvitað; við hendum boltanum á milli okkar og rökræðum við strákana okkar með virðingu, rétt eins og við gerum við hvort annað. Fjögur á heimili þýðir að við erum með ólíkar skoðanir. En það er þá líka bara allt í lagi að virða það.“ Að elska, þroskast, vaxa…. er má segja rauði þráðurinn. „Auðvitað getur lífið ætt áfram og leitt okkur á alls konar ókannaða göngustíga. En við eigum alltaf að leyfa okkur að vaxa og dafna og vera líka dugleg að aðstoða fólkið í kringum okkur líka að vaxa og dafna. Við eigum að vera dugleg að fylgja hjartanu,“ segir Beta og Nonni bætir við: Og eigum að vera dugleg að knúsast.“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ „Við erum bæði Sálaraðdáendur og fengum tækifæri til að þakka Stefáni Hilmarssyni persónulega fyrir framlag Sálarinnar til okkar sambands,“ segir Albert Magnússon og brosir. 22. september 2024 08:01 Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26 Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01 Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ „Einn daginn sagði ég við hann: Sigurjón, annað hvort hættir þú eða við skiljum. Þannig að já, ég rak eiginmanninn,“ segir Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og hlær. 24. nóvember 2024 08:02 „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ „Við erum að missa það frá okkur að leyfa krökkum að vinna. Mér finnst það miður,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted forstjóri Festi. 29. desember 2024 08:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Sjá meira
Og hvers vegna erum við að tala um þetta? Jú, vegna þess að Quest á Laugavegi 178 er allt í senn: Hársnyrti- og rakarastofa, saloon, bjórstaður, whiskeystaður og heildsala. Enda er það eins og einhvers konar ævintýri að setjast niður með Questhjónunum. Á stundum jafnvel að manni finnist maður vera partur af bíómynd. „Einstaklingurinn er aldrei of stór né of smár til að leyfa sér ekki að prófa eitthvað nýtt og við eigum öll að vera dugleg að prófa hluti sem vekja hjá okkur forvitni. Þannig hefur okkur til dæmis tekist að skapa andrúmsloft í vinnunni sem okkur finnst það skemmtilegt að í raun finnst okkur við vera að vinna okkur til gamans,“ segir Elísabet Ómarsdóttir, alltaf kölluð Beta og eflaust af eiginmanninum skilgreind sem betri helmingurinn í Quest. Í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni ætlum við að kynnast Questhjónunum. Sem sumir segja jafnvel vera hressustu hjón í heimi. Questhjónunum finnst þau vinna sér til gamans enda hafa þau skapað þannig andrúmsloft að þeim finnst yndislegt að vera í vinnunni. Eftir morgunsundið reyna þau að mæta snemma í Quest til að ákveða saman playlista dagsins og gefa þannig tóninn fyrir komandi vinnudag.Vísir/Vilhelm Hverra manna ertu vinur? Eins og oft er á Íslandi, viljum við byrja á því að vita hverra manna fólk er. Og við skulum byrja á Nonna. Því án efa þekkja margir til foreldra hans og ekkert síður afa hans heitnum. Sem var Jón Aðalsteinn Jónasson, stofnandi Sportvals sem svo margir muna eftir. Sportval var stofnað árið 1962 en Jón Aðalstein þekktu líka margir úr fótboltanum frá unga aldri, úr Framsóknarpólitíkinni, frá stofnárum Þjóðleikhússins, sem formanns félags eldri borgara, sem laxveiðimann og svo mætti lengi telja. Mömmu Nonna þekkja líka margir en hún er Hanna Kristín Guðmundsdóttir, sem flestir kenna við hárgreiðslustofuna Kristu. Fyrirtækið stofnaði Hanna með móður sinni, Ástu Sigríði Hannesdóttur snyrtifræðingi. Krista starfaði lengst af í Kringlunni en síðustu árin á Laugavegi 178. Foreldrar Nonna unnu hlið við hlið, rétt eins og Nonni og Beta gera í dag og mamma Nonna stofnaði Kristu á sínum tíma með mömmu sinni. Á mynd má sjá fv.: Nonna, Betu, Ástu Sigríði Hannesdóttur móðurömmu Nonna, síðan foreldra hans Hönnu Kristínu Guðmundsdóttur og Svein Grétar Jónsson, en Sveinn stofnaði heildsöluna sem Beta endaði síðan með að taka við. Að vinna með Betu sinni sér við hlið á augljóslega einstaklega vel við hann Nonna. Enda þekkir hann vel til þess að eiga slíkar fyrirmyndir. Faðir hans, Sveinn Grétar Jónsson, stofnaði nefnilega heildsölu fyrir Sebastian hárvörurnar árið 1981 og starfrækti hana við hlið Hönnu sinnar í húsakynnum Kristu í Kringlunni. Seinna meir og alls ekki af yfirlögðu ráði, tók Nonni þá stefnu að fara í hársgreiðslumeistarann. „Mamma fékk mjög skringilegt tryllingshláturskast þegar ég tilkynnti henni það,“ segir Nonni og hlær. Eftir hárgreiðslunámið vann Nonni fyrst hjá mömmu sinni á Kristu í Kringlunni en í samráði við hana stofnaði hann sína eigin stofu, Quest rétt fyrir síðustu aldamót. Þá var hann ötull fulltrúi Sebastian hárvaranna sem pabbi hans var með umboð fyrir. Stóð fyrir sýningum og námskeiðum fyrir fagfólk og kenndi meðal annars fagfólki í Þýskalandi. Beta er upplifun Saga Betu og Nonna er nokkuð ólík. Sem gerir þau auðvitað að enn skemmtilegri hjónum. Nonni náði til dæmis ekki að festa æskurætur við vini og félaga fyrr en um tólf ára. „Mamma vildi ekki gera mig að lyklabarni og setti mig því í æfingadeild Kennaraháskólans og eftir skóla fór ég síðan í vinnuna til mömmu, sem þá var með stofu á Rauðarárstíg. Mamma fann reyndar dagmömmu sem ég byrjaði hjá nokkra mánaða en fékk að vera mikið hjá þar til ég var tólf ára og var eiginlega eins og amma mín,“ segir Nonni og bætir við: „Enda var ég einstaklega meðfærilegur.“ „Hjá mér var þetta allt öðruvísi: Ég ólst upp í Seljahverfinu og í því hverfi átti ég mínar æskuvinkonur og í sambandi við margar þeirra enn. Ég var mikill grallari og fyrirferðarmikil, æfði sund, á veturna fór maður á skíði í brekkunni sem þarna var. Enda gleymi ég því ekki hversu mikið frelsi mér fannst það að eignast fyrsta hjólið mitt og komast þá aðeins lengra út fyrir hverfamörkin,“ segir Beta og brosir. Beta lærði að búa til blöðrufígúrur úr bók því þegar hún var lítil var auðvitað ekkert Youtube til. Og það má segja að Beta hafi í raun alltaf starfað við einvers konar upplifun; leiktækjaleiga, bíó, skemmtistaðir, Mac og nú Quest. Beta varð þó fyrir ákveðnu áfalli sem unglingur en þá greindist mamma hennar með krabbamein.Vísir/Vilhelm Í fjögur ár vann Beta í Sambíóunum í Mjódd. „Sambíóin voru auðvitað aðalvinnustaður unglinga í hverfinu og þar vann ég mig upp í starfi,“ segir Beta og ekki laust við að eimi greinilega á hlýlegum tóni í garð þessa gamla vinnustaðar. Á sumrin gerðist Beta trúður. „Það voru hjón sem bjuggu í Bandaríkjunum í sex mánuði á ári en voru hér heima með leiktækjaleigu. Ég passaði börnin þeirra og einhverra hluta vegna fengu þau þann augastað á mér að fá mig til að vinna með þeim á leiktækjaleigunni sem ferðaðist um land allt.“ Starfið kallaði þá á að stundum fór Beta í trúðabúning, stundum í beljubúning, stundum sá hún um kandíflossgerðina og fleira sem almennt verður að teljast nokkuð ólíkt starfi flestra á þessum árum sem fóru í unglingavinnuna. „Ég lærði úr bókum að búa til svona fígúrur úr blöðrum,“ segir Beta. Góð áminning um hvernig samtíminn var fyrir tíma Youtube. Að vinna við einhvers konar upplifun var greinilega vegferðin sem Beta fór snemma í, án þess þó að gera sér endilega svo mikla grein fyrir því. Því í fjögur ár vann Beta á Hótel Íslandi; einn vinsælasti skemmtistaðurinn í bænum um tóma. Næst tók við að vinna í fjögur ár á Broadway. „Að vinna á öllum þessum stöðum var þvílíkt góður skóli. Þegar ég vann í Sambíóunum var til dæmis mikill uppgangur hjá kvikmyndahúsum og maður lærir mikið í þjónustustörfum sem ganga út á að taka vel á móti gestum sem eru að mæta á einhvers konar viðburði. Það sama gilti á Hótel Íslandi og Broadway og þótt Ísland hafi ekki verið orðið þetta mikla ferðamannaland þá, þurfti maður stundum að tala ensku þegar verið var að taka á móti erlendu fólki á gleðistundum.“ Og enn tók við nýr skemmtistaður: Nasa, þar sem Beta vann líka í fjögur ár og endaði með að kynnast honum Nonna sínum. En áð ur en við f örum í þann lífskafla, skulum við heyra meira um æskuna. Í Covid lokunum löbbuðu Nonni og Beta niður á stofu, skelltu einni vínylplötu á fóninn, hlustuðu saman og nutu andrúmsloftsins. Svona rétt aðeins til að fá smá snertingu við staðinn. Þess á milli ferðuðust þau um landið þvert og endilangt því Betu datt í hug að þau keyptu rússajeppa fyrir útilegur. Vísir/Vilhelm Ástir og erfiðleikar Þótt framan af muni Nonni einna helst eftir því að vera stillta barnið sem fór til mömmu sinnar í vinnuna eftir skóla, breyttist það þegar fjölskyldan fluttist í smáíbúðarhverfið og hann byrjaði í Hvassaleitisskóla. Því þar eignaðist hann vini, festi rætur og heldur sambandi við marga af æskuvinum sínum þaðan enn. Eftir grunnskóla, ákvað Nonni að elta vinina í Verslunarskólann. „Sem ég hafði ekkert að gera í. En náði í gegnum einhverja tengslaspotta að fá fund með skólastjóranum sem samþykkti að taka mig inn gegn því að ég myndi standa mig rosalega vel.“ Þegar virkilega var farið að halla undan fæti, kallaði námsráðgjafi á Nonna til fundar. „Ég skítféll á jólaprófunum og fljótlega eftir nemendamótið í febrúar, sem mér fannst afar mikilvægt að geta verið á, kallaði námsráðgjafi á mig til fundar,“ segir Nonni og bætir við: Mér fannst ég týndur og hugsaði með mér að nú væri þetta bara búið. Var þó farinn að horfa svolítið í kringum mig á fólk sem var að vinna og velta fyrir mér hvað ég ætti að gera. Námsráðgjafinn spurði mig að þessu og ég sagði henni þá að mér hefði fundist svolítið gaman að vinna hjá mömmu á stofunni í jólafríinu.“ Meira þurfti ekki til. „Það næsta sem ég veit er að hún tekur upp tólið, hringir í Iðnskólann og skráði mig í hárgreiðsluna um haustið. Svona eins og bara Takk og bless!“ Hjá Betu var æskan nokkuð ljúf og auðveld framan af en foreldrar hennar eru þau Erla Ragnarsdóttir og Ómar Ingimundarson. Heimilinu lýsir hún sem svolítið sveitalegu. „Við erum fjórar systurnar og mamma vann hálfan daginn til þess að geta tekið á móti okkur stelpunum. Það var því ekkert óalgengt að maður kæmi heim í nýbakaðar kleinur.“ Þegar Beta var í 8. bekk, greinist mamma hennar með eitlakrabbamein. Ég myndi segja að þau veikindi hafi markað ákveðin tímamót í fjölskyldunni og þetta fór þannig að móðurafi okkar, trillukarl frá Húsavík, flutti til okkar í bæinn og sá um að aga okkur systurnar til, kenndi okkur að skúra og svo framvegis.“ Sem þó verð ur að teljast nokkuð óalgengt af karli þeirrar kynslóðar… eða hvað ? „Jú en málið er að afi varð sjálfur ekkill snemma með fjögur börn. Ég held hann hafi einfaldlega verið hræddur um að staðan hjá pabba gæti orðið sú sama.“ Fyrstu þrjá mánuðina sem Nonni bjó í Rússlandi þorði hann varla út úr húsi en þetta var á þeim tíma þegar Pútín var nýtekinn við. Menningarsjokkið var algjört og þá ekki síst það að Rússar gera frekar ráð fyrir að vera sviknir en hitt. Fljótlega eftir Rússland urðu Nonni og Beta par. Einn í Moskvu Sjö ár eru á milli hjónanna því Nonni er fæddur árið 1976 en Beta árið 1983. Fullorðinsævi Nonna byrjar því aðeins fyrr og viti menn: Sá kafli teygir sig alla leið til Rússlands! Byrjunin var þó á Íslandi. Þar sem Nonni fór á samning hjá hárgreiðslustofu Árna og Sillu í Hafnarfirði, en fór síðan að vinna hjá mömmu sinni á Kristu í Kringlunni. „Horfandi til baka skil ég reyndar ekki hvernig mamma fór að öllu sem hún gerði. Því þótt ég hafi átt auðvelt með að dunda mér, var mamma bæði vön að vinna rosalega mikið en líka að vera besta mamma í heimi. Ég eiginlega fatta þetta ekki alveg,“ segir Nonni um mömmu sína. Þetta var árið 1995 en fjórum árum síðar kom Örn Kjartansson, sem síðar varð framkvæmdastjóri Kringlunnar, að tali við Nonna. „Hann vildi opna aðra hárgreiðslustofu hinum megin í húsinu, þar sem bíósvæðið er. Þetta var hugsað meira fyrir unga fólkið en þó vildi hann ekki búa til beina samkeppni við mömmu því að hún hafði verið þarna frá byrjun,“ segir Nonni. Úr varð að Nonni stofnar hárstofuna Quest í Kringlunni. Á sama tíma var pabbi hans byrjaður að selja Sebastian hárvörurnar í gegnum heildsöluna. Sem oft voru að kynna spennandi nýjungar, stóðu fyrir námskeiðum og öðru sem Nonni tók mikinn þátt í. Meðal annars í Þýskalandi. Þar sem Nonni var jafnvel fenginn til að kenna öðru fagfólki. En líka heima á Íslandi. „Ég hélt til að mynda námskeið á vegum Sebastian í Borgarleikhúsinu fyrir fagfólk og lærði heilmikið á því að vera svona fullskipaður fulltrúi Sebastian. Því þetta kenndi manni heilmikið í framsögu og að koma fram.“ Um aldamótin kom síðan óvænt atvinnutilboð. „Sebastian bauð mér að flytja til Moskvu og reka þar fyrir þá stofu sem þeir ætluðu að opna. Mitt hlutverk væri þá ekki síst að kenna fagfólkinu þar allt það nýjasta nýtt.“ Áður en varði var Nonni því kominn til Rússlands. Árið var 2000 og Pútín rétt nýkominn til valda. Andrúmsloftið var eiginlega eins og villta austrið, það einhvern veginn mátti allt. Öllum var mútað og menningarsjokkið var mikið. Ég viðurkenni alveg að fyrstu mánuðina þorði ég varla út úr húsi og man enn eftir fyrstu búðarferðinni að kaupa í matinn; Þar sem ég steig út í grámann á Rauða torginu og fannst eins og ég væri að stíga út í eitthvað stórfljót.“ Að vera ungur, aleinn og mállaus viðurkennir Nonni að hafi alveg tekið á. „Það var sem betur fer kona í íslenska sendiráðinu, Hafrún Stefánsdóttir, sem tók mig undir sinn verndarvæng. Þangað fór ég oft, fékk útrás að geta talað við einhvern. Við horfðum líka saman á bíómyndir og borðuðum popp sem var yndislegt og mér þykir svo vænt um. Og kannski best að koma því loks á framfæri: Takk fyrir!“ Loks opnaði þó stofan, sem Nonni segir að hafi líka verið viðbrigði fyrir sig. Því vinnustaðamenningin og menningin almennt er svo ólík því sem við þekkjum. „Þarna var ekkert sem hét þjónustulund eða að viðskiptavinurinn hefði rétt fyrir sér. Viðhorfið var einfaldlega það að ef þú fékkst þjónustu einhvers staðar, máttir þú upplifa þig heppinn að viðkomandi væri yfir höfuð að nenna að þjónusta þig.“ Traust á milli manna var ekkert og fólk einfaldlega gerði frekar ráð fyrir að vera svikið en hitt. „Þeir stjórnuðu líka mikið af hörkunni og það var því alltaf verið að segja við mig að ég ætti að vera harðari við starfsfólkið; miklu, miklu harðari,“ segir Nonni og bætir við: „Enda var kvartað undan mér þegar ég var komin heim og farin að vinna aftur hjá mömmu. Þá var ég komin með einhverja takta úr þessu umhverfi sem ég var í án þess að átta mig á því.“ Nonni var í tvö ár í Rússlandi. Sem meðal annars skýrist af því að þar kynntist hann konu og giftist. „Já, já. Það stóð nú samt stutt yfir. Við fluttum heim og skildum einhverjum átta mánuðum síðar eða eitthvað. En það var samt ljótur skilnaður og erfiður,“ segir Nonni. En segir ekki meir… Nonni og Beta giftust í Hellisgerði árið 2012 en það skrýtna var að þegar Beta kom fyrst í klippingu á Kristu, sagði mamma Nonna við hann eftir á að hún héldi að hún hefði verið að klippa verðandi tengdadóttur sína. Sem reyndist rétt þótt Nonni hafi reyndar haldið að mamma sín væri að missa vitið þegar hún sagði þetta. Klippti tengdadóttur sína Leiðir Nonna og Betu lágu loks saman eftir Rússlandsævintýrið. Beta var þá að vinna á Nasa og þar var einn besti vinur Nonna líka starfandi. „Ég var að vinna en hann að djamma,“ segir Beta og hlær. Skötuhjúin tóku samt ekkert eftir hvort öðru fyrst um sinn. Eða eiginlega ekki fyrr en eftir að Beta hafði farið í klippingu til Hönnu móður Nonna á Kristu. Vissir þú að hún væri mamma Nonna? „Nei ég hafði ekki hugmynd um það,“ svarar Beta. Það skrýtna var þó það sem gerðist eftir klippinguna. Þá kom mamma til mín og sagðist halda að hún hefði verið að klippa verðandi tengdadóttur sína. Ég hélt reyndar að nú væri hún endanlega búin að missa það. Eða að missa trúnna á mér eftir allt þetta vesen.“ Augljóst er að eftir þetta fór Nonni aðeins betur að taka eftir Betu og loks fór svo að smám saman þróuðust mál þannig að þau voru orðin par. Þetta var árið 2004 en parið gifti sig síðan árið 2010. Synirnir eru tveir: Jón Tumi fæddur 2008 og Ingimundur Emil fæddur 2012. Hjónin fóru þó alls ekki strax að vinna saman. Nonna finnst fátt notalegra en að vinna með Betu sinni og gerði sér vonir um að svo yrði einn daginn þótt ekki hafi það gerst strax. Því lengi starfaði Beta í raun fyrir samkeppnisaðila eða allt þar til tengdapabbi hennar kom að tali við hana og spurði hvort hún vildi ekki taka við heildsölunni. Þá hafði Nonni þegar tekið við stofunni af mömmu sinni.Vísir/Vilhelm „Ég fór á íþróttabrautina í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og kláraði meira að segja einkaþjálfarann í Baðhúsi Lindu Pé,“ segir Beta og brosir. Enda Baðhúsið svo sannarlega í tísku á þeim tíma. Beta vann þó aldrei sem einkaþjálfari heldur bætti við sig einingum í Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum tengt rekstri og fjármálum. Samhliða starfinu á Nasa vann Beta líka sem verkefnastýra og matráður hjá ÁS, sem er starfstaður fyrir fólk með skerta vinnugetu. Þegar Beta síðan endanlega datt á sína rétta hillu var það hjá samkeppnisaðila Sebastian: Artica. Sem meðal annars var með umboðið fyrir Mac snyrtivörurnar. „Við opnuðum með Mac í Debenhams í Kringlunni sem þótti mikil nýjung og þremur árum síðar er ég fenginn til að opna Mac verslunina í Kringlunni. Sem varð ofboðslega vinsæl líka og sló hvert sölumetið á fætur öðru. Stemningin þar var mikil.“ Næstu árin liðu svona: Nonni klippti á efstu hæðinni í Kringlunni en á hæðinni fyrir neðan var Beta. „Sem mér fannst voðalega notalegt,“ segir Nonni hálf meyr. Mjúka hliðin alveg í forgrunni. „Ég leitaði alltaf mikið til hennar um allt og þegar það voru viðburðir eða eitthvað sem ég var að standa fyrir, var Beta alltaf með mér. Ég til dæmis að greiða módelunum, sem hún sá um að farða,“ segir Nonni og bætir við: „Ég var alltaf að hugsa: Hún er að fara að koma. Við erum í þessu saman.“ Enda fór það svo. Þegar Sveinn faðir Nonna endaði með að gefa sig að tali við Betu og spyrja hvort hún væri ekki til í að taka við heildsölunni. Sem hún og gerði. Þó eftir smá umhugsun. Þegar lá fyrir að Nonni tæki við stofu mömmu sinnar. Og á endanum voru samningar um bæði fyrirtækin gerð á þann ljúfa og þægilega hátt sem flestar fjölskyldur komast að niðurstöðu um þegar kynslóðaskipti verða. Þó með smá hiksti í upphafi þar sem andi ársins 2007 nánast villti öllum sýn. „Já já, það kom alveg til í umræðunni hvort það ætti ekki að gera þetta þannig að taka kúlulán og setja peninginn inn á Sjóð 9 og græða þannig fullt af peningum og greiða kaupin þannig,“ segir Nonni og nánast að hjónin súpi hveljur af tilhugsuninni einni saman. Enda hefði það væntanlega endað með ósköpum eins og alþjóð nú veit. „Afi Nonna í Sportval kenndi okkur nefnilega svo margt í þessu. Til dæmis það að maður ætti alltaf að gera hlutina með hjartanu og passa að vera með hreina samvisku. Við höfum eiginlega fylgt þessu eftir,“ segir Beta og Nonni kinkar kolli. Beta segir skýringuna á því að hjónin bættu við bjór og whisky á Quest einfaldlega vera sú að þau starfi í flæði og leyfi sér að vera nógu hugrökk til að vaxa og þroskast í einhverju sem vekur þeim forvitni og þau hafi gaman af. Beta myndi helst vilja að fleira fólk leyfði sér að vera í flæðinu, frekar en að festast í alls kyns skilgreiningum. Sjarmerandi saga Það er ekki bara reksturinn hjá Questhjónunum sem hefur tekið breytingum, heldur líka svo margt í samtímanum sem vert er að rifja upp. Til dæmis voru Nonni og pabbi hans snemma farnir að nota símboða. „Og þóttu ekkert smá flottir bisnesskarlar,“ segir Beta og hlær. Fyrir tíma Youtube voru kennslumyndbönd líka ekki alveg ókunnug. Því á upphafsárum Sebastian sölunnar var fagfólki kennt það nýjasta nýtt með myndböndum sem spiluð voru af VHS spólum. Nonni og Beta eru hins vegar miklu meira sögufólk en það að dvelja aðeins við samtímann. Því eins og fyrr segir, hafa þau grúskað mikið í sögu hárgreiðslunnar og bransans yfir höfuð. „Skurðlæknar og rakarar voru eitt og sama stöðugildið í upphafi. Barber á ensku var í rauninni skilgreindur sem barber surgeon,“ segir Nonni sem eflaust fær mjög marga til að lyfta brúnum að heyra. „Bláa, hvíta og rauða súlan sem allir þekkja sem kennimerki hárgreiðslustofa, eða saloon-a eins og þau kallast á ensku, er tilvísun í þennan tíma: Blái liturinn er vatnið, rauði liturinn blóðið og hvíti liturinn táknar hvíta klútinn sem rakarar voru almennt með á sér eða hengdu á sína staði til að láta vita af sér.“ Voru menn þá bæði að aflima f ólk ef þurfti og að klippa hár eða snyrta skegg? „Já,“ svarar Nonni og útskýrir hvernig barber-ar voru til dæmis alltaf með í stríðum því þeir voru mikilvægir sem skurðlækningar, eða surgeons á svæðinu. „Síðan þegar skurðlæknirinn varð að fræðigrein, fór surgeon titillinn af barber-titlinum og eftir stóð einungis rakarahlutverkið,“ segir Nonni og vísar meðal annars til tíma Kobba kviðrista. Hjónin hafa grúskað heilmikið í sögunni og segir Nonni meðal annars frá því hvernig upphaflegt starf rakara var á ensku kallað barber surgeon, enda hefðu rakarar séð um fleira en að klippa hár og skegg: Þeir einfaldlega skáru fólk upp eða aflimuðu ef þess þurfti.Vísir/Vilhelm Að grúska svona í sögunni setur það loks í samhengi hvers vegna Quest er skilgreint sem saloon, beer og whisky. Sem hjónin segja reyndar líka tengjast því að þora að vera í flæðinu. Ég vona líka að það muni fylgja okkur til framtíðar að þora áfram að vera nógu hugrökk til að vaxa og prófa eitthvað nýtt. Þannig var það með breytingarnar á stofunni, að taka whiskýið og það inn. Við vorum bara í flæðinu,“ segir Beta og bætir við: „Og mér finnst fólk alveg mega gera meira af því. Því oft erum við svo upptekin í einhverjum skilgreiningum á því hver við erum. Til dæmis „ég er viðskiptafræðingur eða ég er hán“ og svo framvegis. Í staðinn fyrir að vera bara og leyfa okkur að vaxa.“ Að vera bestu vinir þýðir ekki að hjónin séu alveg eins eða sammála um alla hluti. Þvert á móti segir Nonni að hann sé taugasjúklingurinn á meðan Beta sé sú sem er með lausnirnar. Hjónin segjast líka tala um allt, góð samskipti séu lykilatriði og þar skipti máli að bera virðingu fyrir hvort öðru. Rómantíkin og andrúmsloftið Saman byrja hjónin daginn í sundi. Og það er augljóst að hjónin eru bestu vinir. Sem hafa frá ýmsu að segja. Til dæmis því að elska að ferðast og kryfja þjónustu og upplifanir til mergjar. Nú síðast í Dublin þar sem þau gistu á hóteli fjárfesta sem líta fyrst og fremst á þjónustuna sem stóra rekstrartækifærið: Persónulega nálgun, persónulega upplifun. Eitthvað sem sjálfvirknivæðingin ræður ekki við. Og kannski að reksturinn hjá þeim snúist akkúrat um þetta: Persónulega upplifun. Því meira að segja stofan er innréttuð að mestu með hlutum úr dánarbúi afa og nafna Nonna, sem lést árið 2011. Þar er líka að finna heilmikið safn af gömlum bókum, handritum og fleira. „Okkur leiðist aldrei í vinnunni. Þetta er eins og hitt heimilið okkar. Yndislegur staður að vera á,“ segir Beta og bætir við: „Í Covid lokunum fengum við okkur til dæmis göngutúr í vinnuna á hverjum degi og settum eina vínylplötu á fóninn og hlustum. Svona rétt aðeins til að ná snertingunni við staðinn.“ Ný áhugamál fæddust reyndar líka í Covid. „Það er eitthvað rómantískt við það núna að rifja upp Covid tímabilið. En ég viðurkenni samt að í fyrstu lokuninni sem var, var ég við það að fá taugaáfall,“ segir Nonni og bætir við: ,,Beta aftur á móti horfði á hlutina öðruvísi. Kom auga á svona rússajeppa og lagði til að við myndum kaupa hann og ferðast um landið.“ Sem þau hjónin gerðu og elska að ferðast enn. Nonni og Beta segjast ekki vera með neitt húllumhæ á Quest frameftir þótt auðvitað séu stundum hópar sem komi í bjór- eða whiskysmökkun og fleira. Á föstudögum sé opnunartíminn auglýstur til klukkan 18 en stundum sé þó setið lengur, allt eftir því hverjir koma við; Á Quest séu viðskiptavinir fyrir prívasíið og því minna að kíkja á barina niður í bæ.Vísir/Vilhelm Daglega lífið ljúfa Eftir sundið á morgnana, reyna hjónin að mæta snemma í vinnuna til að velja saman playlista fyrir daginn. Og setja þannig tóninn. Þau viðurkenna að oft er erfitt að tala ekki um í frítímanum og þó; Almennt reyna þau að taka ekki vinnuna með sér heim. Foreldrahlutverkinu fylgir síðan að fylgja drengjunum eftir í handbolta og fótbolta. Sem yfirtekur flestar helgar eins og margir foreldrar þekkja. „En þeir eru líka ótrúlega duglegir hvað þeir nenna að vera með okkur. Að fara með okkur í Þórsmörk sem við elskum og fleiri ferðalög,“ segir Beta og bætir við að samverustundirnar með afa og ömmu séu líka margar. „Við erum mjög mikið í samneyti með foreldrum Nonna.“ Að búa í smáíbúðahverfinu er svo sem engin tilviljun þannig lagað séð. „Við ákváðum snemma að gefa börnunum okkar þá festu að alast upp í sama hverfi, eignast æskuvini í hverfinu, festa rætur, tengjast skólanum og svo framvegis,“ segir Nonni og bætir við að á meðan synirnir búi heima, fari þau að minnsta kosti ekki fet. Betu kallar hann hverfisstjóra; Segir að svo virk hafi hún verið sem foreldri alla skólagöngu sonanna. „Tja, ég segi það nú ekki en ég legg mikla áherslu á að kynnast foreldrum vina þeirra. Því ég held að það sé mjög mikilvægt og eitthvað sem foreldrar eiga ekkert að vera feimnir við að gera. Þótt það þýði að hringja í einhvern sem þú þekkir ekki og bjóða þeim í kaffi,“ segir Beta. Hjónunum er foreldrahlutverkið hugleikið og það er ljóst í samtalinu við þau að um uppeldi barna og áherslur hafa þau rætt meðvitað og ómeðvitað alla tíð; jafnvel frá því að þau voru barnlaus. Þau segjast ótrúlega heppin með synina, sem enn nenna að dröslast með þeim út um allt og gera alls konar. En hvaðan ætli þessi samheldni komi? Hver er galdurinn? Svar hjónanna er skýrt: Samskipti. Að vera dugleg að tala saman. Og leggja áherslu á samveru: Til dæmis það að borða saman kvöldmat þar sem allir ná að segja sitt og fjölskyldan talar saman. „Við tölum um allt og það er meira að segja þannig að ef að strákarnir okkar spyrja okkur um eitthvað sem maður veit ekki alveg hvernig maður á að svara, er oft gott að viðurkenna það bara og segja: Já leyfðu mér að hugsa þetta aðeins og ég svara þér á eftir,“ segir Beta og bætir við: Það sama gerum við, meðvitað og ómeðvitað; við hendum boltanum á milli okkar og rökræðum við strákana okkar með virðingu, rétt eins og við gerum við hvort annað. Fjögur á heimili þýðir að við erum með ólíkar skoðanir. En það er þá líka bara allt í lagi að virða það.“ Að elska, þroskast, vaxa…. er má segja rauði þráðurinn. „Auðvitað getur lífið ætt áfram og leitt okkur á alls konar ókannaða göngustíga. En við eigum alltaf að leyfa okkur að vaxa og dafna og vera líka dugleg að aðstoða fólkið í kringum okkur líka að vaxa og dafna. Við eigum að vera dugleg að fylgja hjartanu,“ segir Beta og Nonni bætir við: Og eigum að vera dugleg að knúsast.“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ „Við erum bæði Sálaraðdáendur og fengum tækifæri til að þakka Stefáni Hilmarssyni persónulega fyrir framlag Sálarinnar til okkar sambands,“ segir Albert Magnússon og brosir. 22. september 2024 08:01 Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26 Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01 Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ „Einn daginn sagði ég við hann: Sigurjón, annað hvort hættir þú eða við skiljum. Þannig að já, ég rak eiginmanninn,“ segir Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og hlær. 24. nóvember 2024 08:02 „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ „Við erum að missa það frá okkur að leyfa krökkum að vinna. Mér finnst það miður,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted forstjóri Festi. 29. desember 2024 08:00 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Það sem fáir fíla: Að þú setjir þig á of háan hest „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Sjá meira
„Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ „Við erum bæði Sálaraðdáendur og fengum tækifæri til að þakka Stefáni Hilmarssyni persónulega fyrir framlag Sálarinnar til okkar sambands,“ segir Albert Magnússon og brosir. 22. september 2024 08:01
Scobie hjónin: „Við eigum frekar að njóta meira og vera þakklát fyrir allt sem við höfum“ „Mig óraði aldrei fyrir því að ég myndi búa í Danmörku. En maður veit aldrei hvert lífið leiðir mann. Því nú er ég hér og hefur aldrei liðið betur. Það sem maður vill fyrir alla er að öllum líði vel,“ segir Richard Scobie, sem ásamt eiginkonu sinni Kristínu Einarsdóttur Scobie rekur fyrirtækið Nordic Trailblazers á eyjunni Mön í Danmörku. 13. desember 2022 07:26
Fjarvinna og fyrirtækjarekstur: „Okkur langaði til að lifa lífinu öðruvísi en í hasarnum heima“ „Við vorum að horfa á þáttinn Hvar er best að búa? með Lóu Pind, um hjónin sem fluttu til Danmerkur og fóru að reka hótel í Lálandi þegar Torfi lítur allt í einu á mig og spyr: En hvað með Danmörk?“ segir Lóa Dís Finnsdóttir, grafískur hönnuður búsett í Maribo með eiginmanninum Torfa Agnarsyni auglýsingaljósmyndara. 11. október 2022 07:01
Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ „Einn daginn sagði ég við hann: Sigurjón, annað hvort hættir þú eða við skiljum. Þannig að já, ég rak eiginmanninn,“ segir Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og hlær. 24. nóvember 2024 08:02
„Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ „Við erum að missa það frá okkur að leyfa krökkum að vinna. Mér finnst það miður,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted forstjóri Festi. 29. desember 2024 08:00